Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 39

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 39
„Ég sé að orð mín valda þér miklum heilabrotum, drengur minn. Það væri því kannski réttast að opna kistuna, áður en við höldum lengra, og líta á það sem þar er geymt“. Um leið og liann sagði þetta, stakk Jrann hendinni niður í vasann og dró þaðan upp stakan, þungan lykil, ein- kennilegan í lagimr. Dauft bros færðist yfir andlit lrans, hann stóð upp og ég gekk á eftir honum yfir gljábónað gólfið. Húsinu liafði verið læst undir nóttina og ganrla ráðskonan var löngu gengin til náða. F.ina mannveran á fótum, auk okk- ar, var því Abdul gamli Ghani, sem hafði borið okkur vínið fyrr um kvöldið, en hann lá nú sennilega, að sið landa sinna sofandi á búrgólfinu í hinum enda húss- ins. Vindar Atlantshafsins ýlfruðu ámát- lega umhverfis húsið, hristu og skóku greinar furutrjánna og lömdu lágvöxn- um vafningsviðnum reiðilega við dimm- ar rúðurnar. Ofurstinn lagðist á linén framan \ ið kistuna. Lykillinn gekk stirðlega inn í skráargatið, enda langt síðan það hafði verið notað. Lokið var stirt í lrjörunum, svo honum reyndist dálítið erfitt að lyfta því, og þess vegna gekk ég nær, til þess að rétta hjálparhönd, en þá gaf það skyndilega eftir og hrökk upp með dálitl- um rykk. Á næsta andartaki hrökk ég til baka, með uppglennt augu, og rak upp skelf- ingaróp! Undarlegan, þungan þef lagði upp úr kistunni, sem hafði verið svo lengi lokuð, og þessi þefur bar hug minn með leiftur- hraða yfir allar þær þúsundir mílna, sem nú skildu mig frá lrinum ilmsterku Aust- urlöndum. Það var hinn ólýsanlegi ilmur pálmaolíunnar og sterki olíuþefur, sem leggur af öllum bræðrum vorum þar aust- urfrá. Ofurstinn greip um liandlegginn á mér um leið og ég hörfaði undan: „Rólegur, drengur minn, rólegur!" sagði lrann og hló stuttum, þurrum hlátri. „Reyndu að standa á fótunum, Alastair!" hrópaði hann með myndugleik. „En hamingjan góða, ofursti!" stundi ég upp. „Þetta var svo óvænt! Hvers vegna bjóstu mig ekki undir þetta?“ maldaði ég í móinn og brosti eins og hálfviti, meðan sá gamli gekk upp og nið- ur af innibyrgðum hlátri og sneri upp á grátt yfirskeggið fullur kátínu. „Glas af víni lianda herra Alastair!" sagði ltann á indversku. Ég sneri mér snöggt við og sá að garnli þjónninn stóð rétt fyrir aftan okkur í indverskri kveðju- stöðu, þögull og óræður á svip. „Ég vissi að þetta mundi draga hann að“, sagði Mulligatawny og linykkti höfð- inu í áttina til Abduls Ghani, til merkis um að hann ætti við ltann, meðan garnli þjónninn var að liella portvíninu í glas- ið nritt. „Jhápoo var sjaldan í vandræð- um með að liafa upp á þeim!“ „Ég drekk þá minni Jhápoos!“ ltróp- aði ég um leið og ég renndi út úr glasintt og fann heitt blóðið streyma aftur um æðar mínar. „Skál fyrir Jhápoo! — og ég vona að ellin hrósi aldrei sigri yfir hon- um“. „Heyr, Alastair!" hrópaði ofurstinn og klappaði á bakið á mér. „Ég segi þér satt, drengur rninn, að sá sem ég lék þetta við síðast — eða ætti ég heldttr að segja síð- Vf.iðimaðurinn 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.