Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Eða sér er nú hver smæðar- hag- kvæmnin. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Mín skoðun Gunnar Sif Sigmarsdóttir Árið 2009 lifði hin 24 ára Susannah Cahalan öfundsverðu lífi sem minnti á sjónvarps- seríuna Sex and the City. Hún starfaði sem blaðamaður hjá New York Post, bjó á besta stað á Manhattan, átti sér fjörugt félagslíf og nýjan kærasta. Dag einn tók Susannah eftir því að hún var með skordýrabit á hendinni. Hún sannfærð- ist um að veggjalýs plöguðu heimili hennar. Þegar meindýraeyðir fann engin ummerki um skaðvaldinn trúði hún honum ekki og krafðist þess að hann úðaði íbúðina eitri. Á leið í vinnuna gekk Susannah yfir Times Square. Birta auglýsingaskiltanna olli henni stingandi höfuðverk. Á ritstjórnarskrifstof- unni fannst henni veggirnir anda. Hún skreið undir skrifborðið sitt og grét. Eitthvað var að, en hún vissi ekki hvað. Kvöld eitt fékk Susannah heiftarlegt krampakast. Læknisrannsóknir leiddu hins vegar ekkert í ljós. Henni var sagt að ekkert amaði að henni. En krampaköstin ágerðust. Það gerði ofsóknaræði hennar líka. Hún óttaðist ekki aðeins veggjalýs heldur var hún sannfærð um að kærasti hennar væri henni ótrúr og að faðir hennar vildi hana feiga. Fjölskylda Susönnuh var sannfærð um að sjúkdómur hennar væri af líkamlegum toga. En þegar einn fremsti taugalæknir New York-borgar sagði hana einfaldlega þurfa að „minnka partístandið“ var hún send til geðlæknis og greind með geðhvarfasýki. Susönnuh hélt þó áfram að hraka. Hún hætti að geta talað, gengið og nærst. Hún urraði eins og dýr og varð ofbeldishneigð. Susannah var við dauðans dyr þegar læknir ákvað að leggja fyrir hana próf. Hún átti að teikna klukkuskífu. Susönnuh tókst að ljúka verkinu. Tölurnar skrifaði hún hins vegar allar öðrum megin á skífuna. „Heili hennar brennur,“ sagði læknirinn. Prófið sýndi fram á líkamlegan kvilla. Susannah var 217. sjúklingurinn sem greindist með sjaldgæfan sjálfsónæmissjúkdóm þar sem líkaminn ræðst á ákveðin svæði heilans. Susannah skrifaði metsölubókina „Brain on fire“ um reynslu sína. Í nýlegu viðtali við Breska ríkisútvarpið minntist Susannah þess að áratugur er liðinn frá útkomu bókarinnar. Í viðtalinu sagði hún frá viðhorfsbreytingu, sem hún fann fyrir innan heilbrigðiskerfisins, þegar í ljós kom að sjúkdómur hennar var af líkamlegum toga en ekki geðrænum. Þegar talið var að Susannah þjáðist af geð- röskun var látið í það skína að ástand hennar og hegðun væru henni sjálfri að kenna. „Fólk var pirrað út í mig, sagði mig erfiðan sjúkling, það horfði ekki í augun á mér, snerti mig ekki.“ Það breyttist við greiningu sjálfs- ónæmis. „Áhugi ríkti í kringum líkamlegu greininguna sem var ekki til staðar þegar greiningin var geðsjúkdómur.“ Ákall Örnu Í vikunni skrifaði Arna Pálsdóttir, lögfræð- ingur og móðir, grein á visir.is um átröskun dóttur sinnar. Í greininni kallar Arna eftir hugarfarsbreytingu í garð geðraskana. Arna segir fjölskylduna hafa margoft leitað á heilsugæsluna. „Þegar við mætum er horft á okkur eins og við séum geimverur, úrræða- leysið er algert.“ Hún gagnrýnir átröskunar- teymi Barna- og unglingageðdeildar Land- spítalans. „Þangað er ekki hægt að leita nema þegar veikindi eru orðin mjög alvarleg t.d. ef barn er í sjálfsvígshættu.“ Hún spyr: „Sjáum við fyrir okkur barn vera greint með sykur- sýki hér á landi en að viðeigandi meðferð sé ekki í boði fyrr en sjúkdómurinn er orðinn lífshættulegur, jafnvel kominn á lokastig?“ Viðhorfsmunur til líkamlegra sjúkdóma og geðsjúkdóma kostaði Susönnuh Cahalan næstum lífið. Dánartíðni vegna átraskana er ein sú hæsta af öllum geðsjúkdómum. Hverju hyggjast heilbrigðisyfirvöld svara ákalli Örnu Páls- dóttur? n Banvænn viðhorfsmunur Lífseigasta bábilja íslenskrar þjóðmála- umræðu fjallar um mikilvægi þess að gjaldmiðillinn sem hér á landi er not- aður til heimabrúks geti sveiflast í anda óreglunnar í efnahagsmálum. Lands- menn þurfi óstöðuga mynt. Raunin er auðvitað sú að krónan hefur ekki einasta tapað trúverðugleika sínum í huga allra annarra en einstaka eyjarskeggja sem neita að yfirgefa Sumarhúsin á heiðum uppi, heldur hefur hún margfaldlega tapað verðgildi sínu frá því hún kom til sögunnar fyrir einni öld. Þess utan hefur þurft að skera undan henni eins og raunin varð fyrir röskum fjörutíu árum. Og það var kallað því ljúfsára nafni mynt- breyting. Hundrað gamlar krónur urðu að einni krónu. En það er auðvitað ekki myntbreyting. Það er gjaldfelling. Enn eitt arðránið. Og þar er komin saga krónunnar. Hún er óreglumaðurinn á heimilinu. Hún er ofbeldis- maðurinn í atvinnulífinu. Hún sveiflast án fyrir- sjáanleika sem gerir alla áætlanagerð að engu, jafnt í heimahúsum og á vinnustöðum. Og eftir situr meðvirk þjóð í moldarkofa sinna hugsana. Grunnurinn að traustum efnahag er stöðugur gjaldmiðill. Það liggja engin Nóbelsverðlaun að baki þeirri hagfræði, heldur skynsemi. Traustur gjaldmiðill er ein helsta forsenda lágra vaxta. Og lágir vextir eru mikilvægasta hreyfiaflið í hagvaxtardrifnum hagkerfum. Það eru þeir sem þurfa lán og þeir sem taka lán sem framkvæma. Hinir safna sjóðum sem horfa til hárra vaxta. Það er af þessum sökum sem atvinnurekstur á Íslandi er einstaklega óaðlaðandi í huga stórra og smárra fyrirtækja úti í heimi. Ótryggt vaxta- umhverfi og endalausar sveiflur á genginu eru beinlínis fráhrindandi. Þess vegna þrífst fákeppnin á Íslandi. Það á við um banka. Það á við um tryggingafélög. Það á við um allan samkeppnisrekstur á Íslandi. Eða sér er nú hver smæðarhagkvæmnin. Refsivistin í íslenska krónuhagkerfinu hefur verið lífstíðardómur. Á bak við rimlana húkir þjóðin í hærra verðlagi en nokkrir aðrir Evrópu- búar geta sætt sig við. Jafnvel okkar næstu nágrannar hrista höfuðið. Færeyingar hafa búið við fast gengi í áratugi, enda eru þeir bundnir evrunni í gegnum danska krónu. Og eru þeir þó álíka lítil eyja úti í miðju ballarhafi sem hefur veðjað á sjávarútveg og landbúnað frá því elstu menn muna eftir. Jafnvel þeir trúa ekki á sveiflurnar. Það er að vonum að æ fleiri Íslendingar átta sig á að við þurfum á raunverulegri myntbreytingu að halda. Hlutverki þolendanna við ysta haf er nefnilega lokið. n Myntbreyting Sjáum við fyrir okkur barn vera greint með sykursýki hér á landi en að við- eigandi meðferð sé ekki í boði fyrr en sjúkdóm- urinn er orðinn lífs- hættulegur, jafnvel kominn á lokastig? Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 11. MARs 2023 LAuGARDAGuR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.