Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 31

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 31
legra. Þér kastið línunni í boga upp á við og þannig kemur beitan þungt nið- ur á vatnsflötinn. Þér eigið að kasta í boga niður á við. Með því móti hækkar agnið í smásveig upp á við um leið og kastið er að vetða á enda runnið, beitan leggst á vatnsflötinn, lífræn og eðlileg, allt eftir leikni og ef til vill sálar- ástandi veiðimannsins. Svo er það nú toppurinn hann hefur sínu ákveðna hlut- verki að gegna. Með því að hreyfa hann mjög liægt upp og niður kemur hreyfing á beituna. Það liggur í augurn uppi að fiskar synda varla beint strik. Lífræn lireyfing myndast einmitt með því að lireyfa toppinn örlítið. Við komum nú að veiðihjólinu og fiskilínunni. Það er augljóst, að ef rnaður vindur línuna upp á veiðihjólið stanzlaust, þá fær fiskurinn mjög takmarkaðan möguleika til að Jilaupa á agnið. Aftur á móti, ef við gef- um honum tíma með þeim hætti, að um leið og við byrjum að vinda línuna inn á hjólið, teljum við: 1—2—3 og allt upp í 5 til 6 og stönzum andartak og liöldum þannig áfrarn þar til Jínan er öll, fer vart hjá því að fiskur hlaupi á agnið, ef liann er á annað borð viðlátinn. Við heyrum rnenn oft segja: „Hann tók rétt við fætur mér,“ og það sannar að línan var of ört undin inn á veiðihjólið og enginn möguleiki skapaðist fyrr en ljeitan hægði á sér aí eðlilegum ástæðum. Mig langar til að segja yður frá minni fyrstu veiðiferð. Ég notaði kaststöng, eins og við gerum nú. Vinur föður míns hafði boðið okkur að dvelja á sveitarsetri sínu um eina helgi. Hann átti ítök í veiðiá. Við héldum af stað niður áð ánni snemma á sunnudagsmorgni. Veður var fagurt og smáar vindgárur ýfðu yfirborð vatnsins öðru hvoru. Mér var vísað á veiðistað og þeir liurfu mér síðan sjónum. Ég kastaði þvert á strauminn eins og ég hafði séð aðra gera. Ég fékk engan fisk, þó fannst mér eitt sinn vera þrifið í beit- una. Nú eftir fjölda ára er ég ekki viss um, hvort það var fiskur eða bara fóstur- jörðin. Þeir komu nú labbandi til mín og voru kampakátir, þeir höfðu fengið nokkra veiði. Faðir minn spurði: „Hefur þú orðið var?“ Ég ætlaði að svara honurn, en gestgjafi okkar varð fyrri til. Hann mælti svo: „Sérðu hvernig hann ber sig að. Það er rétt eins og að hann sé að mala kaffi fyrir önnnu sína, svo ört vind- ur liann línuna inn. Nýgenginn fiskur hefði ekki roð við honum, að við ekki tölum um fiskinn hér, sem er leginn og auk þess hreinustu letingjar“. Hér er sagan öll. Ég man aðferðir þær, sem ég hefi greint frá, ungur að árum, og vil ég nú miðla yður af reynslu minni. Fi til vill getið þér svo miðlað öðrum og takist svo vel til, þá er betur farið en heima setið“. Hann gekk nú mjög rólega að pjönkum sínum og fór að losa um kaststöngina. Mér var það verulegt áhugamál að skoða veiðitæki hans. Kaststöng,in var í tveimur pörtium. Hardy Marshall, lengd ca. 9 fet. Hjólið sem liann notaði í þetta skipti var „Pflueger supreme“. Auk þess hafði liann meðferðis Hardy-kasthjól, sem ég get ekki lýst frekar, þar sem hann leysti það ekki úr umbúðum. Hann gekk nú rólega út á klöppina og virti umhverfið fyrir sér, kastaði síðan beitunni sem var „Devon minno“ og dró að landi þriggja punda sjó- Inrting. Það þarf ekki áð orðlengja það V’HÐIMAÐURI.NN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.