Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 26
Metþátttaka er í Forritunar-
keppni framhaldsskólanna
sem hefst í dag í Háskólan-
um í Reykjavík og í Mennta-
skólanum á Akureyri.
starri@frettabladid.is
Forritunarkeppni framhaldsskól-
anna verður haldin í dag, laugar-
daginn 11. mars, í Háskólanum
í Reykjavík og í Háskólanum á
Akureyri. Keppnin er ætluð öllum
framhaldsskólanemum en ekki
eingöngu þeim sem hafa reynslu
af forritun. Það er Háskólinn í
Reykjavík sem setti keppnina á fót
árið 2001 en hún hefur stækkað
jafnt og þétt gegnum árin auk
þess sem ásókn í hana hefur
aukist mikið, segir Ólafur Jónsson,
verkefnastjóri á Heilbrigðis-,
viðskipta- og raunvísindasviði
Háskólans á Akureyri.
„Aðstandendur forritunar-
keppninnar hafa alltaf hvatt sem
flesta nemendur til að koma og
prófa en keppninni er skipt í þrjár
deildir eftir erfiðleikastigi, byrj-
endur (Delta), miðlungs (Beta) og
lengra komnir (Alpha). Þannig er
keppnin jafnmikil áskorun fyrir
nemendur sem eru að taka sinn
fyrsta áfanga í forritun og hafa
reynslu af henni, og fyrir nem-
endur sem hafa litla þekkingu.
Einn til þrír nemendur geta verið
í liði en veitt eru peningaverðlaun
fyrir fyrstu þrjú sætin auk þess
sem liðið sem hreppir 1. sætið í
Alpha-flokki fær niðurfelld skóla-
gjöld eina önn í Háskólanum í
Reykjavík. Einnig verða veitt verð-
laun fyrir besta nafn á liði.“
Metþátttaka í ár
Frá árinu 2016 hefur Háskólinn á
Akureyri einnig komið að skipu-
lagi og framkvæmd keppninnar og
hafa nemendur því val um að taka
þátt á Akureyri eða í Reykjavík.
„Þegar við héldum keppnina fyrst
hér á Akureyri voru þetta tvö til
þrjú lið og kannski kringum tíu
keppendur. Í ár er hins vegar met-
þátttaka á Akureyri eða tæplega 40
keppendur, þar sem um þriðjungur
eru stelpur, og um fimmtán lið.“
Upphafið að samvinnu háskól-
anna í tengslum við forritunar-
keppnina má rekja til ársins 2015
þegar þeir hófu samstarf með að
bjóða upp á fullt B.Sc.-nám í tölv-
unarfræði á Akureyri. „Keppnis-
forritunarfélag Íslands semur
síðan allar spurningar og þrautir
keppninnar en dómarar verða á
svæðinu og fara yfir lausnir.“
Hægt að fylgjast með á netinu
Setningarathöfn fór fram í gær
föstudag en keppnin sjálf hefst
klukkan 10 í dag. „Keppnin fer
fram í sérstöku kerfi á vefnum sem
heitir Kattis en hægt er að nálgast
upplýsingar um keppnina á vef-
síðu hennar, forritun.is. Almenn-
ingur getur farið þar inn og fylgst
með stöðu liðanna og framvindu
í beinni útsendingu. Um leið og
einu liði tekst að leysa þraut þá sést
það á vefsíðunni og hversu mörg
stig liðið hlaut. Stigataflan upp-
færist svo samhliða þannig þetta
er ekki ósvipað og horfa á íþrótta-
kappleik eða Eurovision í beinni
útsendingu.“
Í ár verður í fyrsta skiptið
boðið upp á svokallað tækni-
spjall (e. Tech talk) frá Men & Mice
sem er eitt elsta tæknifyrirtæki
Íslendinga. „Það verður vonandi
innblástur fyrir framtíðina hjá
keppendum í ár.“
Bara toppurinn á ísjakanum
Ólafur segir keppnir á borð við
þessa geta haft mjög góð áhrif til
að auka áhuga ungs fólks á forritun
og tölvunarfræði. „Sumir taka
þátt í eitt skipti og hafa gaman af
meðan enn aðrir hella sér út í þetta
af fullum krafti og gera forritun
eða tölvunarfræði að framtíðar-
starfi sínu.“
Hann segir vinsældir tölvunar-
fræðinnar og tæknigreina án efa
halda áfram að aukast. „Það sem
við sjáum gerast núna í þessum
tölvu- og tæknigeira, til dæmis í
tengslum við gervigreind, er bara
toppurinn á ísjakanum. Það er
erfitt að spá fyrir um framtíðina en
hún mun gjörbylta öllu samfélagi
manna.“ n
Næstum því eins og að fylgjast með Eurovision
Ólafur Jónsson, verkefnastjóri á Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri. mynd/AUÐUnn nÍELSSOn
Það sem við sjáum
gerast núna í þess-
um tölvu- og tæknigeira,
til dæmis í tengslum við
gervigreind, er bara
toppurinn á ísjakanum.
Ólafur Jónsson
Þuríður Bernódusdóttir var
farin að eiga erfitt með svefn
og vaknaði reglulega á nótt-
unni og átti erfitt með að
sofna aftur. Hún hafði prófað
ýmis ráð til að fá lausn á
vandamálinu þegar vinkona
hennar benti henni á Sofðu
rótt frá ICEHERBS.
Þuríður ákvað að slá til vegna með-
mæla vinkonu sinnar og fann fljótt
fyrir breytingu til batnaðar.
„Það var í haust sem ég byrjaði að
taka inn Sofðu rótt frá ICEHERBS.
Ég tek hylkið inn svona einum og
hálfum tíma áður en ég fer upp í
rúm og ég finn stóran mun á mér.
Ég vakna ekki eins oft upp á nótt-
unni og áður og ef ég vakna þá ligg
ég ekki andvaka heldur sofna bara
fljótt aftur,“ segir Þuríður.
Þuríður segist vera a-manneskja
sem finnst gott að fara snemma að
sofa og vakna snemma.
„Ég vinn á bæjarskrifstofunum
í Vestmannaeyjum og er venju-
lega komin fram úr um hálf sex
á morgnana og fer í líkamsrækt
klukkan sex. Svo mæti ég fersk
í vinnu um 7.30. En þetta svefn-
vandamál var farið að hafa áhrif á
daglegt líf,“ segir hún.
„Þegar ég var alltaf að vakna
á nóttunni var ég þreyttari í
vinnunni og hafði minni orku
í ræktinni. En núna er ég miklu
ferskari. Ég finn hvað það er mikill
munur að fá góðan svefn upp á það
að fara í ræktina svona snemma.
Þetta hefur breytt alveg svakalega
miklu fyrir mig og þess vegna get
ég alveg verið einlæg með það að
ég mæli eindregið með Sofðu rótt
frá ICEHERBS fyrir þá sem glíma
við svefnvandamál.“
Þuríður veit ekki til þess að nein
sérstök ástæða hafi legið á bak við
svefnvanda hennar. „Ætli þetta
gerist ekki bara með aldrinum,
mér finnst það líklegt.“
Hún segir að ekki hafi langur
tími liðið frá því hún byrjaði að
taka inn Sofðu rótt frá ICEHERBS
þar til hún fann mun.
„Áhrifin komu mjög fljótt og ég
finn líka strax mun ef ég sleppi að
taka inn hylki fyrir svefninn. Ég
held þess vegna að ég verði að taka
þetta alveg út lífið. En mér finnst
það bara gott, ég er alveg sátt við
það.“
Náttúrulegt bætiefni
Sofðu rótt frá ICEHERBS inni-
heldur magnólíubörk og íslensk
fjallagrös. Saman virka þessar
tvær jurtir einstaklega vel til þess
að bæta svefn á náttúrulegan og
heilbrigðan hátt. Þessi öfluga
blanda hentar vel fyrir þá sem vilja
aðstoð við að ná betri, jafnari og
samfelldum svefni sem og bæta
andlega líðan.
Þessi magnaða jurt, magnólía,
hefur verið notuð um aldir við
þunglyndi, svefnvandamálum,
kvíða og streitu. Hún er þekkt
fyrir að virka almennt
slakandi og
róandi, og á að
bæta eðlilegan og
samfelldan svefn.
Rannsóknir
á magnólíu
sýna fram á
að hún inniheldur virk efni, sem
vitað er að hafi áhrif á andlegt
jafnvægi. Virku efnin í magnólíu-
berkinum örva boðefni í heilanum
og koma jafnvægi á hormónið
kortisón. Þau geta virkað almennt
slakandi og róandi og bæta eðli-
legan og samfelldan svefn.
Sofðu rótt-blandan inniheldur
einnig íslensk fjallagrös, oft nefnd
ginseng Íslands. Fjallagrös eru
rík af steinefnum, einkum járni
og kalsíum. Fjallagrös hafa verið
þekkt fyrir vatnslosandi áhrif
og geta hjálpað til við að draga
úr bjúg. Þau innihalda betaglúk-
antrefjar sem hafa reynst vel við
þyngdartap, geta bætt meltingu og
styrkt þarmana. n
ICEHERBS fæst í öllum betri mat-
vöruverslunum, apótekum og
heilsuvöruverslunum og í glæsi-
legri vefverslun á iceherbs.is.
Ferskari á morgnana með Sofðu rótt
Þuríður sefur miklu betur eftir að hún fór að taka inn Sofðu rótt frá ICEHERBS.
mynd/AÐSEnd
Sofðu rótt
frá ICEHERBS
inniheldur magn-
ólíubörk og íslensk
fjallagrös.
4 kynningarblað A L LT 11. mars 2023 LAUGARDAGUR