Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 8

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 8
BJARNI R. GESTSSON: Vestftii úr Dölum* Haukadalsá. ÉG heíi verið við veiðar í Haukadalsá í Dölum í ellefu sumur, og þykir mér því tilhlýðilegt að minnast hennar að nokkru enda á ég þaðan margar minningar, eins og að líkum lætur. Og þótt veiðin hafi gengið misjafnlega, eins og oft vill verða, á liver veiðiferð sínar endurminningar. Ég hefi venjulega farið þrjár veiðiferð- ir á surnri, í júní, júlí og ágúst. Venju- lega er veiðin bezt í júlí, þó getur það brugðist. Aftur á móti veiðist vel í ágúst, ef laxinn gengur seint. I veiðiferðum í júlí hefur veiðin, í 4 daga á 2 stengur, verið frá 4 löxum upp í 32 og þar á milli. Haukadalsá er frekar hæg á til veiða. Hún er á að gizka 7—8 krn. löng. Engar torfærur fyrir laxinn, enda er hann fljót- ur að renna sér upp í vatnið, sem er sam- nefnt ánni og heitir Haukadalsvatn. Það er töluvert stórt um sig. Dýpi þess hefur nýlega verið mælt og reyndist það 42 m. eða botninn 9 m. undir sjávarmáli. Um pað svo dkaflega lítið, sem ég geti hlakk- að til. Eg kenni undarlegs tómleika“. Jceja, er pað nokkuð undarlegt, pótt venjulegu fólki pyki veiðimenn kynleg- ir kvistir? GLEÐILEGT SUMAR! Ritstj. veiði í vatninu er mér ekki kunnugt, en þó munu bændur veiða þar eitthvað smá- vegis af bleikju í lagnet. Það er frekar hrjóstrugt í kringum ána og náttúrufegurð ekki mikil, þó er þar á nokkrum stöðum breytilegt og sér- kennilegt landslag. Víða eru hvammar og bollar þar sem gott er að hvíla sig og leita skjóls í norðaustan áttinni, sem oft er ríkjandi þarna við ána, og oft er kald- ur gusturinn, þegar hann stendur ofan af Þverdalnum. En það er allstaðar fallegt þegar vel veiðist. Nú ætla ég að biðja þig, lesandi góður, að fylgjast með mér niður með ánni. Ég ætla að lýsa fyrir þér veiðistöðunum, eft- ir því sem þekking mín nær. Við leggjum af stað frá vatninu. Rétt fyrir neðan þar sem áin fellur úr vatninu, er fyrsti veiði- staðurinn, Vatnskvörnin. og skammt þar fyrir neðan er Vilki, skemmtilegur veiði- staður, sérstaklega með flugu. Áin breiðir þarna úr sér, dýpi nokkuð, löndunarskil- yrði ágæt, festur engar. Þarna hafði áður fyrr legið mikið af laxi, en ekki hefur ver- ið mikið um liann þar, eftir að ég fór að stunda veiðar í ánni, utan eitt sumar, mig minnir áð það hafi verið sumarið 1949. Þá voraði seint. Það voru vorkuldar fram í rniðjan júní. Þá brá til bata með vægri úrkomu og miklum hitum. En snjór var 4 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.