Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Page 13

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Page 13
Saga Mohameds Khan um þann stóra. ÍSLENZKIR stangveiðimenn vita líklega fæstir mikið um veiðiskap I Indlandi. Englendingar, sem þar hafa dvalið, hafa sumir eitthvað fengizt við stangveiði, en lítið um það skrifað. Dýraveiðarnar hafa setið í fyrirrúmi, og um þær er til fjöldi bóka. En Indverjar hafa sjálfir gaman af að veiða á stöng, sumir hverjir, þótt litlar sögur fari af því út fyrir landsteina þeirra. Draumar veiðimannsins eru þeir sömu, hvort sem hann er Indverji eða Islendingur. Saga sú, sem hér fer á eftir, er þýdd og endur- sögð úr enska tímaritinu John Bull, en þar virðist hún vera skráð eftir sögumanninum, Mohammed Khan. í þýðingunni er sneitt fram lijá hinum ind- versku nöfnum fiskanna, en um íslenzk heiti á þeim er ekki að ræða, því þessar tegundir eru vitanlega ekki til hér. Fiskurinn, sem sagan snýst aðallega um, heitir á indversku mahseer og svip- ar einna helzt til þeirrar tegundar, sem Englend- ingar nefna barbel. Ennfremur er talað um rohu, chilwa og einhverjar silungstegundir. Sagan heitir á ensku: Tlie big Green River. Ritstj. ÉG lieiti Mohammed Khan og á heima á hæðunum handan við Ambala, en ég lief dvalið mest alla ævina hér í þess- og reyndist hann 34 pund. Hængur að sjálfsögðu. Fluga Black dr. 3/0. Áður en við héldum heimleiðis skrupp um við niður að brúm aftur, og setti ég þá í 16 punda fisk á Brúarflúð. Hann var auðveldur viðfangs og ég því fljót- ur með hann. Þá sagði Héðinn: „Jæja, það gekk mun betur með þennan dreng!“ um skógum, og einhverntíma rennur upp sá dagttr, er ég veiði „boltann" mikla, sem ég ætla nú að segja ykkur frá — boltann sem .... Heyrið þið til mín fyrir beljandanum í ánni? Ég býst við að þið unglingarnir kallið mig gamlan mann. Ég hlýt að vera kominn um sjötugt, en ellimörk finn ég þó engin. Þvert á móti. Ég get hlaup- ið og prílað nákvæmlega eins og áður, og auk þess á ég enn ólokið því afreki, sem lífsdraumur minn Iiefir snúist um. Óskafiskurinn minn er í þessari á. Hann er yfir 100 pund — máske 120. Ég hef þekkt þann fisfk allt mitt líf, enda þótt ég geti ekki fullyrt að það hafi alltaf verið nákvæmlega sami fisk- urinn. Ég held þó að svo sé. Þetta er dökk-silfraður risabolti og ég vona að skugginn af honum minnki aldrei. Horfið á ána þegar hún brýst fram, djúp og straumhörð, úr gljúfrunum þar sem þessir liákar eiga heimkynni. í kolgrænni iðunni undir hvítfyssinu er þá að hitta, og svo vitanlega hvar sem er í svona ám. Þeir láta stundum síga undan straumnum niður á láglendið, en fara svo aftur alla leið upp í Hima- laya. Þeir ganga á vissum tímum fram í fjallaárnar, eins og þið vitið. Veiðimaðurinn 11

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.