Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 48
Anna Frank var stúlka af gyðingaættum sem hélt dag- bók meðan hún var í felum í Amsterdam í seinni heims- styrjöld. Dagbókin hefur haft áhrif um heim allan en Anna og fjölskylda hennar voru hneppt í fangabúðir nasista. Anna lést þann 12. mars árið 1945, aðeins 16 ára gömul. Annelies Marie Frank, betur þekkt sem Anne Frank og hér á landi s em A n na Fr a n k , fæddist í Frankfurt í Þýskalandi árið 1929. Þar ólst hún upp ásamt foreldrum sínum Otto og Edith og eldri systur sinni Mar- got. Á uppvaxtarárum Önnu var atvinnuleysi mikið í Þýskalandi og með auknum völdum Adolfs Hitl- ers og nasista í landinu jókst hatur á gyðingum hratt. Anna og fjölskylda hennar voru gyðingar. Vegna fordóma í garð þeirra  og mikilla efnahagsþreng- inga í Þýskalandi ákváðu foreldrar hennar að f lytja til Amsterdam í Hollandi. Þar stofnaði Otto fyrir- tæki þar sem hann seldi pektín, þykkingarefni í sultur. Önnu leið vel í Hollandi, hún var fljót að læra tungumálið, eignaðist vini og stóð sig vel í skólanum sem staðsettur var nærri heimili hennar. Þann 1. september árið 1939, þegar Anna var tíu ára, réðust nasistar inn í Pólland og seinni heimsstyrj- öldin hófst. Stuttu seinna réðust nasistar einnig inn í Holland og við það breyttist líf Önnu og fjölskyldu hennar líkt og margra annarra. Hollenski herinn gafst upp aðeins nokkrum dögum eftir innrásina og í kjölfarið settu nasistar lög og reglur sem þrengdu mikið að gyðingum. Þeir máttu til að mynda ekki lengur fara í almenningsgarða eða kvik- myndahús og ekki reka verslanir eða fyrirtæki. Það hafði þær afleið- ingar að Otto missti fyrirtæki sitt og þannig lifibrauð fjölskyldunnar. Einnig þurftu Anna og Margot systir hennar að fara í skóla sem aðeins var ætlaður gyðingum. Yfirráð nasista urðu sífellt meiri í Hollandi með hverjum deginum. Gyðingar urðu að bera davíðsstjörn- una á fötum sínum til að ekki færi á milli mála hver væri gyðingur og hver ekki og ofsóknir í þeirra garð jukust hratt og verulega, f ljótt fór að berast á milli manna orðrómur um að fjarlægja ætti alla gyðinga frá Hollandi. Stórbrotin saga Önnu Frank Þessi mynd var tekin af Önnu árið 1942, þá var hún þrettán ára. Anna lést aðeins 16 ára gömul, árið 1945. Fréttablaðið/ Getty Grunnskólabörn í Berlín skoða vaxmynd af Önnu Frank á Madame Taus- saud-safninu þar sem búið er að endurgera felustað Önnu og fjölskyld- unnar. Fréttablaðið/ Getty Fjölskyldan í felur Dag einn fékk Margot boð um að fara í vinnubúðir í Þýskalandi, þetta var í byrjun júlí árið 1942. For- eldrum hennar þótti þetta skrítið og þau grunaði að eitthvað væri á seyði. Daginn eftir ákvað fjölskyld- an að fara í felur og f lýja ofsóknir nasista. Otto hafði um vorið 1942 hafist handa við að útbúa leyniher- bergi fyrir fjölskylduna undir súð í skrifstofubyggingunni þar sem hann vann. Herbergið var ekki stórt en þar dvaldi fjölskyldan ásamt fjórum vinum sem aðstoðað höfðu við gerð herbergisins. Það var afar þröngt um Önnu, fjölskyldu hennar og vini. Þau þurftu að láta lítið fyrir sér fara og vera afar hljóð- lát og Anna og Margot voru oft mjög hræddar. Fólk- ið hafðist við í leyni- herberginu í tvö ár, stuttu áður en þau fóru í felur hafði Anna fengið dagbók í þrettán ára afmælisgjöf. Í hana skrifaði hún um tilfinningar sínar og upplif- anir árin sem hún var í felum. Þann 4. ágúst árið 1944 komst upp um leynistað Frank-fjölskyldunnar og voru þau öll handtekin. Anna, Margot, Edith og Otto voru flutt ásamt rúmlega þúsund öðrum gyðingum í sendibílum sem ætlaðir voru til f lutninga á nautgripum í útrýmingarbúðir nasista í Ausch- witz-Birkenau. Á leiðinni var bæði vatn og matur af skornum skammti og var fólkið því afar máttvana við komuna í búðirnar. Þar tók á móti þeim læknir sem skoðaði alla í bak og fyrir. Þau sem voru of veikburða til að vinna voru send beint í gas- klefa þar sem þau voru myrt. Úr hópi Önnu hlutu um 350 manns þau örlög. Anna, Margot og móðir þeirra voru sendar í vinnubúðir fyrir konur og Otto í herbúðir fyrir karla. Otto komst lífs af Af Frank-fjölskyldunni var Otto sá eini sem komst lífs af úr útrýming- arbúðunum. Í nóvember árið 1944 voru Margot og Anna fluttar í Berg- en-Belsen útrýmingarbúðirnar í Norður-Þýskalandi, foreldrar þeirra urðu eftir í Auswitch. Í Bergen-Bel- sen var ástandið, líkt og í Auswitch, hræðilegt. Þar var matur af afar skornum skammti, þar var skítugt og kalt og mikið var um smitsjúk- dóma. Anna og Margot smituðust þar af taugaveiki sem dró þær báðar til dauða, fyrst Margot og svo Önnu nokkrum dögum seinna, þann 12. mars árið 1945. Otto lifði, eins og fyrr segir, dvöl- ina í útrýmingarbúðunum af og tíu mánuðum eftir að hann var sendur þangað sneri hann aftur til Amster- dam. Þar hitti hann vini sína sem höfðu verið með honum í felum í leyniherberginu. Þeir höfðu varð- veitt dagbók Önnu. Otto hafði alltaf verið stoltur af dóttur sinni og við lestur dagbók- arfærslnanna komst hann að því að hana hafði dreymt um að verða rithöfundur eða blaðakona. Hann ákvað því að gefa dagbókarfærsl- urnar út eftir hvatningu frá vinum sínum. Árið 1947 voru prentuð 3.000 eintök af bókinni sem bar nafnið Het Achterhuis. Bókin lýsir lífi Önnu á tímabilinu 12. júní 1942 til 1. ágúst 1944. Bókin hefur síðan selst í yfir 30 milljónum eintaka og verið þýdd á yfir 70 tungumál. Þá hafa verið gerð- ar eftir henni leikgerðir og kvik- myndir. Fólk um allan heim hefur heyrt af sögu Önnu Frank. Árið 1960 var leynistaður Önnu og fjölskyldu hennar í Amsterdam gerður að safni sem opið er almenningi. Allt þar til Otto lést árið 1980 var hann viðriðinn safnið. Hann trúði því að skrif dóttur sinnar gætu aukið með- vitund fólks um hættuna sem stafar af mismunun, kynþáttafordómum og hatri á ákveðnum hópum, svo sem gyðingum. n Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 28 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARS 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.