Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 26

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 26
Opið bréf til Stangaveiðifélagsins Papa frá Karli Halldórssyni. ÞAÐ mun hafa verið árið 1947, að ég kom í fyrsta sinn með veiðistöng að Laxá í Dölum. Fékk ég þá tveggja daga leyfi fyrir þrjár stengur á efra svæðinu. Kristinn Kristjánsson hafði þá útleigu Laxár á hendi, eða þangað til stanga- veiðifélagið Papi var stofnað. Sumarið 1948 fékk ég sex daga veiði- leyfi í ánni, tvo daga fyrir þrjár stengur á neðri hluta og fjóra daga fyrir fjórar stengur á efri hluta. Þegar á því ári, færði Kristinn það í tal við mig, að sér fynndist rétt að stofna félagsskap um ána, og spurði mig hvort ég mundi ekki vilja vera með í slíku. Taldi ég hugmyndina heillaráð og lét í ljós ákveðinn vilja um að fá að vera með í slíkri félagsstofnun. Næsta sumar á eftir var ég enn með sex veiðidaga í ánni. Sá ég alltaf betur og betur, hversu nauðsynlegt það var, að myndað yrði félag, sem hefði það mark- mið, fyrst og fremst, að rækta Laxá upp, bæta öll skilyrði, opna laxinum ána og gera sem viðkunnanlegastan aðbúnað þeirra manna, sem fengju tækifæri til að eyða frídögum sínum við stangaveiði þar. Við Kristinn ræddum oft þetta mál. Sagði hann mér svo að félag yrði stofnáð og ákveðið væri hverjir þar yrðu. Var ég einn af þeim. Nú beið ég eftir fundarboðun. En allt í einu fæ ég þá frétt að búið sé að stofna félagið, og Karl Lárusson hafi verið kos- inn formaður. Eg náði tali af lionum og spurði, hvort ég væri ekki einn af félagsmönnum. Kvað hann nei við því, annar maður hefði ver- ið tekinn í minn stað, vegna þess að ég kom ekki á fundinn. Ég spurði, hvers- vegna ég hefði þá ekki verið boðaður. Hann sagði að það hefðu tveir menn átt að gera, Eyjólfur Guðbrandsson og Lárus Hansson, og sér hefði ekki komið annað til hugar en ég liefði fengið boðin. Ég átti þá tal við Lárus, sem nú er horfinn sjónum okkar. Viðurkenndi hann rétt orð Karls Lárussonar, og að þetta hefðu orðið algjör mistök milli sín og Eyjólfs, hefði hvor um sig haldið að liinn hefði boðað mér fundinn. Þegar hér var komið sögu, lýsti for- maðurinn því yfir við mig, að auðvitað héldi ég veiðidögum í Laxá á svipaðan liátt og áður, eða sem næst mínum eigin óskum. í sama streng tók Lárus heitinn, enda mun liann hafa átt góðan þátt í því máli, meðan hans naut við. Þegar svo Haraldur Sigurðsson, núver- andi formaður félagsins, tók við foryst- unni, þyngdist þegar fyrir fæti hjá mér með veiðileyfi. T. d. hætti ég eftir það, að 24 Veibimaburinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.