Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Blaðsíða 24

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Blaðsíða 24
ánni, en 4 laxa hafði hann misst af flug- unni og var það óvanalegt hjá honum. Nú var aðeins einn vei'ðidagur eftir. Hafði ég fengið 3 laxa, Halldór 6 og Guðni 8. Varð ég að þola það, að vera talinn heldur lítill laxabani, en huggaði mig við liitt, að hafa þó stærsta fiskinn. Skoraði ég óspart á Guðna, að standa sig nú og steypa Halldóri úr veiðikóngsstöð- unni, sem hann hefur italdið mörg und- anfarin ár. Eftir miðdagsblundinn fór Guðni í Núpsá, en við Halldór á eyrarnar í Mið- Ijarðará. Ég byrjaði í Spenastreng og setti strax í fisk, sem ég landaði eftir stutta viðureign. Giskaði ég á, a'ð hann væri 12 pd. Síðan læddist ég fram á bakk- ann til að gá, hvort ég sæi fleiri, og það bar ekki á öðru, þarna blánaði fyrir breiðu baki og sporðblöðku á stærð við potthlemm. Ég valdi nú stóran og feitan ánamaðk af skozkum aðalsættum og flýtti mér að beita, skjálfandi af veiði- hug. Síðan renndi ég fyrir þessa skepnu. Ekki leið á löngu, þar til nartað var í beituna, og þó að þolinmæði sé ekki mín sterka lilið gaf ég honum góðan matfrið, en þegar ég dró af slakann fannst mér allt vera fast og bjóst við að hafa fest öngulinn í klöppinni, sem laxinn lá undir. Það var ekki beint guðsorð, sent ég var farinn að tauta við sjálfan mig fyrir klaufaskapinn. En snögglega fann ég þungan rykk og línan rauk út af hjól- inu svo söng í öllu. Ég tók líka sprettinn niður með ánni til að missa ekki allt út af hjólinu, en á brotinu neðan við hyl- inn sneri ferlíkið við og kom eins og tundurskeyti á móti mér aftur. Mátti ég liafa mig allan við að draga slakann af línunni, bara til að missa það allt út aftur, þegar laxinn var kominn framhjá, og nú hljóp ég eins og um lífið væri að tefla.upp með hylnum aftur. I strengnum ofan við hylinn lagðist skepnan fyrir föstu, en tæplega var ég búinn að kasta mæðinni, þegar hann tók aðra roku Iiyl- inn á enda. Þetta kapphlaup stóð fullan klukkutíma með smáhvíldum á milli, en þá ruglaðist eitthvað hjá honunr komp- ásinn, svo hann lenti upp á eyri neðst við hylinn og þar með var leikurinn á enda. Þegar ég lagði þennan lax við liliðina ;i þeim, sem ég fékk fyrst, fannst mér það mesti putti, sem hálfgerð skömm væri a’ð, en lrann reyndist þó 12 pd. þeg- ar ég fór að vigta þá. Sá stóri var rúm 22 pd. Það var hængur, grálúsugur. Ekki fékk ég fleiri fiska þennan dag, enda þóttist ég liafa gert vel, einkum þar sem félagarnir höfðu ekki bætt við sína veiði. Nú fór að síga á seinnihluta þess- arar veiðiferðar. Áttum við aðeins eftir veiðileyfi franr að liádegi næsta dag. Eig- inlega átti ég að vera í Vesturánni þemr- an morgun, en skipti við Guðna og fór með Halldóri í Austurána. Fór hann á efri hlutann, en ég á þann neðri. Er þar skemmst frá að segja, að ég fékk tvo laxa í Kerlingu og tvo í Hlaupunum. Voru það allt nýrunnir íiskar, 12 til 14 pd. svo ég var orðinn allklyfjaður, þegar Halldór koin með bílinn. Hann hafði sett í tvo stórlaxa, annan í Kambsfossi, en hinn í Myrkhyl og rnisst þá báða. Var nú aug- ljóst, að veiðigyðjan liafði yfirgefið hann eftir að hann skaut refinn, því eftir það fékk hann aðeins einn lax. Þennan síð- asta morgun fékk Guðni einn lax í Vest- 20 Veiðimaourinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.