Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 20
Diljá var það ákveðið barn að í leikskólanum var hún kölluð Ráð- herrann af starfsfólki. Pétur Einar Jónsson Einhvern veginn er hún alltaf gólandi, syngjandi eða hlæjandi hæst af öllum. Rakel Svavarsdóttir Diljá Pétursdóttir vann ekki einungis Söngvakeppnina um síðustu helgi heldur einnig hug og hjarta þjóðarinnar. Diljá hefur búið í Snælands- hverfi í Kópavogi alla sína tíð. Hún hefur alltaf verið vinsæl og vinmörg og snemma fékk hún áhuga á leik- og sönglist. Diljá Pétursdóttir sigraði í söngvakeppninni um síðustu helgi og verður því fulltrúi Íslands í Eurovision í Liverpool í maí. Diljá er fædd þann 15. desem- ber árið 2001 og hefur sungið síðan hún var lítil. Hún tók til að mynda þátt í Ísland got Talent aðeins tólf ára og hefur dreymt um að fara í Eurovision síðan hún var sjö ára. Diljá er alin upp í Snælandshverf- inu í Kópavogi þar sem hún gekk í grunnskóla en síðar fór hún í Verzl- unarskóla Íslands þar sem hún varð fyrst kvenna formaður Rjómans, vídeónefndar skólans. Samhliða náminu í Versló lærði Diljá söng í FÍH og að menntaskóla loknum flutti hún til Danmerkur þar sem hún stundaði nám við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Diljá stundar nú nám í sjúkraþjálf- un við Háskóla Íslands. Foreldrar Diljár segja hana hafa verið ákveðna frá unga aldri og að hún hafi alltaf vitað hvað hún vildi. Hún hafi alltaf verið vinsæl og vin- mörg og nýtt öll tækifæri sem gáfust til að vera með í leikritum, söng- keppnum og öllu því sem veitti henni tækifæri til að tjá sig á sviði. „Hún hefur alltaf elskað að vera í sviðsljósinu,“ segja þau. „Hún er harðdugleg og gerir það sem til þarf til að ná þeim árangri sem hún vill. Mikil keppnismann- eskja og skapmikil, það hefur komið henni þangað sem hún er í dag,“ segir Rósa Bjarnadóttir móðir Diljár. „Þó að Diljá sé ósérhlífin og hörð af sér er hún blíð og góð og mikill dýravinur. Hún hefur ávallt heillað fólk í kringum sig með hrífandi per- sónuleika,“ segir Rósa. Pétur Einar Jónsson, pabbi Diljár, segir dóttur sína með mikla tilfinn- ingagreind, það geri hana að mjög lifandi og skemmtilegri manneskju. „Hún hefur mikla réttlætiskennd og þarf að fá rökstudd svör við spurn- ingum sem vefjast fyrir henni. Hún hefur hugarfar afreksmanneskju og tekur sér oft hlutverk leiðtogans. Hún er sterk andlega sem og líkam- lega og alltaf óttalaus að takast á við nýjar áskoranir.“ Þá segir Pétur Diljá hafa afburða- hæfileika í því að setja sér mark- mið. „Diljá var það ákveðið barn að í leikskólanum var hún kölluð Ráðherrann af starfsfólki. Hún fór sínar eigin leiðir í grunnskóla og lét engan segja sér fyrir verkum. Í menntaskóla var hún mjög skipu- lögð og kláraði sitt heimanám í skól- anum svo það gæfist tími fyrir allt hennar tónlistarlíf. Skilaði afburða einkunnum.“ Traust, metnaðarfull og hávær Rakel Svavarsdóttir og Diljá hafa verið vinkonur síðan í leikskóla. Rakel segir velgengni Diljár ekki hafa komið sér á óvart. „Diljá er eiginlega besta vin- kona sem þú getur fundið. Hún er alltaf til staðar sama hvað og er mín helsta klappstýra í lífinu. Ef ég ætti að lýsa henni í þremur orðum væri það traust, metnaðarfull og hávær,“ segir Rakel. „Einhvern veginn er hún alltaf gólandi, syngjandi og hlæjandi hæst af öllum. Við sem höfum alist upp í kringum hana vissum að þessi rödd myndi koma henni langt,“ bætir Rakel við. „Ég verð eiginlega að segja frá því hvernig við kynntumst. Ætli við höfum ekki verið tveggja eða þriggja ára og það var fyrsti dagur- inn hennar Diljár á leikskólanum,“ segir Rakel. „Diljá stóð við hliðina á mér í klósettröðinni alveg hágrátandi, leikskólakennarinn hafði verið að skamma hana. Ég spurði hana um hvað hafði gerst og huggaði hana þarna í miðri pissuröðinni. Við höfum verið óaðskiljanlegar síðan. Við höfum þolað hvor aðra í næst- um 20 ár og það er ekkert að fara að breytast á næstunni.“ Mikill orkubolti Daníel Óskar Jóhannesson og Diljá hafa verið par síðan í Versló. Hann segir kærustuna sína algjörlega magnaða. „Hún er svo mikill orku- bolti en á sama tíma það öguð að ég á stundum erfitt með að skilja það.“ Hann segir Diljá helst vilja hafa marga bolta á lofti í einu og að hún hati að hafa ekkert að gera, hún sé hæfileikarík og fjölhæf. „Diljá er þannig að ef hún nær ekki að syngja eða hreyfa sig yfir heilan dag, þá er það vondur dagur. Hún er alltaf að gera eitthvað og er með svo mikið „passion“ fyrir því sem hún gerir. Ég held að margir myndu brotna undan álagi ef þeir væru eins og Diljá en hún er rosalegur nagli,“ segir hann. „Ég man að við vorum búin að vera saman í ár þegar hún vann Vælið, söngkeppnina í Verzló. Þá var eins og fólkið í kringum hana og ég fengjum bara svona „realisa- tion“, bara: Já, ókei, hún er að fara að meika það!“ segir Daníel. „Eftir það byrjaði hún að vinna með Pálma og í dag er hún búin að heilla þjóðina upp úr skónum. Eins og hún segir sjálf þá gerist allt af ástæðu og núna er hún orðin stjarna og á það svo innilega skilið.“ n Hæfileikaríkur orkubolti sem hatar að hafa lítið að gera Diljá ásamt foreldrum sínum og bróður. Diljá og Rakel hafa verið vin- konur síðan þær voru á leikskóla. Diljá og kærastinn hennar Daníel á Söngvakeppninni þar sem Diljá sigraði. Myndir/aðsendar Eins og sjá má hefur Diljá verið að syngja frá því að hún var lítil. Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 20 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARs 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.