Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Qupperneq 31

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Qupperneq 31
liyl. Hann kastaði nú í hylinn, en varð ekki var strax. Sem ég nú stóð á syðri bakka árinnar hugsaði ég, að engu myndi spillt þó ég renndi líka. Næstum strax eftir að færið kom í vatnið varð ég var. Eg beið rólegur á meðan hann festi sig. Þegar hér var komið sögu, þóttist ég sjá á tilburðum Einars, að einnig hann liefði orðið var. Skipti nú engum togurn, að minn lax var fastur á og synti hann rösklega um liylinn. f sömu andránni var líka á hjá Einari og hóf sá lax einnig strax virðingarverðar tilraunir til að endurheimta frelsi sitt. Við félagarnir vorum auðvitað hæst ánægðir og veifuð- um brosandi hvor til annars. Mér var strax ljós sú yfirvofandi hætta, að línur okkar flæktust saman og slitnuðu og hug'ðist ég því „leiða“ minn lax niður fyrir liylinn og landa honum þar. Mér auðnaðist þó ekki að framkvæma þetta og varð mér nú brátt ljóst, að ekki var allt með felldu, heldur sýndi sig, að ég gat með minni stöng stjórnað öllum hreyfingum F.inars og átökum. Virtist því sem laxarnir væru þegar flæktir sam- an og fannst okkur nú óvænlega horfa og töldum allar líkur til, að annar þeirra eða báðir rnyndu slitna af. Það hvarfl- a'ði þó ekki að okkur að gefast upp að óreyndu, enda höfðurn við fullan hug á að ná báðum löxunum. Við félagarnir höfðum mjög sterkan útbúnað, og það kom sér sannarlega vel í þeim feiknar- legu átökum, sem í hönd fóru. Fyrst í stað var eins og laxarnir væru að kanna styrkleika okkar, síðan færðust þeir mjög í aukana og brátt var orustan í algleym- ingi. Barst nú leikurinn vítt um hylinn og veitti ýmsum betur. Lengi vel mátti vart á milli sjá, livort rnundi að lokum þyngra á metunum, hetjuleg barátta lax- anna fyrir endurheimt frelsis síns e'ða kænska og snilli veiðigarpanna. Þegar þessu hafði fram farið um all-langa hríð tóku laxarnir þó að dasast og bárust þeir þá að bakkanum mín megin og fóru nú að sína kviðinn. Eltir átökunum að dæma bjuggumst við fastlega við því, að báðir laxarnir væru stórir og fallegir og vorurn við þess albrinir að áætla þunga þeirra strax og þeim þóknaðist að sýna sig betur. En hvernig sem við hvesstum sjónir okkar sáum við nú ekki nema einn lax og hann var ekkerti óskaplega stór! Sú kaldhæðnislega staðreynd varð okkur þá ljós, að við höfðum allan tím- ann verið að þreyta eina laxskepnu og hvorn annan. Þótti okkur nú harla lítið til garpsskapar okkar koma og leikurinn ójafn og rann þá af okkur mesti víga- móðurinn. Landaði ég nú laxinum auð- veldlega nokkru neðan við hylinn og var hann lerkaður mjög eftir þessi tvö- földu átök og rnát-ti sig vart hræra. Einar öslaði í skyndi yfir ána og komum við jafnsnemma að laxinum og skyldi nú skorið úr því, hvor okkar hefði veitt hann. Hvorugur gat þó lirósað sigri, pví að laxinn hafði magagleypt báða öngl- ana og hefir því sýnilega ekki viljað gera upp á milli okkar. Þetta var aðeins 13 punda lax, en ef það hefði verið stór- lax, þá er ekki að efa, að tilburðir okkar félaganna hefði orðið enn broslegri. Þess munu mörg dæmi, að tveir hafi landað sama laxinum, þannig að öngull annars hefir krækzt í línu eða lax, en hitt mun næsta fátítt, að laxinn magagleypi hjá báðum, eins og hér greinir frá. Veiðima«urin.n 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.