Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 51
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | 12. marsÞetta gerðist | | 12. mars 1894 Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Hólmfríður Jónsdóttir lést miðvikudaginn 22. febrúar sl. á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við þökkum þeim sem minnast hennar og hafa sýnt okkur samúð og vinsemd. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Asparhlíð, Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð, fyrir kærleiksríka umönnun. Ólöf Guðbjörg Kristjánsdóttir Ingimar Snorri Karlsson Jónheiður Kristjánsdóttir Rúnar Hafberg Jóhannsson Óskar Kristjánsson Mikkalína Björk Mikaelsd. Bjarni Kristjánsson Ragnheiður Bragadóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra Valfríður Elísdóttir Sólmundarhöfða 5, Akranesi, áður Suðurgötu 124, Akranesi, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, mánudaginn 6. mars. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju, fimmtudaginn 16. mars kl. 13. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða fyrir hlýja og góða umönnun. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju www.akraneskirkja.is Guðmundur Pálmi Ásmundsson Guðrún Ásmundsdóttir Jón Magnús Björnsson Oddný Bergsveina Ásmundsd. Gísli Kjartan Kristjánsson Haraldur Ásgeir Ásmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Guðjón Hreinn Friðgeirsson lést á Landspítalanum við Hringbraut 26. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Erla Friðgeirsdóttir Guðmundur Jakobsson Þóra Friðgeirsdóttir Rafn Ólafsson Sigurbjörg Friðgeirsdóttir Pálína Friðgeirsdóttir Kristján Elíasson Hulda Friðgeirsdóttir Sigurður Magnússon Fríða Friðgeirsdóttir og frændsystkini Faðir okkar, Jóhannes Nordal fyrrverandi seðlabankastjóri, andaðist í Reykjavík sunnudaginn 5. mars. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni þann 17. mars 2023 klukkan 16. Bera, Sigurður, Guðrún, Salvör og Marta Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og frænka, Kristín Rós Steindórsdóttir lést á Landspítalanum föstudaginn 3. mars. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 20. mars kl. 13. Hákon Hafliðason Guðrún Sigurrós Hreiðarsdóttir Baldvin Hafliðason Aníta Rut Baldvinsdóttir Eva Lind Hákonardóttir Anna María Steindórsdóttir Sighvatur Steindórsson Viktoría Steindórsdóttir og fjölskyldur 1965 Hljómsveitin Hljómar gefa út sína fyrstu plötu með lögunum „Bláu augun þín“ og „Fyrsti kossinn“. 1967 Indira Gandhi er kjörin formaður Kongressflokksins og forsætisráðherra Indlands. 1967 svetlana, dóttir Jósefs stalín, leitar hælis á Vestur- löndum og fékk landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 1976 arnarflug er stofnað og keypti vélar air Viking. 1987 söngleikurinn Vesalingarnir er frumsýndur á Broad- way í New York-borg. 1989 Íslenska tímaritið La Tradukisto hefur útgáfu. 1993 stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynna að landið drægi sig út úr samningnum um að dreifa ekki kjarna- vopnum. 1994 Fyrstu kvenprestarnir eru skipaðir við Ensku biskupakirkjuna. Lyfjafræðingurinn John Pemberton setti saman uppskrift að dökku sírópi á síðari hluta 19. aldar sem hann ætl- aði sem undralyf við ýmsum kvillum. sírópið var sett á krukkur sem seldar voru á fimm sent í Jacobs Pharmacy í atlanta. Þá var kolsýrðu vatni blandað við sírópið og drykkurinn Coca-Cola varð til og seldur af krana. Coca-Cola var auglýst sem bragð- góður og hressandi drykkur í dag- blaði bæjarins, auglýsingaskilti voru fest upp og seldust að meðaltali níu drykkir á dag fyrsta árið. athafna- maðurinn asa Griggs Chandler keypti uppskriftina að drykknum árið 1888 og markaðssetti enn frekar. Árið 1894 tók kaupmaðurinn Joseph a. Biedenharn í Vicksburg í mississippi upp á því að tappa drykknum á flöskur eftir að vinsældir drykkjarins jukust stöðugt í verslun- inni hans. Flöskurnar sendi hann í kassavís á búgarða og í skógarhöggsbúðir upp með fljótinu og varð fyrstur til að selja kók í flöskum. Árið 1899 var farið að tappa á flöskur í miklum mæli og selja um öll Banda- ríkin. n Kók selt á flöskum FréTTablaðið tímamót 3111. mars 2023 LaUGaRDaGUR Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Viðar Þorsteinsson bókbindari, Grænlandsleið 53, lést þriðjudaginn 7. mars á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram í Bústaðakirkju, fimmtudaginn 23. mars kl. 13. Baldvin Viðarsson Kjartan Viðarsson Kristín V. Samúelsdóttir Lilja Viðarsdóttir Skúli Magnússon Anna Viðarsdóttir Jón Aðalsteinn Hinriksson Helgi Viðarsson Magdalena M. Viðarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, Þuríður Þórðardóttir Þjóðbraut 1, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, sunnudaginn 5. mars, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök HVE, Akranesi, eða Sveinusjóð til styrktar Ölveri sumarbúðum (kt. 540580-0149, banki 0552-14-11000). Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks Lyflækningadeildar á Sjúkrahúsinu á Akranesi, fyrir hlýhug, frábæra umönnun og stuðning. Þórður Sævarsson Valgerður Jónsdóttir Benedikt Sævarsson Sunna Lind Ægisdóttir Lilja Sævarsdóttir Ragnheiður Þórðardóttir og ömmustelpurnar Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kjartan Páll Kjartansson lést á hjúkrunarheimilinu Mörk, miðvikudaginn 8. mars. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 20. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Gerður Harpa Kjartansdóttir Gunnar Sigurðsson Auður Freyja Kjartansdóttir Benedikt Árnason Sólveig Guðfinna Kjartansdóttir Arnar Már Hrafnkelsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Árni Filippusson varð bráðkvaddur á heimili sínu, miðvikudaginn 15. febrúar síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sólveig Guðlaugsdóttir Filippus Gunnar Árnason Bjarney Sigurjónsdóttir Þórdís Árnadóttir Nína Dögg, Árni, Sólveig og Bjartur Logi langafabörn og langalangafabarn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem með einum eða öðrum hætti minntust okkar elskulega eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, langafa og bróður, Jóns Þórðarsonar húsasmíðameistara, Åkarp, Svíþjóð, sem lést þann 29. desember 2022. Kærleikur, hluttekning og falleg orð um Jonna yljuðu um hjartarætur á döprum vetrardögum. Guðríður Anna Theódórsdóttir Særún Jónsdóttir Krister Persson Þórey Jónsdóttir Sigurhans Karlsson Óðinn Jónsson Anette Jonsson Brúnó Jónsson Maria Heintz barnabörn og barnabarnabörn, Erla, Þórður B., Óli H. og Oddur Þórðarbörn og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Alfreð Eymundsson Rafvirkjameistari, Dalalandi 6, Reykjavík Lést 22 febrúar. Útförin fer fram frá Kirkju Óháða safnaðarins þriðjudaginn 14 mars kl 15. Axel Þórir Alfreðsson Sigríður Jensdóttir Hermann Alfreðsson Þórunn Jónsdóttir Þórunn Jóhanna Alfreðsdóttir Ellert Valur Einarsson og afabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.