Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Síða 37
YILBERG GUÐMUNDSSON:
Ferð til Veiðivatna.
. .EFTIR síðasta aðalfund félagsins, þar
sem rætt var nm leigu á silungsveiðivötn-
um og áhugaleysi félagsmanna fyrir þeim,
fór ég að velta því fyrir mér, hvort það
mál hefði verið tekið réttum tökum.
Þá beindist hugurinn fyrst að öðru
vatninu (Reiðarvatni), sem félagið hefir
haft á leigu. Þar hefi ég að vísu ekki veitt
sjálfur, en séð hjá kunningja mínum, sem
þar var við veiðar, þær stærstu bleikjur,
sem ég hefi nokkurn tíma séð, og hefi ég
þó séð yiir 10 pnnda bleikjur, nokkrum
sinnum. Þessar bleikjur voru eiginlega
ekkert nema hausinn, bein og roð, eða
með öðrum orðum réttnefndir horsláp-
ar, enda ber vatnið það með sér, að
mínu viti, að þar skortir æti fyrir fisk.
En hvernig er hægt að bæta úr því?
Sem hugsanlegt svar við því langar mig
til þess að segja frá veiðiferð til Veiði-
vatna. Það mun hafa verið í maí 1950, að
við fjórir veiðifélagar ákváðum að fara
inn til Veiðivatna og freista þess að veiða
urriða. Við höfðum l’arið þangað árið
áður í einskonar könnunarleiðangur.
Strax í maí var hafinn undirbúningur
að veiðiferðinni, því ekkert skyldi skorta,
svo árangur yrði sem beztur.
Ákveðið var að ferðin skyldi hefjast
14. júlí, en fyrir þann tíma þurfti að vera
búið að útvega bát og vagn undir hann,
sem síðan skyldi tengjast aftan í jeppa,
sem við höfðum, einnig ntanborðsmótor
Hnfundurinn i nðgerð.
á bátinn, til þess að ferðast á vötnunum.
En hvernig átti að flytja bátinn á milli
vatnanna eftir að austur fyrir Tungná
kom, þar sem við urðum að skilja jepp-
ann eftir vestan árinnar?
Það mál leystum við með því að útbúa
lijól undir bátinn, sem hægt var að
spenna á hann á nokkrum mínútum. Síð-
an þurftum við vitanlega að hafa venju-
legan viðleguútbúnað.
öllu var lokið á tilsettum tíma, og ferð-
in hafin kl. 6 að morgni þann 14. júlí.
Ekið var sem leið liggur austur að Rangá,
upp með henni allt að Rangárbotnum,
þá austur upp með Tungná að Svarta-
krók. Þar voru jeppinn og vagninn skild-
Vf.IOIMAÐURINN
33