Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Qupperneq 10

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Qupperneq 10
Hornið, oft góður veiðistaður fyrri part veiðitímans, en fiskur stanzar þar lítið. Þar skammt fyrir neðan er Blóti. Þar liggur brúin á vesturlandsveginum yfir F.fri Strengur. — Ljósni. Sig. Haraldss. ána. Þar fellur Þverá í Haukadalsá, en hún kemur ofan úr Þverdal, vatnslítil, grýtt og gróðurlaus, en getur oft vaxið skyndilega og orðið ótrúlega vatnsmikil. Áður rann aðal kvíslin niður í Blóta, en á seinni árum hefur hún breytt sér og rennur nú í smákvíslum ofan í ána. í Blóta er oft mikið af laxi og liggur hann þar allt sumarið. Ferðafólk stansar oft til að horfa á laxamergðina undir brúnni. Heldur tekur laxinn illa í Blóta, þó liafa sumir veitt þar vel, sem eru nógu þolin- móðir. Blóti er djúpur liylur, töluvert straumkast efst í hálsinum þar sem áin fellur í liann, en lygnari þegar kemur niður undir brúna. Næst er Kvörnin, er um árabil var tal- in einn bezti veiðistaðurinn í ánni, en hefur brugðizt í seinni tíð. Þar á bakk- anurn var tjaldstaður veiðimannanna áð- ur en veiðihúsin voru byggð. Fyrir neð- an Kvörnina er smástrengur, er gefur stundum fisk, en ekki veit ég nafn á hon- um. Þá eru Svörtuloft, grýttur strengur og nokkuð veiðisæll. Eggert, fallegur strengur, en fiskur stanzar þar yfirleitt lítið. Myrkhylur, alldjúpur, lygn og send- inn í botninn, en ekki gefur hann mikla veiði; helzt veiðist efst í hálsinum og niðri í útfallinu. Berghylur er með betri veiðistöðum í ánni, að sunnan er malar- eyri og góð aðstaða til veiða, en að norð- an er hátt berg, 5—6 mannhæðir, og því frekar erfið aðstaða til veiða þeim megin. Það eru þrír möguleikar til þess að renna í hylinn: fyrst að fara niður ofan við bergið og renna niður með því, en það er töluvert langt rennsli og maður er í sjálf- heldu, ef laxinn strikar niður ána, annar er að fara niður fyrir neðan liergið og upp með því, en þá á maður á hættu að styggja laxinn, í þriðja lagi má renna ofan af berginu, og þá aðferð hefi ég oft- ast notað og veitt margan lax bæði á flugu og maðk. Fyrir neðan Berghyl skiptir áin sér í Berghylur. — l.jósm. Sig. Haraldss. 6 Veiðimaðurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.