Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 13

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 13
Saga Mohameds Khan um þann stóra. ÍSLENZKIR stangveiðimenn vita líklega fæstir mikið um veiðiskap I Indlandi. Englendingar, sem þar hafa dvalið, hafa sumir eitthvað fengizt við stangveiði, en lítið um það skrifað. Dýraveiðarnar hafa setið í fyrirrúmi, og um þær er til fjöldi bóka. En Indverjar hafa sjálfir gaman af að veiða á stöng, sumir hverjir, þótt litlar sögur fari af því út fyrir landsteina þeirra. Draumar veiðimannsins eru þeir sömu, hvort sem hann er Indverji eða Islendingur. Saga sú, sem hér fer á eftir, er þýdd og endur- sögð úr enska tímaritinu John Bull, en þar virðist hún vera skráð eftir sögumanninum, Mohammed Khan. í þýðingunni er sneitt fram lijá hinum ind- versku nöfnum fiskanna, en um íslenzk heiti á þeim er ekki að ræða, því þessar tegundir eru vitanlega ekki til hér. Fiskurinn, sem sagan snýst aðallega um, heitir á indversku mahseer og svip- ar einna helzt til þeirrar tegundar, sem Englend- ingar nefna barbel. Ennfremur er talað um rohu, chilwa og einhverjar silungstegundir. Sagan heitir á ensku: Tlie big Green River. Ritstj. ÉG lieiti Mohammed Khan og á heima á hæðunum handan við Ambala, en ég lief dvalið mest alla ævina hér í þess- og reyndist hann 34 pund. Hængur að sjálfsögðu. Fluga Black dr. 3/0. Áður en við héldum heimleiðis skrupp um við niður að brúm aftur, og setti ég þá í 16 punda fisk á Brúarflúð. Hann var auðveldur viðfangs og ég því fljót- ur með hann. Þá sagði Héðinn: „Jæja, það gekk mun betur með þennan dreng!“ um skógum, og einhverntíma rennur upp sá dagttr, er ég veiði „boltann" mikla, sem ég ætla nú að segja ykkur frá — boltann sem .... Heyrið þið til mín fyrir beljandanum í ánni? Ég býst við að þið unglingarnir kallið mig gamlan mann. Ég hlýt að vera kominn um sjötugt, en ellimörk finn ég þó engin. Þvert á móti. Ég get hlaup- ið og prílað nákvæmlega eins og áður, og auk þess á ég enn ólokið því afreki, sem lífsdraumur minn Iiefir snúist um. Óskafiskurinn minn er í þessari á. Hann er yfir 100 pund — máske 120. Ég hef þekkt þann fisfk allt mitt líf, enda þótt ég geti ekki fullyrt að það hafi alltaf verið nákvæmlega sami fisk- urinn. Ég held þó að svo sé. Þetta er dökk-silfraður risabolti og ég vona að skugginn af honum minnki aldrei. Horfið á ána þegar hún brýst fram, djúp og straumhörð, úr gljúfrunum þar sem þessir liákar eiga heimkynni. í kolgrænni iðunni undir hvítfyssinu er þá að hitta, og svo vitanlega hvar sem er í svona ám. Þeir láta stundum síga undan straumnum niður á láglendið, en fara svo aftur alla leið upp í Hima- laya. Þeir ganga á vissum tímum fram í fjallaárnar, eins og þið vitið. Veiðimaðurinn 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.