Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 29

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 29
landi, en í eitt skiptið tók félagi minn mig með sér inn í Elliðaár til þess að sýna mér laxveiði. Þá dró ég minn fyrsta lax. Svo getið þið nú getið ykkur til um á- framhaldið. Ég keypti mér strax veiði- stöng og allt tilheyrandi og notaði eftir það hverja frístund og livert tkifæri til að renna fyrir lax, þó nærri eingöngu með flugu, því að með ltana byrjaði ég og luin hefur alltaf reynzt mér bezt. Allan þenn- an tíma veiddi ég nær eingöngu í Elliða- ánum, því að ekki var mögulegt að fara langt frá bænum þar eð viðdvölin í landi var vanalega svo stutt. Þá var alltaf hægt að komast að í Elliðaánum. Aðsóknin var í þá daga ekkert lík því sem nú er. En þegar fór að þrengjast um, steinhætti ég að veiða þar og hef ekki gert það nú í mörg ár. Eftir það var ég nokkur ár í Kjósinni og veiddi oft vel, einkanlega á miðsvæðinu í Laxá. Þó að mér þætti ákaflega gaman að þessu, reyndist það of tímafrekt, því yfirmenn á togurum þurfa mörgu að sinna, þegar þeir eru í landi, og þess vegna datt það einu sinni í mig, að steinhætta og selja allt mitt laxveiði- tithald. Það var árið 1938. Ég fól kunn- ingja mínum að selja stöngina mína, sem var 13 feta Allcock, flugustöng, ásamt öllu tilheyrandi. Ég setti verðið á 300 krón- ur. Næst þegar ég kom í land frétti ég að hún hefði ekki gengið út, þótti of dýr. Þá hljóp í mig þrái. Það var líklega bezt að lialda áfram að veiða! Ennþá á ég þessa stöng og hefi margan laxinn dregið á hana síðan. Eftir að ég gekk í Stangaveiðifélagið sköpuðust tækifæri til að kynnast fleiri ám, og af öllum þeim ám, sem ég lieli kynnzt síðustu áratugina, finnst mér Laxá í Leirársveit sú skemmtilegasta. Að vísu er Laxá í Þingeyjarsýslu dásamlcg, en ég hefi aldrei verið sérlega Ireppinn þar. Samt fékk ég þar stærsta laxinn, sem ég hef veitt, 27 pd. liæng, árið 1943. Þegar ég nú lít yfir liðin ár og hugsa til allra þeirra landa, allra þeirra skemmtistaða og allrar þeirrar náttúru- fegurðar, sem ég heli séð erlendis, þá finnst mér það blikna í samanburði við íslenzkar laxveiðiár, því að þar hefi ég eytt mörgum af mínum ánægjulegustu frístundum.“ • Veiðimaðurinn óskar Sigurði til ham- ingju með þessi merku tímamót í ævi hans, þótt sjálfur afmælisdagurinn sé fyr- ir nokkru liðinn. Hann er einn af virðu- legustu öldungum Stangaveiðifélags Reykjavíkur, og einn þeirra fáu, er þess- um aldri liafa náð, og stunda enn stang- veiði sem ungir væru. Myndin, sem fylgir þessum línum, er tekin af Sigurði við Ljónið í Laxá í Leir- ársveit, á afmælisdaginn. Hann er þar að þreyta einn afmælislaxinn. Forsíðumynd- in er einnig af honum. Hún er tekin Iieima við veiðihúsið. Skrifstofa S.V.F.R. að Bcrgstaðastræti 12B, verður framvegis opin á mánudögum kl. 5—6 e. h. Sími 19525. Þar er einnig afgreiðsla Veiðimannsins. Stjórn S. V. l'. R. Vf.iðimourinn 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.