Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 36

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Blaðsíða 36
Fiskurinn var hættur að taka, en ég rölti þó þarna eftir mýrarbakkanum og kastaði við og við um leið og ég gekk, þangað til ég fann allt í einu, að ég hafði fest í stærri fiski en ég hafði orðið var við það sem af var þessum degi. Ég þreytti hann þangað til hann lagðist á hliðina og ætlaði þá bæði að hálf lyfta honum og hálf draga hann yfir slýbelti, en þá heyrði ég svolítinn smell, örlítið skvamp og síð- an rétti stöngin úr sér! í sama bili heyrði ég niðurbældan hlátur og leit við. Rétt fyrir aftan mig og dálítið til hægri sat gamli maðurinn, sem ég hafði átt hinn óskemmtilega fund með skömmu áður. Nú virtist liggja miklu betur á honum. „Það er óþægilegt að landa þeim hérna“, mælti hann. Ég kinkaði kolli. „Er þetta indverskur cheroot, sem þér eruð að reykja?“ spurði hann. „Já,“ svaraði ég þurrlega. „Og reykir hann meira að segja alveg upp!“ sagði hann eins og við sjálfan sig. „Eruð þér í orlofi?" Ég leit á hann aftur. Já, auðvitað — hann var gamall uppgjafa herforingi úr indverska hernum. Hafði ekki Frazer kallað hann „ofurstann“? Ég var stein- hissa á glámskyggni minni. Framkoma hans öll, hörkusvipurinn, brúni liturinn og hrnkkurnar aftan á hálsinum — það leyndi sér ekki. „Já“, svaraði ég, og mér var sam- stundis runnin öll reiði, því svona fljótt segja þau til sín bróðurböndin milli þeirra manna, sem hafa dvalist þarna eystra. „Má ég bjóða yður einn, herra?“ bætti ég við, um leið og ég dró upp vindlahylkið og rétti honum. Þannig hófst kunningsskapur okkar. Það leið ekki langur tími unz ofurstinn — sem ég ætla að kalla Mulligatawny — bauð mér að flytja með föggur mínar úr gistihúsi Frazers í hið einkar notalega veiðihús sitt, þar sem þessi nýi vinur minn dvaldi að jafnaði mestan hluta ársins. „Ég var alltaf skógargöltur", sagði hann méð afsökunarbrosi, „og mér er al- veg nóg að skreppa til bæjarins við og við eða fara í stuttar heimsóknir til þess- ara fáu gömlu fauska úr mínum hópi, sem hafa sezt að í Englandi. Þú getur kallað þetta heimili mitt!“ — og um leið og hann sagði þetta, lyfti hann brúnni, ellihrukkóttri hendinni, benti út yfir svipþungar hæðirnar, luisið, umgirt trjám og iðjagrænum grasvelli, og lygnan enda víkurinnar, sem endurspeglaði dökk furutrén, og þar sem litla skemmtisnekkj- an hans lá við duflið sitt. Ég ætla ekki að tefja frásögnina með því að lýsa nákvæmlega þessari óviðjafn- anlegu mánaðardvöl minni í Alt-na- skiach — hinum bráðskemmtilegu dýra- veiðum, haust-Iaxveiðinni eða skemmti- ferðunum á snekkjunni meðfram vestur- ströndinni með sinni sérkennilegu heill- andi fegurð, þar sem þrumandi Atlanz- hafið teygir sig inn í hvern krók og kima. Ég mun ávallt minnast þessara daga með mikilli gleði og þakklátum huga, og yfir þeirri minningu er sérstak- ur ljómi frá daglegum samvistum við mann, sem var í óvenjulega ríkum mæli gæddur háttprýði og persónutöfrum, sem nú virðast orðnir fremur sjaldgæfir eigin- leikar. Mér varð mjög hlýtt til Mulligat- awnys gamla. Þegar ég heyrði lát hans 34 Vehhmabuunn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.