Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 46
Frá og með gærdeginum er leikkonan Snæfríður Ingvars- dóttir einnig orðin söngkona á Spotify þegar lagið Lilies fór í loftið. Hvíta liljan táknar ást og endurfæðingu og lagið varð til í heimsfaraldri þegar Snæfríður stóð á persónu- legum tímamótum. Snæf r íður Ing varsdóttir hefur getið sér gott orð sem leikkona en færri vissu að í henni blundaði söngkona. „Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að gera. Frá því að ég var lítil hefur þessi draumur alltaf blundað inni í mér. Ætli ég hafi ekki verið að leita að því hvað ég vildi segja með tónlistinni. Rétti tíminn kom einhvern veginn núna.“ Hann er stoð mín og stytta Snæfríður er í sambúð með tón- listarmanninum Högna Egilssyni og segir hann sína stoð og styttu í tónlistinni. „Við erum alltaf að spila og syngja eitthvað saman heima. Við spyrjum hvort annað líka mikið um álit og berum verkefnin okkar undir hvort annað. Það er ótrúlega mikil gjöf að geta átt listrænt samtal við makann sinn og ég er mjög þakklát fyrir það. Hann er mín stoð og stytta,“ segir hún. „Ég hef sungið eitthvað inn á lög sem hann er að gera og hann hefur líka aðstoðað mig töluvert við það sem ég er að gera svo það gæti vel verið að við gæfum út eitthvað sam- eiginlegt í framtíðinni.“ Snæfríður lærði klassískan söng í Söngskólanum í Reykjavík sem unglingur og lagði jafnframt stund á nám í djasssöng við Tónlistarskóla FÍH. „Ég var líka í kórnum í MH og hef verið að syngja töluvert í Þjóðleik- húsinu sem leikkona,“ segir Snæ- fríður svo hún er augljóslega ekki að stíga sín fyrstu skref í söngnum þó að hún hafi ekki gefið út lag áður. En að laginu Lilies sem hefur mikla merkingu í huga Snæfríðar. „Lagið varð til haustið 2021. Lista- maðurinn Siggi Kinski kom með hugmynd að þessu lagi til mín. Það var mjög einfalt til að byrja með og við tókum það upp í litlu stúdíói í Norðurmýrinni með kassagítar. Við vissum að við vildum gera eitthvað meira við hljóðheiminn í laginu og vorum að leita að meiri átökum. Okkur langaði að skapa svolítið dáleiðandi tilfinningu. Við heyrðum í Marteini (Bngrboy) vini mínum og þróuðum lagið í sam- einingu með honum. Albert Finn- bogason setti síðan punktinn yfir i-ið, en hann mixaði lagið og bætti við trommum í lokin.“ Endurnýjun sálarinnar Snæfríður segir að í huga sínum fjalli lagið um nýtt upphaf. Hvítu liljurnar í laginu séu táknmynd fyrir endurnýjun sálarinnar. „Á þessum tíma þegar við vorum að gera lagið þá stóð faraldurinn yfir. Honum fylgdu stórar spurn- ingar og mörgum var ögrað. Ég stóð á svolitlum tímamótum sjálf og var búin að vera undir álagi persónu- lega og í starfi,“ segir hún. „Þegar álagið verður of mikið Snæfríður Ing- varsdóttir gaf út sitt fyrsta lag í gær en hún segir þann draum alltaf hafa blundað inni í sér. Fréttablaðið/ anton brink Verðmæti lífsins fólgin í að hlúa vel að sjálfum sérBjörk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is þá getur maður misst sjónar á því sem skiptir máli og átt það til að setja sjálfan sig í annað sæti. Við þurfum öll að finna sanna tengingu við okkur sjálf. Það er ekki gefið að heyra skýrt það sem bærist manni í brjósti því í hasar tilverunnar er persónan alltaf að reyna að passa í rétt hlutverk og uppfylla allar kröfur. Öll þurfum við þessi hlut- verk til þess að ná þeim árangri sem við viljum ná en þegar öllu er á botninn hvolft, þá eru verðmætin í lífinu fólgin í að hlúa vel að sjálfum sér, hlusta vel á röddina sem býr innra með þér, sama hversu dauf hún virðist vera.“ Endurspeglun á lífinu sjálfu Snæfríður segist hafa fengið góðan tíma til að skoða sjálfa sig á þessu tímabili og þá fundið sterka þörf til að skapa eitthvað sjálf. „Mig hefur alltaf langað að gera Það er ótrúlega mikil gjöf að geta átt listrænt samtal við makann sinn og ég er mjög þakklát fyrir það. eitthvað í tónlist og allt í einu var þetta bara einhvern veginn rétti tíminn. Ég upplifi líka mikið frelsi í tónlistinni en hún er einhvern veginn meira abstrakt en leiklistin og aðeins opnari til túlkunar. Allt þjónar þetta samt sama tilgangi sem er að miðla hinu óljósa í manninum, vera einhvers konar endurspeglun á lífinu sjálfu. Við sem listamenn erum bara að varpa ljósi á eitthvert sjónarhorn á lífinu og beina áhorf- endum og hlustendum á það.“ Snæfríður undirbýr nú næsta verkefni sem er stuttmynd eftir leik- stjórann Rúnar Rúnarsson. „Ég hlakka mikið til að taka þátt í henni enda er Rúnar frábær leikstjóri og ég hef aldrei unnið með honum áður svo ég er mjög spennt fyrir því.“ Aðspurð hvort vænta megi meira af henni á sviði tónlistarinnar svarar hún ákveðin: „Já, algjörlega. Ég ætla ekkert að gefa neitt upp en ég vona það svo sannarlega.“ n 26 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARS 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.