Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 15

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 15
lengri línu í fyrstu rokunni eftir því sem árin yrðu fleiri. Brátt tók ég áð leiða hugann að því, hvort víst. væri að ég yrði nú alla ævina við einhverja veiðiá. Tif þess að tryggja það, réði ég mig sem daglaunamann hjá skógarsveitinni. Það var dásamlegur tími. Við höfðum alltaf bækistöð við einhverja á. Stundum voru hyljirnir, þótt tærir væru eins og loftið, svo fullir af eins og tveggja punda fiski, áð sandrákirnar á botninum sáust ekki fyrir grænni, iðandi fiskbreiðunni. Innan um var svo einn og einn risabolti á lengd við mann. Tæki einhver agnið þitt, var eins og þú hefðir fest í kletti og hann sleit allt af þér. Já, ég hef fengið smjörþefinn af þeim fyrr og síðar, þess- um náungum, hverju nafni sem þeir nefnast. Ég er ek'ki í vafa um það, að sum seið- in, sem ég var með í dósinni fyrsta dag- inn minn við ána, hafa lent í gini krókó- dílanna, einkanlega þeirra, sem lifa ein- vörðungu á fiski, gagnstætt hinum, sem krækja sér stundum í menn. Og sum hinna, sem í dósinni voru, hafa eflaust orðið einliverjum veiðiþjófnum að bráð. Á unglingsárum mínum sá ég einu sinni skógartjörn, sem einhver ættflokk- ur hafði kastað í eitruðum berjum. Hví- líkir óhófs morðingjar! Dauðir fiskar flutu um allt vatnið — miklu meira en þörf hafði verið fyrir. Þessir skógarbúar höfðu hirt það sem þeim nægði og látið afganginn eiga sig. Nú á dögum nota þeir vitanlega ekki eitruð ber, heldur sprengiefni, sem þeir stela frá vegavinnu- mönnunum. Ég næ ekki upp í nefið á mér fyrir vonzku þegar ég sé þá. En ætlir þú að halda því fram, að fisk- urinn minn hafi hlotið þennan dauð- daga, þá get ég frætt þig um hið gagn- stæða. Hann lifði. Hann komst líka undan fiskierninum og otrinum. Þegar ránfugl- inn flögraði með ánni og reyndi að forð- ast að láta skuggann sinn falla á vatnið, varaði fiskurinn minn sig samt á honum og lagðist undir framslútandi klöpp, þar sem ránsklærnar náðu ekki til hans. — Þegar hann varð var við oturinn í hyln- um, flutti hann sig upp í strauminn og lagðist milli steina, þar sem oturinn gat ekki séð hann. Hann varaði sig líka á tálbeitum ann- arra veiðimanna, netum veiðiþjófanna og kjafti ránfiskanna af sínum eigin ætt- flokki. Og þegar fiskikötturinn rak lopp- una með hárbeittum klónum niður í vatnið urðu aðrir fiskar fyrir þeim en minn. Hann lifði og beið eftir mér, og eitt sinn, þegar hann var orðinn um 50 pund, hélt ég á honum milli handanna. Þegar snjórinn tekur að bráðna uppi á hálendinu, í marzmánuði, koma mikil flóð í stórárnar og þær verða kaldar, gruggugar og gráhvítar að lit. Þeir stóru fást þar aldrei á leysingatímanum. Þá fara þeir upp í litlu þverárnar, sem eiga upptök sín neðar og litast því ekki af leysingavatninu. Þannig getur maður fengið fisk í þess- um ám langt fyrir ofan þá stærð, sem eðlileg getur talizt. Þegar leysingarnar eru um garð gengnar, heldur fiskurinn aftur til heimkynna sinna, og sértu þar á þeim tíma, sem hann flytur sig, geturðu fengið dásamlega veiði. Veiðimaðurinn 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.