Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 14

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 14
Þegar ég var drenghnokki, var faðir minn, sem var mikill veiðimaður, dag nokkurn við veiðar í Mandingar í Gar- hwal, en ég dundaði þar hjá honum á bakkanum með prik og dós. í dósinni hafði ég nokkur síli. Þau voru mjó eins og þráðarspottar og ég ætlaði að fara að hella þeim úr dósinni í sandinn. Þá kallaði faðir rninn: „Nei! þetta máttu ekki.“ Hann var með mikið hvítt skegg, eins og ég núna, og þótt hann létist vera reiður og augun skytu gneistum, gátum við alltaf séð, hvort hann brosti, á því, hvernig skeggið hristist. En ykkur skjátl- ast, ef þið haldið að hægt sé að sjá það á mér líka! „Láttu þau aftur í ána“, mælti hann. „Við skulum lofa þeim að stækka; þá getur svo farið, að þú eigir eftir að hitta þau einhvern tíma síðar á ævinni. Þú ert ekki svo heimskur, að þú viljir höggva skóginn að óþörfu. Þú veizt ekki nema eitthvert þessara seiða eigi eftir að verða metfiskurinn þinn. Þau eru lítil núna, en þau stækka eins og þú sjálfur. Sjáðu þennan hérna. Hann getur verið orðinn hálft pund næsta ár og tekið hjá þér flug- una, hérna sem við erum staddir núna. Og þessi — hann verður máske fimm pund og þú færð hann á spón, o.s.frv. Þegar þú verður stærri, ferðu að veiða á kaststöng, og þá geta þessir fiskar átt eftir að veita þér mikla ánægju, og einhver þeirra kynni að verða metfiskurinn — mesta veiðiafrek ævi þinnar. Láttu þá aftur í ána“. Ég lilýddi og árið eftir fékk ég hálf punds fisk á flugu á þessum sama stað. Ég steikti hann þar á staðnum, og þótt hann væri brenndur að utan, en hrár inn við beinið og sandurinn af fingrunum á mér marraði undir tönnunum, þótti mér hann lostæti. Þetta var mjög snemma morguns, og ég man eftir því, að þegar sólin kom upp steig hitamóðan eins og reykhaf upp af sléttu yfirborði árinnar. Þá er bezti veiðitími sólarhringisns, áður en hitinn verður of mikill. Blárauður þröstur sat uppi í tré, sem var silfurglitr- andi af daggperlum. Við pabbi smíðuðum sjálfir öll okkar veiðitæki og hnýttum flugurnar. Við höfðum ekki efni á að kaupa hin fallegu tæki, sem voru á boðstólum handa veiði- mönnum. Hann greiddi þó einu sinni bréfritara í þorpinu okkar fyrir að skrifa eftir verðlista, sem við svo síðar skoðuð- um saman hugfangnir. Gaman hefði ver- ið að geta lesið það sem stóð undir mynd- unum, en það kunnum við ekki. Við sáum samt hvernig hlutirnir áttu að vera, og þegar við fundum fjöður af skjó eða páfugli í skóginum, hirtum við hana vegna litfegurðarinnar. Eitt sinn notuðum við gul hár af tigrisdýri og veiddum á það marga silunga á straum- harða kaflanum fyrir neðan Chenar-klak- stöðina í Kashmír. Fyrstu stengurnar mínar voru bambus- prik, og var lengdin látin ráða, en seinna gerði ég mér greenheartstöng og síðar „spilt-cane“. Mér dettur hún alltaf í hug þegar ég finn lykt af gljákvoðu. Ég smíðaði mér nýja stöng á hverju ári, og alltaf urðu þær stærri og stærri og lengri lína á hjólinu. Ég hugsaði sem svo, að óskafiskurinn minn, sá stærsti, sem ég fengi, stækkaði og efldist með hverju ári og myndi því fara út með 12 Vfidimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.