Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Síða 41

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Síða 41
SVERRE HESTNES: Happadagur. ÞAÐ var liðið fast að vertíðarlokum, aðeins nokkrir dagar eftir af veiðitíman- um. Og nú voru tveir kostir fyrir hendi, annað hvort að lirökkva eða stökkva, fara eða fara ekki. Ég tók hann kostinn að fara. Ég bauð tveirn vinum mínum og veiðifélögum að koma með, en hvorugur þáði boðið. Annar var ekki kominn með „fullkomna veiðidellu“, en hinn hafði fengið s\o slæmar fréttir, að hann hætti við. Eftir því sem frétzt hafði frá ánni var útlitið ekki glæsilegt. Fáir fiskar höfðu fengizt og vart sézt fiskur á gömlu góðu veiðistöðunum. Daginn áður en lara skyldi af stað hugs- aði ég að bezt væri að byrja strax eftir vinnutíma að ganga frá öllu og hafa allt klárt í tæka tíð og fara svo snemma að hátta, en það fór eins og fyrri daginn, það var komin rauðanótt, þegar allt var til- búið. Nú var ég orðinn svo spenntur af að handfjatla veiðidótið og liugsa um ferðina, að ég sofnaði ekki dúr það sem eftir var nætur. Ég hugsaði mér að fá mér blund í bátnum á leiðinni inn eftir, en það mistókst alveg. Þegar komið var á leiðarenda fór ég strax upp á bryggju og talaði við langferðabílstjórann um að stanza fyrir mig við Kirkjuból, því þar ætlaði ég úr bílnum, og gerði hann það. Á Kirkjubóli komst ég ekki hjá því að koma inn og þiggja góðgerðir. Eftir að Höfundurinn með veiðina. hafa íengið ágæta hressingu, og spjallað við fólkið all langan tíma, fór ég að hugsa um að koma mér niður að ánni; ég var satt að segja orðinn dálítið óþolinmóður. Ég kvaddi því og tók með mér stöngina og veiðidótið. Ég fór út í hjall og setti saman stöngina. Á meðan ég var að því sá ég hvar bíll kom eftir veginum frarn dalinn. Ég þekkti bílinn og vissi að kunn- ingi minn var með hann og hugsaði að bezt væri að fá far með honum frarn að brii eða fram að Grásteinsfljóti, því þar eru af ýmsum taldir beztu veiðistaðirnir. Af einhverjum ástæðum steinhætti ég við þetta og lét liann aka áfram án þess að gera vart við mig. Og varð það mér til happs, eins og síðar kom fram. Veðrið var hálf hráslagalegt, rigningarskúrir og vindgjóla á ská niður dalinn. Nú var allt VKIÐUtAÐURINN 37

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.