Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 9

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 9
Ég sat á mér stundarkorn og fann, að hann var alltaf við. Ég taldi upp að 60 og brá síðan við honum, og hann var fastur. Nú var um að gera að vera rólegur og muna allar ráðleggingarnar, þó að það væri erfitt, þegar ein hugsunin rak aðra: Hvað ætli þau segi, þegar ég kem með laxinn uppeftir? Hvernig ætli upplitið verði á körlunum, þegar ég, strákpattinn, verð búinn að fá 2 laxa, en þeir engan? Ég þurfti ekki að velta því lengi fyrir mér, því að nú heyrðist hrópað út um glugga: „Hann er með ’ann drengur- inn!“ Stuttu síðar kom allur skarinn hlaupandi. Einn bar veiðistöng, stökk út á steininn og fór að veiða, svo að ég varð að forða mér hið fyrsta, því að steinninn rúmaði illa tvo, sérstaklega þar sem ég var með lax á og þurfti mikið svigrúm. Ekki voru ráðin spöruð frekar en fyrr, enda er sá veiðimaður ekki til, sem ekki er ráðlagt af veiðifélögum sínum undir svona kringumstæðum, liversu reyndur sem hann annars er. Ekki tók það ýkja langan tíma að þreyta laxinn, enda var hann sennilega nýkominn úr sjó, ef til vill þá um nótt- ina. Eftir stundarkorn sneri hann mag- anum upp og var auðveldlega dreginn á land. Hann var þegar veginn og reyndist 14 pund. (Hann hefur heldur ekki stækk- að mikið; a. m. k. voru það þá 14 ensk pund). Nú hefur hinum sennilega þótt nóg um, en pabbi og mamma voru hin hreyknustu, og ég lét drýgindalega og gerði lítið úr veiðimennsku hinna. Ekki veiddist meira af steininum, og var þó mikið reynt, bæði af mér og öðr- um. Þennan dag veiddist einnig annar lax. Ekki man ég, hversu mikil veiðin var alla dagana; sennilega milli 20 og 30 laxar. Það er nú varla mikið, en veður- blíðan bætti það upp, enda var það henni að kenna, að ekki veiddist meira. Ég veiddi ekki fleiri laxa, enda var ég harð- „Óskasteinninrí'. ánægður. Eftir fimm daga dvöl fórum við svo aftur í bæinn, og tel ég þetta tví- mælalaust unaðslegustu daga ævi minnar. Nokkrum árum seinna kom ég aftur til Miðfjarðar, en þá var öðruvísi umhorfs á „Óskasteininum“, meira vatn í ánni og enginn lax þar, enda reyndi ég lítið þarna, en annars veiddi ég vel í það skipt- ið, já, mjög vel, en það er önnur saga. Lýkur hér svo sögu minni, og þökk sé þeim, sem lásu. V I Ð Á N A Veiðimannsins von og þrá vakir meðan elfur renna, fjöllin rísa fagurblá, fossar sina strengi slá, sindrar gull í silungsá, sjafnarlog i hjörtum brenna. Veiðimannsins von og þrá vakir meðan elfur renna. K. H. Veiðimaeurinn 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.