Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Síða 38

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Síða 38
ir eftir, en annar litbúnaðnr fluttnr vfir ána á bátnnm í þremur ferðum, og slegið upp tjöldum r ið Snjóölduvatn og gist þar um nóttina. Árla morguns næsta dag var ferðinni haldið áfram í bezta veðri og siglt eftir Snjóölduvatni í norðaustur í stefnu á Onýtavatn, en á þeirri leið urð- um við tvívegis að draga bátinn á sjálfum okkur yfir land eða höft, sem eru ca. 500—600 metrar, og sigla ónefnt vatn, sem er vestan undir Ónýtafelli ca. 1 km. að lengd. Þá sigldum við norðaustur eftir Onýtavatni upp í kvíslar, sem eru á milli þess og Grænavatns. \hð kvíslarnar héld- um við kyrru fyrir um hríð, virtum fyrir okkur landið og fórum gönguferðir um nágrennið, tii þess að athuga hvert bezt væri að halda til þess að koma bátnum í Skálavatn, en þangað var ferðinni heitið. Sú leið, sem við áltiun að baki frá Svarta- krók, er heldur ömurleg, að mestu sand- öldur og auðn milli gróðursnauðra vatna með einmana hvönn hér og þar. En hér fór landslagið að breytast. Nokkrir gróð- urblettir og hraun-nibbur upp úr sandin- um. Við Skálavatn var eins og að koma á vin í eyðimörk. Þar er gróður í bezta lagi og hvannir sem skógur á að líta, enda var nú veðrið orðið eins og bezt verður á okkar fagra landi um há veiði- tímann. Þegar \ ið höfðum valið okkur leið tók- uin við bátinn í tog og drógum hann yfir á Skálavatn og var þetta lang erfiðasti kaflinn, sem við þurftum að draga bát- inn í allri ferðinni. Eftir Skálavatni sigldum við í norður og hugðumst tjalda við norðurenda þess, en þegar þanga'ð kom, sáum við að miklu skemmtilegra var við Tjaldavatn, sem er lítið vatn norðan við Skálavatn. Dróg- um við því bátinn yfir eiði, sem er milli vatnanna og reistum tjöldin norðan við Sigling (í Skálavntfii. vatnið og vorum þar með komnir á þann stað, sem \ ið ætluðum að liafa fvrir bæki- stöð í vikutíma. 16. júlí rann upp bjartur og fagur. Nutum við blíðunnar um stund, en fórum síðan að huga að veiði- búnaði okkar. Ætlunin var að fara að Stóra Fossvatni til vei'ða, en þar höfðum við komið sum- arið áður, og fengið þar alla okkar veiði, þó lítil væri, og höfðum reynslu fyrir því, að fiskurinn þar tekur l\ezt frá kl. 9—11 og 4—7 að deginum. Þegar við höfðum tekið til veiðiáhöld okkar og fengið okk- ur morgunkaffi, lögðum við upp í veiði- ferðina. Stóra Fossvatn er um 2 km. frá tjöldunum, eða um hálftíma labb. Um kl. 10 fórum við að kasta, en okkur til mikillar furðu, urðum \ ið ekki varir og þegar maginn fór að segja til sín, fórurn við lieim í tjöld án þess að hafa fengið í soðið. Átum við dósamat og biðum þess 54 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.