Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Side 11
tvær kvíslar, og þar sem þær koma saman
heitir Systrapollur, skemmtilegur og sér-
kennilegur veiðistaður. Bergklöpp og
klettadrangar að norðanverðu, en háir
bakkar og berghólar að sunnan. Aðstaða
Systrapollur. — I.jósm. Sig. Haralriss.
þarna til veiði er góð og oft góð veiði.
Annars á það við flesta veiðistaðina í
Haukadalsá, að það eru áraskipti hvað
vel veiðist á hverjum stað, til dæmis þar
sem vel veiddist eitt árið, getur verið
laxlaust árið eftir og öfugt.
Fyrir neðan Systrapoll fellur áin til
norðvesturs og myndar breiðu, sem hefur
í seinni tíð verið nefnd Simabreiða, því
þar liggur símalínan yfir ána. Þar er oft
sæmileg veiði. Þá er Kirkjufljótið. Það
er svo um flesta veiðistaðina í Hauka-
dalsá, að þeir eru svo þétt, að það eru
aðeins brot, sem skilja á milli. Norðan
við Kirkjufljótið er hátt berg og illt að
veiða þeim megin, nema helzt á maðk,
en að sunnan er malareyri og ágæt áð-
staða. Næst er Steinbogafljótið, einn af
mínum uppáhalds veiðistöðum og hefur
oft gefi'ð mér góða veiði. Aðstaða ágæt að
norðanverðu og skemmtilegt að þreyta
þar leik við fisk. Að sunnan er há berghæð
oar aðstaða verri. Töluverður straumur
O
er efst í fljótinu og því ágætur flugustað-
ur, en dýpra og lygnara er neðar dregur.
Fyrir neðan Steinbogafljótið skiptir áin
sér, er syðri kvíslin vatnsmeiri, og efst í
henni er snotur strengur, sem oft gefur
veiði. Þar sem áin kemur saman aftur
er fljót, sem nefnt er Oddavörðufljót,
langur og fallegur strengur, en ekki eft-
ir því veiðisæll. Þó má stundum fá þar
góða veiði, þegar fiskur er í göngu. Neð-
an við strenginn breiðir áin úr sér og
fellur í grunnu broti niður i Grjótin,
sem bera nafn af því, hvað þar er stak-
steinótt og festuhætt. Hefir margur slitið
þar úr fiski og tapað veiðarfærum. En
hann tekur þar vel, þegar hittir á liann.
Birgisfljótið, þar er bergnef að norðan
en eyri að sunnan. Liggur laxinn oft við
bergið og hefur oft veiðst þar allvel, en
ég hefi aldrei verið svo heppinn að fá
Langi Strengur. — Ljósm. Bjarni R. Gcstsson.
fisk þar, og hefi ég þó fengið fisk í flest-
um veiðistöðunum í ánni.
Næstur er Langi Strengur, éða Long
Strong, eins og liann er nefndnr í daglegu
Veiðimaðurinn
7