Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Blaðsíða 59

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Blaðsíða 59
KVIMYNDIR Um 1950 voru gerðar þrjár íslenskar kvikmyndir um laxaklak og veiðiskap. Þetta voru myndir Osvaldar Knudsen um veiðiskap og veiðivötn, mynd Kjartans O. Bjamasonar, sem hann gerði fyrir SVFR um sama efni, og „Laxaklak“ mynd sem Magnús Jóhannsson gerði um klakið í Elliðaánum, en Fræðslumyndasafn ríkis- ins var með hana til útlána um langt skeið fyrir skóla og aðra. Þá er vert að nefna fræðslumynd um klak og fiskeldi, sem sýnd var í fræðslu- þætti Sigurðar H. Richter í Sjónvarpinu. Þá sýndi Stöð 2 upptöku með Rafni Hafn- fjörð um veiðiskap, m.a. frá Hlíðarvatni, en Rafn er þekktasti höfúndur listrænna ljósmynda af veiðiskap og veiðiám í blöð- um, tímaritum, kortum og almanökum. Einnig var sýnd kvikmynd á Stöð 2 um laxveiði í Selá í Vopnafirði. Af myndböndum er að nefna útgáfú á vegum Bergvík hf., sem látið hefur gera myndbönd um Miðfjarðará, Laxá í Döl- um, Laxá í Kjós, Vatnsdalsá og Elliðaár. Auk þess hefur verið gert myndband um Norðurá og Grímsá og Tunguá. GAGNASÖFNUN Að síðustu er ekki úr vegi að geta um fyrirtækið Miðlun hf., sem stendur fyrir gagnasöfnun. Það veitir þjónustu þeim, sem vilja halda til haga blaðaúrklippum m.a. efni um veiðimál sem birtist í tímarit- um og blöðum. Sum dagblöðin eru með sérstaka þætti, kennda við málefnið á síð- um sínum, eins konar veiðihom, og hafa í starfi kunnáttumenn sem sinna þessu sér- staklega. Hér að ffaman er tíundað það helsta hvar opinber umijöllun um veiðimál hefur farið fram og birt nöfn bóka og tímarita og nefnt annað, þar sem fjallað er um veiði- mál. Ritum frá fýrri öldum, þar sem fjall- að er um veiðimál, er sleppt að þessu sinni. En þar er af nógu að taka. Hætta er við að eitthvað hafi orðið útundan í upp- talningu þessari. Er þá beðið velvirðingar á því. Slíkar upplýsingar eru vel þegnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.