Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Blaðsíða 46
Flugur.
EF ég ætti að ráðleggja byrjanda hve
margar tegundir flugna hann ætti að
velja sér, myndi ég hiklaust segja ekki
ileiri en sex. En þá myndi ég líka fá ávít-
ur hjá öllum vinum mínum, því ég er
þekktur að því að kaupa allar þær flugur,
sem ég lieyri að fiskur veiðist á. Sömu-
leiðis spæni, gervisíli og allt sem nöfnum
tjáir að nefna. Og níutíu og fimm af
hverju hundraði af öllum mínum lnindr-
uðum flugna hafa ekki minnstu von um
að verða nokkru sinni bleyttar. Ef þú,
lesandi góður kæmir að mér við veiðar,
eru enffin líkindi til að é°- væri að nota
o o
þær flugur, sem ég ætla a'ð mæla með.
Flugutízkan er svo breytileg og óstöðug,
að tízka kvenfólksins gengur ekki rnikið
lengra. Flestir menn, sem ég þekki, verða
alltaf rafmagnaðir, ef minnst er á nýja
áleiðis til hjálpar, en laxarn'r létu mjög
illa. Færðist leikurinn niður eftir kvísl-
inni og engu gat ég ráðið unr ferðina,
en eitthvað hefir orðið til að skilja þá í
sundur, Jrví ég fann skyndilega að allt var
með felldu, og það var bara einn lax á og
var honum landað auðveldlega.
Jón Sveinsson.
Aths.
Þetta er ekki sagan, sem ég átti við,
enda veiðast ekki þarna tveir laxar í einu.
Eg þakka samt Jóni fyrir frásögnina og
minni menn enn á að senda ntinu efni.
Ritstj.
flugu. Ef Jón Jónsson veiðir lax á flugu,
sem ekkert orð hefur farið af áður, eru
allir roknir til að kaupa margar slíkar
og leggja til hliðar í bili gamla ástvini.
Oft heyrir maður sagt sem svo, að einu
sinni hafi þessi og þessi fluga verið góð
og drepið marga laxa, en nú virðist hún
vera búin að vera. Þetta væri réttara orð-
að þannig: Einu sinni voru flestir með
þessa flugu og veiddu vel, en nú er hún
aðeins hnýtt á, þegar allt annað bregzt.
Laxinn er óútreiknanlegur eins og
blessað kvenfólkið. Einn da°inn tekur
o
hann næstum hvað sem honum er boðið,
en þann næsta virðist ekki liægt gera hon-
um til hæfis. Undir einhverjum sérstök-
um kringumstæðum getur einhver sérstök
fluga eða gerð flugna gert kraftaverk. En
yfirleit t held ég að lax geri ekki mjög
mikinn greinarmun á þessum flugum
okkar, ef þær eru sýndar honum á rétt-
an hátt. Venjulega nota flestir veiði-
menn í sömu ánni alveg' sömu flugurnar
þann og þann daginn, og veiða þar af
leiðandi mest á þær flugur. En aftur á
móti er veiði með flugu óhjákvæmilega
nokkuð breytileg, eftir vatnshaíð og hita
vatns og lofts. Og einnig eftir því, hvort
um vor- eða sumarveiðar er að ræða. A
vorin þegar vatnið er innan við 8 stig
og loftið oft á tíðum kaldara en vatnið,
þá er laxinn að jafnaði frekar daufur;
hann hreyfir sig ógjarna mikið eftir
flugu, og það þarf alla jafna stóra flugu
til þess að vekja eftirtekt hans, og hann
lætur hana fara hjá, nema hún fari rnjög
nálægt honum. Þar af leiðandi þurfa vor-
flugur að vera nógu þungar til að sökkva
niður á móts við fiskinn, og nógu stórar
til þess að hann telji ómaksins vert að at-
42
Veiðimaðurixn