Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Page 39

Veiðimaðurinn - 01.09.1958, Page 39
„Ég sé að orð mín valda þér miklum heilabrotum, drengur minn. Það væri því kannski réttast að opna kistuna, áður en við höldum lengra, og líta á það sem þar er geymt“. Um leið og liann sagði þetta, stakk Jrann hendinni niður í vasann og dró þaðan upp stakan, þungan lykil, ein- kennilegan í lagimr. Dauft bros færðist yfir andlit lrans, hann stóð upp og ég gekk á eftir honum yfir gljábónað gólfið. Húsinu liafði verið læst undir nóttina og ganrla ráðskonan var löngu gengin til náða. F.ina mannveran á fótum, auk okk- ar, var því Abdul gamli Ghani, sem hafði borið okkur vínið fyrr um kvöldið, en hann lá nú sennilega, að sið landa sinna sofandi á búrgólfinu í hinum enda húss- ins. Vindar Atlantshafsins ýlfruðu ámát- lega umhverfis húsið, hristu og skóku greinar furutrjánna og lömdu lágvöxn- um vafningsviðnum reiðilega við dimm- ar rúðurnar. Ofurstinn lagðist á linén framan \ ið kistuna. Lykillinn gekk stirðlega inn í skráargatið, enda langt síðan það hafði verið notað. Lokið var stirt í lrjörunum, svo honum reyndist dálítið erfitt að lyfta því, og þess vegna gekk ég nær, til þess að rétta hjálparhönd, en þá gaf það skyndilega eftir og hrökk upp með dálitl- um rykk. Á næsta andartaki hrökk ég til baka, með uppglennt augu, og rak upp skelf- ingaróp! Undarlegan, þungan þef lagði upp úr kistunni, sem hafði verið svo lengi lokuð, og þessi þefur bar hug minn með leiftur- hraða yfir allar þær þúsundir mílna, sem nú skildu mig frá lrinum ilmsterku Aust- urlöndum. Það var hinn ólýsanlegi ilmur pálmaolíunnar og sterki olíuþefur, sem leggur af öllum bræðrum vorum þar aust- urfrá. Ofurstinn greip um liandlegginn á mér um leið og ég hörfaði undan: „Rólegur, drengur minn, rólegur!" sagði lrann og hló stuttum, þurrum hlátri. „Reyndu að standa á fótunum, Alastair!" hrópaði hann með myndugleik. „En hamingjan góða, ofursti!" stundi ég upp. „Þetta var svo óvænt! Hvers vegna bjóstu mig ekki undir þetta?“ maldaði ég í móinn og brosti eins og hálfviti, meðan sá gamli gekk upp og nið- ur af innibyrgðum hlátri og sneri upp á grátt yfirskeggið fullur kátínu. „Glas af víni lianda herra Alastair!" sagði ltann á indversku. Ég sneri mér snöggt við og sá að garnli þjónninn stóð rétt fyrir aftan okkur í indverskri kveðju- stöðu, þögull og óræður á svip. „Ég vissi að þetta mundi draga hann að“, sagði Mulligatawny og linykkti höfð- inu í áttina til Abduls Ghani, til merkis um að hann ætti við ltann, meðan garnli þjónninn var að liella portvíninu í glas- ið nritt. „Jhápoo var sjaldan í vandræð- um með að liafa upp á þeim!“ „Ég drekk þá minni Jhápoos!“ ltróp- aði ég um leið og ég renndi út úr glasintt og fann heitt blóðið streyma aftur um æðar mínar. „Skál fyrir Jhápoo! — og ég vona að ellin hrósi aldrei sigri yfir hon- um“. „Heyr, Alastair!" hrópaði ofurstinn og klappaði á bakið á mér. „Ég segi þér satt, drengur rninn, að sá sem ég lék þetta við síðast — eða ætti ég heldttr að segja síð- Vf.iðimaðurinn 37

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.