Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Blaðsíða 20
villugjarnt, þó maður væri einn á öræfa- leiðum. Gamli jeppagarmurinn titraði og skalf eins og veiðihundur í vígahug. Var ég kominn að Dalsmynni kl. 11, því klukku- skrattinn hafði ekki roð við jeppanum, aldrei þessu vant. Guðni kom kl. 12; allt- af mínútumaður, jafnvel í veiðiferðum, en ekki bólaði á Halldóri, enda hafði hann ætlað að athuga hvort lax væri genginn í Fáskrúð og við bjuggumst við að hann væri búinn að rýna gat á laxa- gleraugun sín, þegar hann loksins kæmi. Nú voru góð ráð dýr, við vildum ekki fara á undan félaganum, þar sem hann hafði ætlað að skilja farkost sinn eftir í Dalsmynni, en það varð að ráði, að ég færi að dóla norður Holtavörðuheiði á jeppanum, en Gúðni, sem var á kappakst- ursbíl, biði eftir Halldóri. Ég hélt svo af stað, en það var einhver árans fiðring- ur í löppinni, sem stjórnaði benzíngjöf- inni og hafði ég þó farið í fótabað kvöld- ið áður. Ég setti því handbremsuna á jeppann til vonar og vara, til að fara ekki fram úr löglegum hraða. Enda hafði ég lesið það einhversstaðar, að veiðimenn ættu að hlýða lögmálinu og boðorðunum. Það er bara verst að þar sem menn kom- ust af með 10 boðorð í garnla daga, og áttu víst nóg með að halda þau, þá eru boðorðin nú til dags oiðin jafnvel fleiri en eyjar á Breiðafirði eða hólar í Vatns- dal og breytast auk þess svo ört, að sjálfur Hermann getur ekki haldið þau. En þetta var nú útúrdúr. Þarna í Norðurárdalnum var ylur í lopti og ilmur úr grasi, en þegar kom norður á Holtavörðuheiðina, fór að anda köldu norðan af Húnaflóanum og í Hrútafirðinunt var nepjusveljandi, eins og oftast, þegar ég hef verjð þar á ferð. Ég var að stanza öðru hvoru og gá til baka, taka benzín o. fl. og allt í einu sýn- ist mér koma hvirfilbylur sunnan heið- ina, en það voru þá bara þeir Guðni og Halldór. Varð þar fagnaðarfundur og skálað í íslenzkum bjór, því ökumenn mega ekki drekka neitt sterkara. Síðan höfðum við samflot það sem eft- ir var leiðarinnar. Að veiðihúsinu var komið kl. að verða þrjú. Og þarna var þá áin, sem við höfðum þráð svo lengi, hrein og tær. Laxinn sveimaði um hyljina í ró og næði, enda þóttist hann eiga ána sjálf- ur. En nú var allur veiðihugur rokinn út í veður og vind, engum fannst liggja neitt á framar og mér fannst það hálfgerð helgispjöll, að fara að narra eitthvert járnarusl ofan í þessa fallegu fiska og tosa þeim á þurrt land. Við fórum nú að kynna okkur fyrir ráðskonunni í veiðihúsinu og spyrja um veiðina í ánni. Það kom á daginn að þær fjórar stengur, sem voru að fara úr ánni höfðu fengið 7 laxa á þremur dögum. F.ftir að við höfðum drukkið kaffi fór- um við að skipta okkur á veiðisvæðið. Kom okkur saman um að láta beztu stað- ina bíða til morguns. Við Halldór fórum því fram í Núpsá, en Guðni fór í Hlíðar- foss og Kistur í Vesturá, en þar sáum við talsvert af laxi. Neðan við Núpsfossa sáum við Halldór 2 fiska. Hann renndi fyrir þá, annar gleypti beituna þegar í stað og varð svo fjörugur af bitanum að hann brá á leik og brunaði niður ána, sem var mjög’ vatnslítil og liðaðist milli steina. Ég brá undir mig betri fótunum og hentist nið- 1G Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.