Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Síða 9

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Síða 9
töluverður í fjöllum, svo að vatnsmagn var allmikið í ánni fram eftir surnri. Er ég var þar unr miðjan júlí, var áin ennþá skolug af leir úr vatninu. Þá var nrikill lax í \rilka og Vatnskvörninni. Sérstak- lega minntist ég síðasta morgunsins. Þá fórum við upp í Vilka, en eftir skamma stund urðum við að hrökklast þaðan. Það var logn og sólskin og flugan var svo á- leitin við okkur, að við tókum þann kost- inn að flýja heinr í kofa, en höfðum þó fengið tvo laxa, 12 og 13 punda. Við liét- unr því að hafa nreð okkur flugnanet næst, svo við þyrftunr ekki að hrekjast úr nægri veiði vegna mývargsins. Þegar við höfðum jafnað okkur eftir árásina, fór ég niður nreð á, en félagi nrinn varð eftir, og hafði við orð að fara uppeftir aftur, ef kulaði þegar liði á dag- inn. Eg kom aftur unr hádegið með 3 laxa, og var þá félagi minn hvergi sjá- anlegur, og þóttist ég vita, að hann hefði farið uppeftir, og reyndist það svo. Konr hann skömmu síðar með 2 laxa. Hafði hann fengið annan í Vilka, en hinn í Vatnskvörninni. Hann hafði verið svo heppinn, áð finna gamlan grisjupoka ut- an af kjöti, þvoði lrann og notaði fyrir flugnanet. Stærri laxinn sagðist hann hafa fengið á flugu í Vatnskvörninni, og vóg hann 13 pund. Hafði hann strikað alla leið niður í Vilka og þar yfir undir land. Hafði þá komið eins og flóðalda, því að þar lrafði legið laxatorfa og orðið fyrir styggð, þegar laxinn strikaði yfir. Það var því mikið af laxi í Vilka þá. Fyrir neðan Vilka kvíslast áin og er nokkur spölur að næsta veiðistað, Sel- fljótinu, sem sunrir kalla Breiðuna, en kunnugur nraður á næsta bæ við ána nefndi þáð Selfljót, og held ég mér við það. Selfljótið er skemmtilegur veiðistað- ur, eins og Vilki, en ekki liggur þar yf- irleitt nrikið af fiski, enda grunnt og lygnt þegar áin er vatnslítil. Þó liggur lax stundunr niður undir brotinu, og stanzar Selfljótið. — l.jósm. Sig. Haraldss. þar aðeins, þegar hann kemur upp úr strengnum. Fyrir neðan Selfljótið beygir áin til norðurs. Þar eru Strengirnir, Efri og Neðri Strengur. Þar er brúin yfir ána á veginum franr í Haukadalinn, og er hún á nrilli strengjanna. Strengirnir voru áð- ur taldir nreð beztu veiðstöðununr í ánni, en hafa ekki gefist eins vel eftir að brúin kom, og veldur því sennilega umferðin. Þó er neðri strengurinn sjaldan laxlaus eftir að hann er farinn að ganga, því þar eru rennur og gjótur, sem hann liggur í. Lax stöðvast síður í efri strengnum, þó nrá oft fá þar góða veiði, og bleikja ligg- ur þar oft, og hefir hann reynst mér happasæll veiðistaður. Næsti staður fyrir neðan Strengina er 5 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.