Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 55
Porsche 911 Turbo S fær sama tvinnbúnað og mun koma í 911 Carrera. Fyrstu tilraunaútgáfur verða frumsýndar í ár. Nýr ID.2 gæti jafnvel fengið Golf-nafnið. Búast má við enn öflugri bíl á næsta ári. njall@frettabladid.is BYD mun á þessu ári frumsýna nýjan og öflugan jeppa í stíl við G- línu Mercedes fyrir Kínamarkað. Von er á bílnum á aðra markaði á næsta ári en ekki er víst að hann komi til Evrópu. Um 671 hestafls tvinnútgáfu er að ræða og verður bíllinn næstum 5 metrar að lengd með 2.850 mm hjólhaf. Hann verður sjálfskiptur með fjórhjóladrifi og hægt verður að læsa bæði fram- og afturdrifi ásamt millikassa. Einnig verður hann smíðaður á stigagrind sem gerir hann að alvöru jeppa. BYD setti einnig á markað fyrir skömmu Yangwang-lúxusmerkið en U8-raf- bíl þess er stefnt til samkeppni við væntanlega rafdrifna útgáfu G-línu sem kallast einfaldlega EQG. n BYD á leiðinni með öflugan tvinnjeppa Von er á fjórðu kynslóð Mini Cooper-smábílsins á markað á næsta ári en hann verður frumsýndur á bílasýningunni í München á þessu ári. Von er á rafdrifinni útgáfu ásamt tveimur gerðum bensínvéla. njall@frettabladid.is Rafdrifin útgáfa Mini Cooper verður framleidd í Kína á undirvagni sem var hannaður í samstarfi BMW við kínverska framleiðandann Great Wall. Bensínútgáfur bílsins verða þó áfram smíðaðar í Oxford í Bretlandi en sá undirvagn er algerlega hönnun BMW. Þrátt fyrir að mismunandi undirvagn sé undir bílunum er yfir- bygging þeirra sú sama. Rafdrifin Cooper E-útgáfa verður með 40 kWst rafhlöðu en SE-útgáf- an fær 54 kWst rafhlöðu. Það mun bæta drægi bílanna en það verður á bilinu 320 til 400 kílómetrar. Jafnvel gæti verið von á öflugri JCW-útgáfu í framhaldinu. Rafdrifnar útgáfur bílsins koma á markað í apríl á næsta ári en bensínútgáfurnar í júlí. Innandyra verður nýr hringlaga margmiðlunarskjár í miðju mæla- borðsins. Í stað skjásins á stýris- túpunni fyrir framan ökumann er nú kominn framrúðuskjár. n Ný kynslóð Mini Cooper á næsta ári njall@frettabladid.is Búist er við að Volkswagen frum- sýni jepplingsútgáfu ID.2 strax í þessum mánuði, nánar tiltekið þann 15. mars. Fyrst var talið að um tilraunaútgáfu væri að ræða en nú bendir allt til þess að fram- leiðslubíllinn verði frumsýndur. Mun honum ætlað að fara á mark- að snemma árs 2025 og byrja í um 22.500 evrum sem eru um 3,4 millj- ónir á núverandi gengi krónunnar. Einnig hefur verið haft eftir innan- búðarmönnum í Wolksburg að nýi bíllinn fái Golf-nafnið. Nýr ID.2 verður fyrsti bíll Volkswagen á MEB-Plus-undirvagninum sem er uppfærð útgáfa MEB-undirvagns- ins. Sá undirvagn verður með liþí- um-járnfosfat rafhlöðu og hleðslu- hraða allt að 200 kW. n VW ID.2 frumsýndur í mánuðinum njall@frettabladid.is Volkswagen mun frumsýna fyrstu frumgerðir Scout síðar á árinu en bæði jeppi og pallbíll frá Scout Mot- ors eru væntanlegir á markað árið 2026. Merkið lét frá sér nýja mynd af bílunum í vikunni sem sýnir kassa- laga hönnunina við sólarlag. Þar er kassalaga útlit bílanna vel sýnilegt sem og mikil veghæð þeirra. Báðir bílarnir munu koma á sama raf bílaundirvagni og fá tals- verða torfærueiginleika að sögn VW. Einnig verður lögð áhersla á burðargetu þeirra en þeir munu koma í bæði atvinnu- og einstakl- ingsútgáfum. Bílarnir verða fram- leiddir fyrir Ameríkumarkað en ekkert hefur verið gefið upp enn þá um hvort von sé á þeim til Evrópu í framhaldinu. n Ný mynd af Scout-jeppunum njall@frettabladid.is Porsche er að gera breytingar á 911-bílnum sem kemur á markað á næsta ári. Um andlitslyftingu er að ræða en meiri breytingar verða á vélbúnaði því bíllinn fær tvinn- kerfið sem þegar hefur komið fram í 911 Carrera. Nýlega náðust fyrstu njósna- myndir af bílnum án nokkurs felu- búnaðar. Helstu breytingar verða á afturenda bílsins en þar koma ný afturljós í enn þynnri ljósarönd. Eini felubúnaður bílsins á mynd- inni var yfir hliðum afturljósanna svo búast má við breytingum þar. Einnig má sjá breytingar á fjögurra stúta pústkerfinu sem er innfellt í stuðarann. Eins og tilkynnt hefur verið um tvinnbúnað í Carrera 911 verður sams konar tvinnbúnaður í 911 Turbo. Ekki er um tengiltvinnbúnað að ræða en öllu heldur rafmótor sem kemur aftan við átta þrepa sjálf- skiptinguna. Rafmótorinn mun fá orku frá lítilli rafhlöðu og aðallega auka við upptak bílsins en hjálpa þó örlítið upp á eyðslutölur. Núverandi vélbúnaður Turbo S er 641 hestafls sex strokka boxer-vél með tveimur forþjöppum en búast má við að talan hækki eitthvað með tvinnbúnaði. n Njósnamynd af Porsche 911 Turbo S BYD-tvinnjeppinn er byggður á grind og með driflæsingum svo að um öfl- ugan jeppa er að ræða. MYND/BYD Útlitið er nýtt með kunnuglegum framenda en meira afturhallandi framrúðu og að aftan koma trapísulaga afturljós. MYND/MINI Búast má við að bíllinn fái rúnnaðra útlit en VW ID.Life tilraunabíllinn. MYND/VW GROUP Myndin sýnir vel að hátt er undir nýja Scout-jeppann og -pallbílinn. MYND/SCOUT MOTORS Helstu breyt- ingar á næsta ári eru nýtt tvinn- kerfi ásamt breytingum á afturenda bílsins. MYND/AUTO EXPRESS FréTTaBlaðIð bílar 3511. MarS 2023 laUGarDaGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.