Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 8
bth@frettabladid.is Mývatnssveit Umhverfisstofnun mun næstu daga í samstarfi við umhverfisráðherra auglýsa form- lega skyndilokun hins nýfundna hellis sem fannst undir Jarðböð- unum í Mývatnsveit. Jarðböðin eru að láta smíða tré- lok ofan á op hellisins. Að sögn sér- fræðings Umhverfisstofnunar hafa hinar stórmerkilegu útfellingar í hellinum þegar orðið fyrir skaða af völdum bleytu. „Það eru strax komnir skalla- blettir í þessar mögnuðu breiður sem þarna eru af útfellingum,“ segir Daníel Freyr Jónsson, hellasérfræð- ingur Umhverfisstofnunar. Útfellingarnar eru að líkindum hverasölt sem hafa náð meiri stærð en dæmi þekkjast um hér á landi og jafnvel um víða veröld. Skýringin er talin tengjast  jarðhitanum og algjörri vernd frá veðrun, þangað til op hellisins opnaðist við fram- kvæmdir fyrir skemmstu. „Ég hef séð alla hella landsins en ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Guðni Gunnarsson, formaður Hellarannsóknafélags Íslands. Jarðhiti er að sögn Guðna einkar sjaldgæfur í hellum. Umhverfið sé ekki ósvipað og í sjávarhelli, en gróðurinn miklu meiri í þessum helli en hann hafi áður séð. „Það er magnað að sjá þessar breiður.“ Guðni segir mikilvægt að lífríki hellisins verði verndað. Best væri ef saman færu vernd og aðgengi almennings. „Ég vil líka koma á framfæri sér- stöku hrósi til allra sem hafa komið að því að bregðast rétt við og vernda þennan helli.“ Dreifing útfellinganna um hell- inn er slík að erfitt er að ferðast um hann án þess að valda óafturkræfu raski. Starfsmenn verkfræðistof- unnar EFLU hafa unnið að kortlagn- ingu og skönnun hellisins, ásamt því að afmarka með böndum ákveðna leið um hellisgólfið. n Við eigum eftir að rækta talsverðan skóg í Skorradal. Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri Tækifærin eru ótak- mörkuð. Ingólfur Bender, hagfræðingur SI Starfsfólks Alvotech er af sextíu þjóðernum. Róbert Wess­ man, forstjóri Alvotech Það er gríðarlegur skortur á fagmenntuðu fólki. Guðbjörg Rist Jónsdóttir, framkvæmda­ stjóri Atmonia AÐAL FUNDUR Félagið veitir ferða- styrk til þeirra félags- manna sem búa í meira en 40 km fjarlægð frá fundarstað. Félags iðn- og tæknigreina 2023 verður haldinn laugardaginn 18. mars kl. 11 að Stórhöfða 31, jarðhæð. Gengið inn Grafarvogsmegin. Dagskrá: 1. Skýrsla félagsstjórnar um starf félagsins á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til umræðu og afgreiðslu. 3. Ákvarðanir teknar um ávöxtun sjóða félagsins. 4. Kjöri stjórnar lýst. 5. Kosning trúnaðarráðs, kjörstjórnar, skoðunarmanna reikninga, og uppstillinganefndar. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Tillögur um fulltrúa á ársfundi lífeyrissjóða sem FIT er aðili að. 8. Önnur mál. Hádegismatur í boði félagsins. Stjórnin Ætla má að engin atvinnu- grein á Íslandi vaxi hraðar en hugverkaiðnaðurinn. Eftir fimmfaldan vöxt frá 2008 er útlit fyrir að tekjur greinar- innar vaxi um þriðjung fram til ársins 2027. ser@frettabladid.is iÐnaÐUR Tekjur af hugverkaiðnaði munu þrefaldast fram til 2027, á innan við fimm árum, að því er fram kom í máli Ingólfs Bender, hagfræðings Samtaka iðnaðarins, á nýafstöðnu Iðnþingi í Hörpu. Gríðarlegur vöxtur hefur verið í greininni að undanförnu – og má raunar ætla að engin atvinnugrein á Íslandi dafni meira og betur um þessar mundir. Greinin hefur fimmfaldast að vexti frá 2008 og þrefaldur vöxtur hennar fram til 2027 mun merkja að tekjur hennar fara úr 239 millj- örðum króna í 700 milljarða á næstu árum. „Þetta eru umskipti sem munu hafa mikil áhrif á efnahag landsins,“ segir Ingólfur í samtali við blaðið, en hann bendir á að hér sé nánast ein- vörðungu um að ræða fyrirtæki sem flytji út vörur sínar og þjónustu. „Það er að verða varanleg breyting á samsetningu utanríkisviðskipta landsmanna af þessum sökum. Þau eru að verða langtum hugvitsdrifn- ari en þau hafa nokkru sinni verið,“ segir Ingólfur. Hann bendir á að þetta þýði líka fjölgun vel launaðra starfa hér á landi. „Það er sérstakt gleði- efni,“ segir hagfræðingurinn – og sú ánægja var áberandi á Iðnþingi samtakanna í ár, en að einhverju leyti blönduð áhyggjum yfir því að skortur á sérhæfðu og vel mennt- uðu fagfólki reisi skorður við vexti greinarinnar á komandi tímum. Guðbjörg Rist Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Atmonia sem þróar nýja og umhverfisvæna leið til að framleiða ammóníak, segir í sam- tali við blaðið að íslenska háskóla- samfélagið verði að laga sig að þeirri framtíð sem blasi við. „Það er gríðarlegur skortur á fagmenntuðu fólki í efnafræði og tengdum raungreinum,“ segir hún, en fyrir vikið þurfi að f lytja inn starfsfólk eins og frekast sé kostur. Róbert Wessman, forstjóri lyfja- f yrirtækisins Alvotech, segist þekkja vandann á eigin skinni. Fyrirtæki hans í Vatnsmýrinni hafi ráðið að jafnaði hundrað manns á ári á undanliðnum áratug, en í öllum tilvikum hafi verið um mjög sérhæft menntafólk að ræða. „Starfsfólks Alvotech er af sextíu þjóðernum,“ segir hann – og fyrir vikið sé fyrirtæki hans áþekkt Sam- einuðu þjóðunum yfir að líta. „Áskoranirnar eru margar í grein- inni, en tækifærin eru ótakmörkuð,“ segir Ingólfur Bender. n Tekjur af hugverkaiðnaði þrefaldast á næstu árum Fordæmalaus vöxtur í hugverkaiðnaði á Íslandi þýðir fjölgun vel launaðra starfa á Íslandi. Mynd/Aðsend kristinnhaukur@frettabladid.is vestURland Skorradalshreppur hafði betur í kærumáli Skógrækt- arinnar fyrir úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál. Þar var krafan að felld yrði úr gildi ákvörð- un um að hafna framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðunum Stóru-Drageyri og Bakkakoti. Andað hefur köldu milli aðilanna síðan í fyrrasumar er hreppurinn stöðvaði framkvæmdir sem taldar voru utan skipulags. Fyrir utan gróðursetningu hafði verið ristur áberandi slóði í Dragarfellið og var lögregla kölluð til. Jón Eiríkur Einarsson oddviti segir að hann hafi átt von á niður- stöðunni og hún sé ánægjuleg. „Við höfum ekkert á móti því að Skógræktin nýti sínar jarðir en það þarf að fara réttir leiðir að hlutun- um,“ segir Jón. Sækja þurfi um leyfi og fylgja skipulagi. Jón segir ekki ákveðið hvort það svæði sem gróðursett var á verði fært í upprunalegt horf eða ekki. Þröstur Eysteinsson skógræktar- stjóri segist gera ráð fyrir að það verði fundað með sveitarstjórninni á grundvelli niðurstöðunnar. „Það fer eftir því hvernig sveitar- stjórn bregst við okkar afstöðu,“ segir Þröstur spurður um framhald skógræktarinnar í hreppnum. „Við eigum eftir að rækta talsverðan skóg í Skorradal.“ Engin ákvörðun liggi fyrir um að hætta starfsemi þar. n Hreppur mátti stöðva Skógræktina Bleyta ógnar hverasöltum í hellinum Guðni Gunnars­ son, formaður Hellarann- sóknafélags Íslands Hvíta gullið í hellinum er afar við­ kvæmt. Mynd/JFK 8 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARs 2023 LAUGArDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.