Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 32

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 32
frekar, hann veiddi sjö sjóbirtinga og lét þar með staðar numið. Á meðan hann var að veiðum setti ég saman flugstöngina mína beitti maðki og kastaði þvert á strauminn, beið þar til að línan hafði rétt úr sér, dró inn slakann, þrjú til fjögur vöf inn á hjólið, lagði stöngina ofan á veiðitösku mína og beið átekta. í víkinni myndaðist dálítill livammur. Áin ber með sér frækorn og sum þeirra festa rætur, þau liarðgerðustu, sem hafa öðlast mátt lífsins frá náttur- unnar hendi í æðra skilningi en mér er fært að færa í letur. Vinur og veiðifélagi okkar, Haukur Baldvinsson, garðyrkju- rnaður í Hveragerði, hefir stungið niður nokkrum víðisprotum hér í víkinni, og reyndar víðar, þeir una sér sæmilega, lifa vel, en fer lítið fram. Ég skal fúslega játa að mér hefur láðst að gefa þeim áburð. Það stendur mér næst, ég á lítinn veiði- kofa á næstu grösum og gnægð áburðar. Ég ætla að bæta úr þessu. Afsökun mín er, að veiðin tekur hug minn allan. Við tökum okkur sæti í hvamminum, sennilega höfum við báðir verið að yfir- vega hversu mjög náttúran er örlát, ef Hrtu nú viss um að Jiií verðir ekki of seinn? aðeins finnst afdrep fyrir næðingum og norðanátt. Við gerðumst nú matlystugir og fór- um að athuga hvað fyndist í pokahorn- inu. Þetta varð allsæmilegur árbítur og eins og oft var lukkan okkur hliðholl. Ég átti tvær ölflöskur og hann bar dýr- indis fleyg um öxl og innihaldið var ósvikinn Skoti. Við fengum okkur dálít- i'ð til að auka matarlystina. Ölið notuð- um við með árbítnum og við urðum rnettir. Ég þakkaði honum fyrir allar hans góðu leiðbeiningar, sem ég hef reynt að hagnýta mér síðan, og veiðipokinn hefur oft verið meiri að vöxtum, en ella hefði orðið. Þakkað veri hans góðu og ein- lægu tilsögn. Á meðan við snæddum liafði ég geng- ið að flugustönginni minni. Ég lagði frá mér brauðsneið á meðan ég tók inn línuna og hagræddi beitunni, kastaði aftur út og lagði stöngina á veiðipokann minn, gekk síðan til félaga míns og gleymdi brauðsneiðinni, þar sem ég hafði lagt hana hjá veiðistönginni. Við settum okkur á grasið í hvamminum og tókum tal saman. Hann vekur máls á því, að ég hafi lagt út línuna á flugustöng- inni. Honum fannst víst að þetía væri nokkuð skrítin aðferð, svo ekki sé fastar að oúði kveðið, og segir: „Er þetta líka hægt?“ Ég svaraði, að þessi aðferð reynd- ist stundum all góð, og það sem ég teldi henni sérstaklega til gildis, væri að við færumst ekki á mis, eins og oft vill verða þegar báðir rása. Ég skýrði einnig fyrir honum, að hér væru aðrar áðstæður en í laxám yfirleitt, þar sem hér væri einungis um göngufisk að ræða. Undir 30 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.