Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 25

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 25
renndi Heimir. Eftir litla stund tók ég eftir því, að eitthvað var við hjá lionum og hafði orð á því. „Já, hann er á", segir Heimir, ,,og þetta er nú ekki alveg sama stærðin". „Jæja, er það putti?“ svara ég. „Nei, það er nú á hinn veginn góði“, segir Heimir. „Þetta er bolti“. Hann fór nú að reyna að þoka íiskin- um niður á við og gekk það að vonum erfiðlega, kom honum þó niður fyrir liornið, en þá sneri laxinn við og fór aftur upp á móts við hornið. Þannig gekk þetta í þófi nokkra hríð: Heimir náði fiskinum tvisvar niður fyrir búkkann, en þá fór fiskurinn aftur upp á horn með Heimi. Þegar laxinn var kominn upp á hornið í þriðja sinn skeðu margir hlutir í senn: Jón Einarsson kom úr Fosshyl með fisk á og fór geyst, eða öllu heldur, fiskurinn fór geyst með Jón. Niður á bjargið komu tveir bílar. í öðrum þeirra voru tveir veiðimenn og annar þeirra Hvítvoðungurinn, en svo var einn veiði- félagi okkar nefndur í þessasri ferð. I hinum voru tvær konur og tveir karl- menn, að ég held frá Húsavík. Fólkið horfði með mikilli aðdáun og spenningi á þessa tvo menn glíma við laxana. Þeg- ar Jón kom að löndunarstaðnum, taldi hann ekki ástæðu til að hafa leikinn lengri og kippti puttanum á land. Var þá klappað ákaflega uppi á bjarginu, og Heimir, sem er leiksviðsvanur, tók klapp- ið fyrst og fremst til sín og hneigði sig djúpt — en þá hneigði laxinn sig líka og fór af. Heimir tautaði eitthvað, sem ég heyrði ekki, en sagði svo nokkru hærra: „Það eru fleiri fiskar í ánni, Sche'ving minn“. Ég labbaði nú aftur af stað upp brekk- una, áleiðis að fossinum, án þess að huga að Heimi, en þegar ég er kominn upp á brúnina, sé ég að hann hefur ekki hreyft sig úr sporunum. Hann stendur grafkyrr og horfir í ána, niður með bakk- anum. Eftir nokkra stuncl læðist hann ofur hægt, eins og köttur, fáein skref eftir bakkanum, seilist svo niður í vatnið og kemur upp með fiskinn. Rétt var það, þetta var stór fiskur, eitthvað á annan metra, en livort sem það var nú sigur- víman eða eitthvað annað sem olli, þá missti Heimir nú fiskinn öðru sinni, og þriðja færið gaf hann ekki á sér. Þegar Heimir kom upp á fossbrúnina til mín, endurtók hann hið sama og liann sagði í fyrra skipið, er hann missti fiskinn: „Það eru fleiri fiskar í ánni, Scheving minn“. Þetta reyndist orð að sönnu, því við fengum fjóra í viðbót. „Hugsa ég um hringinn minn“. VEIÐIMAÐUR einn á Korsíkn reri dag nokkurn lil fiskjar í góðu veðri og liafði unnustu sína með sér. Skömmu áður hafði hann gefið henni fagran steinhring, og bar hún hann í þessari ferð. En svo illa tókst til að hún missti hringinn í sjóinn. Taldi liún þetta ólánsmerki hið mesta og varð mjög hrygg. Unnustinn reyndi að hugga hana og lofaði að gefa henni annan hring, nákvæmlega eins, en hún taldi ekki hinn fyrri fullbætlan með því — ólánsmerkið yrði ekki afmáð. Þau veiddu fáeina fiska og héldu síðan til lands; en þegar veiðimaðurinn fór að gera að aflanum, kom hringur unnustunnar upp úr fyrsta fiskintim, sem liann slægði! VElMMAfiUKINN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.