Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Qupperneq 10
Hornið, oft góður veiðistaður fyrri part
veiðitímans, en fiskur stanzar þar lítið.
Þar skammt fyrir neðan er Blóti. Þar
liggur brúin á vesturlandsveginum yfir
F.fri Strengur. — Ljósni. Sig. Haraldss.
ána. Þar fellur Þverá í Haukadalsá, en
hún kemur ofan úr Þverdal, vatnslítil,
grýtt og gróðurlaus, en getur oft vaxið
skyndilega og orðið ótrúlega vatnsmikil.
Áður rann aðal kvíslin niður í Blóta, en á
seinni árum hefur hún breytt sér og
rennur nú í smákvíslum ofan í ána. í
Blóta er oft mikið af laxi og liggur hann
þar allt sumarið. Ferðafólk stansar oft til
að horfa á laxamergðina undir brúnni.
Heldur tekur laxinn illa í Blóta, þó liafa
sumir veitt þar vel, sem eru nógu þolin-
móðir. Blóti er djúpur liylur, töluvert
straumkast efst í hálsinum þar sem áin
fellur í liann, en lygnari þegar kemur
niður undir brúna.
Næst er Kvörnin, er um árabil var tal-
in einn bezti veiðistaðurinn í ánni, en
hefur brugðizt í seinni tíð. Þar á bakk-
anurn var tjaldstaður veiðimannanna áð-
ur en veiðihúsin voru byggð. Fyrir neð-
an Kvörnina er smástrengur, er gefur
stundum fisk, en ekki veit ég nafn á hon-
um. Þá eru Svörtuloft, grýttur strengur
og nokkuð veiðisæll. Eggert, fallegur
strengur, en fiskur stanzar þar yfirleitt
lítið. Myrkhylur, alldjúpur, lygn og send-
inn í botninn, en ekki gefur hann mikla
veiði; helzt veiðist efst í hálsinum og
niðri í útfallinu. Berghylur er með betri
veiðistöðum í ánni, að sunnan er malar-
eyri og góð aðstaða til veiða, en að norð-
an er hátt berg, 5—6 mannhæðir, og því
frekar erfið aðstaða til veiða þeim megin.
Það eru þrír möguleikar til þess að renna
í hylinn: fyrst að fara niður ofan við
bergið og renna niður með því, en það er
töluvert langt rennsli og maður er í sjálf-
heldu, ef laxinn strikar niður ána, annar
er að fara niður fyrir neðan liergið og
upp með því, en þá á maður á hættu að
styggja laxinn, í þriðja lagi má renna
ofan af berginu, og þá aðferð hefi ég oft-
ast notað og veitt margan lax bæði á
flugu og maðk.
Fyrir neðan Berghyl skiptir áin sér í
Berghylur. — l.jósm. Sig. Haraldss.
6
Veiðimaðurinn