Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 59

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 59
KVIMYNDIR Um 1950 voru gerðar þrjár íslenskar kvikmyndir um laxaklak og veiðiskap. Þetta voru myndir Osvaldar Knudsen um veiðiskap og veiðivötn, mynd Kjartans O. Bjamasonar, sem hann gerði fyrir SVFR um sama efni, og „Laxaklak“ mynd sem Magnús Jóhannsson gerði um klakið í Elliðaánum, en Fræðslumyndasafn ríkis- ins var með hana til útlána um langt skeið fyrir skóla og aðra. Þá er vert að nefna fræðslumynd um klak og fiskeldi, sem sýnd var í fræðslu- þætti Sigurðar H. Richter í Sjónvarpinu. Þá sýndi Stöð 2 upptöku með Rafni Hafn- fjörð um veiðiskap, m.a. frá Hlíðarvatni, en Rafn er þekktasti höfúndur listrænna ljósmynda af veiðiskap og veiðiám í blöð- um, tímaritum, kortum og almanökum. Einnig var sýnd kvikmynd á Stöð 2 um laxveiði í Selá í Vopnafirði. Af myndböndum er að nefna útgáfú á vegum Bergvík hf., sem látið hefur gera myndbönd um Miðfjarðará, Laxá í Döl- um, Laxá í Kjós, Vatnsdalsá og Elliðaár. Auk þess hefur verið gert myndband um Norðurá og Grímsá og Tunguá. GAGNASÖFNUN Að síðustu er ekki úr vegi að geta um fyrirtækið Miðlun hf., sem stendur fyrir gagnasöfnun. Það veitir þjónustu þeim, sem vilja halda til haga blaðaúrklippum m.a. efni um veiðimál sem birtist í tímarit- um og blöðum. Sum dagblöðin eru með sérstaka þætti, kennda við málefnið á síð- um sínum, eins konar veiðihom, og hafa í starfi kunnáttumenn sem sinna þessu sér- staklega. Hér að ffaman er tíundað það helsta hvar opinber umijöllun um veiðimál hefur farið fram og birt nöfn bóka og tímarita og nefnt annað, þar sem fjallað er um veiði- mál. Ritum frá fýrri öldum, þar sem fjall- að er um veiðimál, er sleppt að þessu sinni. En þar er af nógu að taka. Hætta er við að eitthvað hafi orðið útundan í upp- talningu þessari. Er þá beðið velvirðingar á því. Slíkar upplýsingar eru vel þegnar.

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.