Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 6

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 6
Veiðin í sumar. BLAÐIÐ hefur fengið eftirfarandi upplýsingar frá Veiðimálaskrifstofunni um veiðina í sumar: Veiði lax- og göngusilungs lauk þann 20. þessa mánaðar. Laxveiðin í sumar var í góðu meðallagi og aðeins minni en í fyrra. Laxinn var frekar vænn. Laxveiði í net, í Borgarfirði var mun lakari í ár en í fyrra, en þá var þar ágæt veiði. Netaveiðin í Ölfusá var ágæt, en aftur á móti veiddist lítið í Þjórsá. Stang- arveiði var mest í ágúst, en venjulega veiðist bezt í júlímánuði. Úrkomulítið var í sumar og má rekja orsakir þess, hve lítið veiddist í júlí, til vatnsþurrðar í án- um. Veiði í einstökum ám var misjöfn. Bezt veiddist í Miðfjarðará, Laxá á Ásum og á vatnakerfi Blöndu, en veiðin í þessum ám var nær tvöfalt meiri en í meðalári. Meðalveiði var í flestum ám. í Elliðaán- um var veiðin nokkuð undir meðallagi. Sjóbirtingsveiðin í Ölfusá og Hvítá og í Rangánum hefur verið lítil í sumar, en í Þjórsá hefur veiðst vel. Vatnasilungsveiði lauk þann 27. sept- ember, nema í Þingvallavatni, en þar lauk henni 1. september. Silungsveiði hefur verið ágæt í Þingvallavatni í sumar, góð veiði var í Mývatni, en í Apavatni hefur veiðst með minna móti. Veiðibækur hafa ekki borizt frá öllum ám ennþá, en í þeim, sem skrifstofunni er þegar kunnugt um, var veiðin sem hér segir: 4 Elliðaárnar .......... 950 laxar Laxá í Kjós ............. 805 — Bugða ................... 172 — Meðalfellsvatn ............ 9 — Laxá í Leirársveit .... 431 — . .Norðurá ................ 786 — Miðfjarðará ............ 1418 — Laxá í Aðaldal ......... 1120 — Sumar þessar tölur geta ef til vill breytzt um örfáa fiska til eða frá. Eftir- tektarvert er, hve vel hefur veiðst í Mið- fjarðará. Þetta er langmesta veiði þar a. m. k. um mjög langan tíma. Frá 11.—31. ágúst, eða á þremur vikum, veiddust þar 900 laxar. Talan úr Meðalfellsvatni er ekki prent- villa. Sumir segja að vísu, að þar hafi veiðst 10 laxar, en Veiðimálaskrifstofan hefur ekki fregnir af nema 9. Eftir þeim skýrslum, sem borizt hafa um silungsveið- ina hefur hún ekki verið beysin heldur, aðeins 204 fiskar. Hins vegar er kunnugt að menn vanrækja mjög að fylla út veiði- skýrslur við vatnið, og er það illa farið. Sennilega er það eitthvað tíðarfarinu að kenna, hve líti'ð hefur veiðst í vatninu að þessu sinni, en ýmsir, sem þar eru kunn- ugir, telja að silungurinn sé mjög að ganga til þurrðar og fari smækkandi. Fiski breytt í kerti. í ALASKA kvað vera til fiskur, sem hægt er að nota fyrir kerti, þegar hann hefur verið hertur. Hann er reistur upp á endann, með hausinn upp, og sxðan er kveikt á hausnum. Ekki fylgir sögunni, hvemig þeir láta hann standa eða festa hann, svo að hann velti ekki um. En sagan segir að þetta „kerti" endist 1 tvo tíma. Veibimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.