Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Blaðsíða 45

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Blaðsíða 45
skemmtilegur veiðistaður. Þar er erfitt að fá rétt rennsli, og ekki um annað agn en maðk að ræða. Er þarna all hrikalegt, háir hamraveggir beggja vegna og klofn- ar fossinn á bergrana miklum, sem skag- ar fram austanvert við ána, en árbotninn stórsteinóttur og því festugjarnt mjög. Þegar ég kom fram á bjargbrúnina sá ég nokkra laxa liggja út undir berginu hinu- megin. Fljótlega tók lax og fór hann ró- lega fram og aftur um lítið svæði, en þá skeði óhappið: allt fast og tókst ekki að losa, hvernig sem reynt var, kallaði ég sem mest ég mátti á veiðifélaga minn, þótt ekki sæist til hans, en því miðnr heyrði hann ekki til mín. Og þarna vor- um við fastir hvor á sínurn enda, ég og laxinn, og líkaði báðum illa. Að lokum vaíð ég að slíta með beinu átaki og skildi svo með okkur í bili, en ég var nokkrum metrum fátækari af línu. Að þessu loknu gekk ég upp hóhnann og óð yfir kvíslina og út í Kríuliólmann svonefnda, byrjaði að kasta efst frá hólmahorninu og fór ró- lega yfir, án árangurs. Brölti niður fyrir bakkann, sem er þarna allhár og fór var- lega, renndi niður með landinu og sneri baki að bakkanum, en varð var við eitt- hváð kvikt fyrir aftan mig og samtímis er þrifið í og lax strikar upp ána með mik- illi ferð. F.g gaf mér samt tíma til að !íta reiður um öxl og sá inn í tvö blíðleg augu síðbúinnar æðarkollu á eggjum sínum, svo mér rann öll reiði og virtist kollan óhrædd og hreyfði sig ekki af hreiðrinu, en nú venti laxinn sínu kvæði í kross, eftir þessa myndarlegu ro.ku og snéri vi'ð undan straumi með sama hraða, svo ég hafði ekki undan að vinda inn á hjólið. Það kom þó ekki að sök, því djúpt er þarna. Stefndi laxinn á brotið og hélt sig úti í álnum þar sem straumþunginn er mestur. Rétt ofan við brotið gat ég breytt stefnu lians svo nú kom hann í áttina til mín þvert á brotið. Og seint mun ég gleyma þeirri sjón, því þarna á brotinu er eins og vatnið lýsist um leið og það steypist fram af brúninni. Þrisv- ar strikaði þessi spegilfagri lax um brotið og var einna líkast því að hann svifi í lausu lofti. í fjórðu ferð hans tókst hon- um að kornast niður fyrir brotið, en þá var svo af honum dregið að mér tókst áð halda honum á lygnu vatni og lauk leiknum þarna. Þessi eftirminnilegi lax reyndist 17 pund, nýrunnin hrygna. Eft- ir að hafa innhyrt bjór og brauðmola, kvaddi ég á hermannlegan hátt vinkonu mína kolluna, sem virtist alls ósmeyk og sannfærð um að ég væri enginn kolln- bani. Lá nú leiðin sama veg til baka að Miðfossinum og þar gaf að líta laxinn kunningja minn nteð línuspottann hangandi við sig. Fannst mér leiðinlegt að sjá þetta og setti öngul á flugustöngina og reyndi áð fiska upp línuna og tókst það nokkrnnr sinnum, því hún var laus orðin úr festunni, og nrunaði mjög litlu að ég næði endanunr. Loks gafst ég þó upp á þessu og beitti á öngulinn. Ekki þurfti lengi að bíða eftir því að lax tæki og lét hann mikið, strunsaði franr og aftur í fosshylnum áður mér tækist að konra Iionum niður fyrir. Fann ég að eittlrvað var óvenjulegt við þetta allt, og sá nú að fiskarnir höfðu flækt línununr saman, svo að nú hafði ég upplifað að vera með tvo laxa á samtínris. I þessum svifum konr Helgi í ljós og kallaði ég og veifaði ákaft til hans. Kom liann strax VF.IÐIMAÐURINN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.