Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Síða 33
mér alveg ljóst að 2 löxum landaði ég
eftir að það skeði.
\rið höfðum sett okkur niður við ána
í fögrum hvammi, því í töskum okkar
voru nokkrar brauðsneiðar, sem við
gæddum okkur nú á, en flestum þykir
nokkuð þurrt að renna því niður með
munnvatninu einu saman, og var það
góð og gild ástæða til að láta Svarta-
dauðaflöskuna ganga milli manna eftir
þörfum, og nú fannst mér ég vera fær
í flestan sjó, þegar ég stóð upp og til-
kynnti félögum mínum, að nú kæmi ekki
til mála að ég sæti hér lengur í leti og ó-
mennsku, þreif veiðitösku mína og stöng
og hraðaði mér stytztu leið niður að ánni.
Þetta sáu hinir og hugsuðu sér nú að
\ erða á undan mér í þá veiðistaði, sem
ekki höfðu verið reyndir fyrr. Þeir voru
nokkuð margir ofar í ánni.
Nú fór ég að ókyrrast, því eins og ég
sagði áðan, líkaði mér ekki að verða of
seinn í beztu veiðistaðina.
Hugsa ég nú ráð mitt nokkra stund,
því einn var sá hylur í ánni, sem ég vildi
fyrir hvern mun heimsækja á undan hin-
um. Nokkuð var langt upp að honum og
vissi ég að þeir yrðu lengi að komast
þangað, ef mín yrði ekki vart. Eg heið
því þar til þeir voru allir horfnir ]>ak
við svokallaðar Hulduborgir.
Þá skálmaði ég af stað. Bússurnar voru
brettar niður, svo að þær tefðu minna
fyrir. Stefnan var tekin þvert frá ánni
yfir móa, liolt og mýrar, og nú fann ég
það bezt, hvað blessaður Svartidauðinn
var farinn að örva blóðið, því að svo var
ég léttur á mér og ferðin mikil, að hrossa-
gaukarnir lentu hvað eftir annað fyrir
aftan mig, þegar þeir í angist sinni flugu
upp til að forða sér undan fótum mín-
um, og vita þó allir, sem til þekkja, hvað
viðbrögð þeirra eru snögg.
Ég hafði lmgsað mér að ganga inn með
Skuggabrekkum, á bak við Snæháls, og
komast með því móti skemmri leið að
Gljúfurhyl en hægt var meðfranr ánni.
Ekki var mér kunnugt um neinar hætt-
ur eða hindranir á þessari leið, en st.utt
hafði ég farið inn með hálsinum, þegar
fyrir mér varð rammleg girðing. Ekki lét
ég liana tefja mig neitt, tók aðeins gott
tilhlaup, lagði hægri höndina á einn
stólpann og sveiflaði mér léttilega yfir.
Nú þrammaði ég áfram, leit hvorki til
liægri né vinstri, því hugurinn snérist um
þetta eina: Skyldi hann nú verða við í
Gljúfurhyl?
Ég var kominn góðan spcil frá girðing-
unni, þegar ég tók eftir ferlegum gaura-
gangi að baki mér, rétt eins og þar væru
margar jarðýtur að ríf i og tæta allt í sund-
ur, stynjandi og blásandi af sínum trölls-
legu átökum, en nú barst hljóð að eyrum
mínurn — þetta ægilega hljóð, sem mér
liefur alla tíð ógnað mest af öllum hljóð-
um, senr framleidd eru hér innanlands,
og nú varð mér það Ijóst í einni svipan,
að ég hafði lent inn í nautagirðingu.
Þegar ég í angist minni lít við, með
kalt vatn rennandi milli skinns og hör-
unds, titrandi á fótum, méð allar æðar
þandar til liins ýtrasta af liinum öra slætti
hjartans, þá sé ég hvar tvö naut koma
æðandi, með hausinn niður við jörð,
augun blóðhlaupin og ægileg, en froðan
vall úr vitum þeirra um leið og þau
gáfu frá sér aegileg hljóð.
Við þessa ofboðslegu sýn lamaðist allur
minn þróttur sem snöggvast, en lífsbjarg-
Vf.ibimaðurinn
29