Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 39
að seinni veiðitíminn kæmi, þ. e. að
klukkan yrði 4. Fórum við þá aftur og nú
gekk allt betur með veiðina, því ekki var
spónninn fyrr kominn í vatnið en fiskur
var á, og gekk svo með stuttum lrléum
Brckistöð við Breiðavntn.
til kl. 7. Þá tók alveg fyrir veiðina og
urðum við ekki varir efrir það þann dag-
inn í Stóra Fossvatni.Við tókum eftir því,
að allir fiskarnir, 54 stk. voru jafn stórir,
um 1 pund. A heimleið reyndum við í
Litla Fossvatni og fengum þar nokkra
fiska, sem einnig voru allir jafn stórir, en
þeir voru ca. 3 pund. Næsta dag, sem var
17. júlí, vorum við mest um kyrrt í góða
veðrinu, fórum nokkrar ferðir um Skála-
vatn á bátnunt og fengum nokkra fiska
með þvi að draga spóninn og nokkra með
því að kasta úr landi, og enn voru þeir
allir svo til jafnir eða unr 2 pund. Við
höfðunr lreyrt frá því sagt, að í Breiða-
vatni væru nrjög stórir fiskar og ásetning-
ur okkar var að reyna að komast þangað
næsta dag, 18. júlí. Svo fórum við árla á
fætur þann dag og hugðumst fara á bátn-
unr niður kvíslar á milli vatna og síðan
út á Vatnakvísl og eftir ltenni að Breiða-
vatni. Sú leið liggur unr vötn, Tjalda-
vatn, Langavatn, F.skivatn og Kvíslarvatn.
Gekk sú ferð eftir vonum. Við ýnrist not-
uðunr afl vélarinnar, renndunr okkur eft-
ir lækjunum eða drógum bátinn með
bökkunr og vorunr konrnir að Breiða-
vatni unr hádegi. Þar reistum \ ið tjald á
fögrunr stað á vatnsbakkanum. Þegar við
höfðum matast fórum \ið að setja sam-
an stengurnar.settumst í bátinn með tvær
stengur úti og drógum spóninn. Ekki
höfðum við róið langt, þegar kippt var
lieldur óþyrmilega í aðra stöngina og var
þá róið í snatri að landi, til þess að landa
skepmurni, því við þóttumst sjá að ekki
yrði gott að taka hana í bátinn, þar sem
við lröfðunr hvorki háf né ífæru. Gekk
nú allt fremur rólega þegar í land var
konrið. Fiskurinn stökk nokkrum sinn-
um, og sáum við að hann var nokkuð stór.
Hann þreyttist fljótt. Hann var konrinn á
land eftir svo sem 5 mínútur, en undrun
okkar verður ekki með orðunr lýst. Við
gláptunr á fiskinn og lrver á annan til
skiptis. Þvtlíkan fisk liöfðum við aldrei
séð. Við gátum ekki líkt honum við neitt,
senr við höfðum áður séð, nema lrelzt
grásleppu, svo sver var hann, en þó var
hann stinnur og spegilfagur. Eftir að við
vorunr búnir að skoða fiskinn að vilcl í
krók og kring, héldum við áfram að veiða
bæði úr bátnum og frá landi og fengunr
þann dag 9 fiska, senr voru næstum allir
eins, eða frá 18—24 pund, en því nriður
lröfðum við ekki málband. Ég gæti liugs-
að að þeir væru ekki lengri en ca. 60—70
cnr. en svona gríðarlega sverir, sennilega
50—60 cm. að unrmáli.
Veidimaðurinn
35