Fréttablaðið - 11.03.2023, Page 22

Fréttablaðið - 11.03.2023, Page 22
Besti leikarinn í aukahlutverki Ke Huy Quan Everything Everywhere... Brendan Gleeson The Banshees of Inisherin Brian Tyree Henry Causeway Judd Hirsch The Fabelmans Barry Keoghan The Banshees of Inisherin Hér eru nú aldeilis sallafínir leikarar í alveg hreint ágætis myndum til kallaðir en fjórir þeirra þó í erindisleysu þar sem eitthvað alveg umfangs- meira og fordæmalausara en Covid-19 þarf til þess að breyta gangi heimsmála þannig að Ke Huy Quan taki þessi verðlaun fyrirhafnarlaust. Goonies litli og stubburinn hans Indiana Jones er orðinn stór. Við elskuðum hann þá og við elskum hann núna og hann fær verðskuldað að eiga þetta augnablik. Besti leikarinn Brendan Fraser The Whale Austin Butler Elvis Colin Farrell The Banshees of Inisherin Paul Mescal Aftersun Bill Nighy Living Stemningin og straumurinn er með Brendan Frasier í alveg dæmigerðu hlutverki sem Óskar frændi elskar í átakanlegri sögu manns sem á við alvarlega offitu að stríða. Þar fyrir utan elskar Hollywood upprisur og endurkomur og Frasier er svo sannarlega að ná vopnum sínum eftir að hafa fengið að kenna á skítlegu eðli bransans og fólksins í honum sem traðkaði hann niður með ofbeldi og alls konar tuddaskap. Hvalurinn gleypir því þessa styttu aðallega þó vegna þess að hann er svo heppinn að Ke Huy Quan er bara tilnefndur fyrir aukahlutverk í Everything Every- where All at Once. Annars hefðu þessi verðlaun verið frátekin. Besta myndin Everything Everywhere All at Once All Quiet on the Western Front Top Gun: Maverick Elvis The Banshees of Inisherin The Fabelmans Tár Avatar: The Way of Water Women Talking Triangle of Sadness Hérna er svo sem enginn skortur á frambæri- legum myndum sem gætu hæglega staðið undir nafnbótinni besta myndin 2022. Tár, The Banshees of Inisherin, Women Talking og jafnvel Elvis eru mjög „Óskarslegar“ myndir ólíkt kræki- berjum helvítis þetta árið, Top Gun: Maverick og Avatar: The Way of Water. Auðvitað væri samt ógeðslega fyndið ef Top Gun yrði fyrir valinu en akademían er ekki þekkt fyrir góðan húmor og við gerum ráð fyrir að þetta verði allt samkvæmt formúlunni og Everything Everywhere All at Once verði sigurvegari kvöldsins og þá tekur hún þennan flokk vitaskuld með trompi. Besta erlenda myndin All Quiet on the Western Front (Þýskaland) EO (Pólland) Argentina, 1985 (Argentína) Close (Belgía) The Quiet Girl (Írland) All Quiet on the Western Front er einna líklegust til þess að gera óvæntan usla og trufla sigur- göngu Everything Everywhere All at Once. Hún gæti jafnvel orðið fyrir valinu sem besta myndin. Þessi verðlaun eru því sjálfgefin, að hinum myndunum fjórum alveg ólöstuðum. All Quiet on the Western Front hefur ekki verið jafn áberandi og Everything Everyw- here... undanfarið og ekki fengið jafn nákvæma mælingu og síðarnefnda myndin þar sem hún er „erlend“ og því ekki gjaldgeng á þeim hátíðum í Bandaríkjunum þar sem fjölvíddarglensið hefur stolið öllum helstu senum. Sú þýska hefur þó verið að sækja í sig veðrið og ógnar með sjö BAFTA-verðlaunum, þar á meðal sem besta myndin, og níu Óskarstilnefningum á móti ellefu Everything Everywhere... Þannig að það getur allt gerst og ef þeir þýsku hernema fleiri styttur en þessa þá gæti vígstaðan ruglast víðar og óvæntir sigurvegarar skotið upp kollinum á kostnað Everything Everywhere... Besti leikstjórinn Daniel Kwan og Daniel Scheinert Everything Everywhere... Ruben Östlund Triangle of Sadness Todd Field Tár Martin McDonagh The Banshees of Inisherin Steven Spielberg The Fabelmans Steven Spielberg er enn að gera myndir sérhannaðar til þess að krækja í Óskarsverðlaun en hefur, eins og oft áður, ekki náð ásætt- anlegum árangri og The Fabelmans er þrátt fyrir góða dóma og allt sem hún hefur til að bera einhvern veginn ekki að skora á mikilvæg- ustu völlunum. Og gerir það varla í LA á sunnudaginn. Kannski mun Spielberg hampa styttu í einhverjum fjölvíddarheimi en það verður ekki í okkar þar sem leikstjóradúóið að baki Every thing Everywhere All at Once mun stökkva á yfirfullan vagn sigurlestar sinnar undir lok hátíðarinnar. Besta leikkonan Michelle Yeoh Everything Everywhere... Cate Blanchett Tár Ana de Armas Blonde Andrea Riseborough To Leslie Michelle Williams The Fabelmans Cate Blanchett er að sjálfsögðu frábær í Tár og beinlínis „óskarar“ yfir sig í stórleik sínum þannig að það er freistandi að spá henni sigri hér. Úti- lokum það ekki en þá þurfum við að fara þvert gegn frumforsendum þessarar spár. Fyrir utan auðvitað að Michelle Yeoh á þessi verðlaun sem hún mun hljóta svo fullkomlega skilið að ef hún verður snuðuð um þau þá er það alger skandall og er hún nú engin fröken fiðrildi. Besta leikkonan í aukahlutverki Jamie Lee Curtis Everything Everywhere... Angela Bassett Wakanda Forever Kerry Condon The Banshees of Inisherin Stephanie Hsu Everything Everywhere... Hong Chau The Whale Óskhyggjuraddir um að Angela Bassett muni hreppa þessi verðlaun hafa bergmálað víða um internetið en þær verða orðin tóm á sunnudags- kvöld þegar Hollywood-prinsessan Jamie Lee Curtis hampar styttunni. Marvel-fólkið sem þráir Óskarsverðlaunaupphefð getur ekki lagt það á Angelu, eins góð og hún er, að uppfylla þann draum í þessari umferð. Black Panther: Wakanda Forever er í fyrsta lagi bara ekki nógu góð mynd og Angela ekki nógu mikið í henni til þess að bjarga miklu. Síðan er straumurinn bara með Everything Everywhere All at Once og þar er Jamie Lee bara alveg frábær; fyndin, ógnvekjandi og allt þar á milli. Og hver treystir sér til þess að keppa við öskurdrottningu níunda áratugarins með pulsuputta? Nei, akkúrat. Everything Everywhere All at Once verður líklega sigursæl- ust á Óskarsverðlaunahátíð- inni en ef þýski herinn ryðst grimmur upp úr skotgröfum All Quiet on the Western Front gæti hann valtað yfir fjölvíddarheiminn og sprengt öll spálíkön í loft upp. toti@frettabladid.is Vinsældir og sigurför Everything Everywhere All at Once á verð- launahátíðum í aðdraganda Óskars- verðlaunanna benda eindregið til þess að verðlaunahátíðin aðfaranótt mánudagsins verði sérlega óspenn- andi í fyrirsjáanleika sínum. Venju samkvæmt leggur grein- ingardeild Fréttablaðsins í lág- menningarmálum hér fram spá sína um hvernig verðlaunastyttunum verður útdeilt í helstu flokkum. Þar sem víglínur í Los Angeles virðast óvenju skýrar þetta árið og flestar dregnar í einstefnu að Everything Every where All at Once er spáin heldur tilþrifalítil og nokkuð í takt við stærri miðla í útlöndum. Fyrri heimsstyrjaldardramað All Quiet on the Western Front er einna líklegast til þess að koma á óvart og takist þeim þýsku að her- nema fleiri styttur en þá sem hann hlýtur að eiga örugga fyrir bestu erlendu myndina gæti staðan ruglast víðar og óvæntir sigurveg- arar skotið upp kollinum á kostnað Everything Every where All at Once sem þó verður alltaf í betri málum en Íslenska óperan í marsbyrjun. n Allt alls staðar næstum alltaf 22 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARs 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.