Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 14
Það var alveg mikil gleðistund að fá þær fréttir að maður myndi vera hluti af þessu. Gunnar Nelson, UFC-bardagakappi Slétt vika er þar til íslenski UFC-bardagakappinn Gunn- ar Nelson stígur á ný inn í bardagabúrið og freistar þess að hengja mann á stærsta bar- dagakvöldi UFC í Evrópu frá upphafi. aron@frettabladid.is UFC Undirbúningur Gunnars fyrir bardagann hefur gengið vonum framar, hann er upp á sitt besta þessa dagana. Bardaga- kvöldið fer fram á því sem mætti kalla heimavöll hans í UFC, O2 höllinni í Lundúnum, en þar hefur Gunnar háð margar rimmurnar. Nú mætir hann Bandaríkjamann- inum Bryan Barbe- rena. „Undirbúningur- inn fyrir þennan bar- daga hefur gengið mjög vel og er í raun bara með þeim betri á UFC-ferli mínum,“ segir Gunnar við Fréttablaðið. „Skrokk- urinn er að sama skapi heill, ég er í mjög góðu formi og klár í slaginn.“ Setti strik í reikninginn Tæpt ár er liðið frá því að Gunnar steig síðast inn í bardagabúrið og var það einmitt á bardagakvöldi í O2 höllinni. Þar vann hann yfirburða- sigur á Takashi Sato eftir að hafa fyrir bardagann verið frá keppni í yfir tvö og hálft ár. Vonir stóðu til að Gunnar myndi stíga hratt og örugglega inn í bardaga búrið á nýjan leik eftir sigur- inn á Sato en eftir bardagann kom í ljós að hann þyrfti á tvöfaldri aðgerð á nefi að halda. Þó svo að um vonbrigði væri að ræða ákvað Gunnar að láta þetta ekki draga sig niður. „Það þýddi bara ekkert fyrir mig að fara að svekkja mig á þessari stöðu sem kom upp. Ég hafði verið með það lengi á bak við eyrað að hún gæti akkúrat komið upp. Það hafði liðið langur tími frá því að læknar höfðu ullað því að mér að þetta væri aðgerð sem ég þyrfti á endanum að fara í. Staðan snöggversnaði í bardag- anum gegn Sato í fyrra og þá var ekki um annað að ræða en að fara í þessa aðgerð. Auðvitað tók þetta aðeins frá manni skriðið sem maður var kominn á og ætlaði sér að við- halda en þetta er bara staða sem ég hef þurft að eiga við.“ Nær ákveðnum fókus á Írlandi Gunnar hefur eytt drjúgum tíma af undirbúningi sínum fyrir komandi bardaga á Írlandi, nánar tiltekið hjá bardagasamtökunum SBG sem eru jafnframt höfuðstöðvar John Kav- anagh, þjálfara Gunnars. Þangað hefur Gunnar sótt í aðdraganda bardaga sinna í gegnum tíðina. Hvað er það sem þú færð út úr því að verja tíma þarna við æfingar? „Þarna eru nýir æfingafélagar, bar- dagamenn sem eru að keppa á atvinnumannastigi og með því að fara þarna út næ ég að brjóta tempóið upp í undir- búningnum. Að gera þetta hefur reynst mér mjög vel í gegnum tíðina, þetta hefur verið að hjálpa mér töluvert. Með þessu næ ég ákveðnum fókus á það sem ég er að reyna að ná fram. Það er enginn aragrúi af æfingafélögum hér heima á Íslandi þó svo að við höfum náð að byggja upp mjög flott starf hjá Mjölni. Það eru mjög góðir glímumenn hér heima á Íslandi en vantar kannski aðeins upp á eitt og annað hvað varðar MMA. Þá er það náttúrulega stór hluti af því að fara út til Írlands að geta æft betur undir handleiðslu þjálfara míns, John Kavanagh, og að vera í kringum hann.“ Sama gamla sagan Í gegnum UFC-feril Gunn- ars hefur það oft komið upp að skipta hefur þurft um andstæðing hans í aðdraganda bardaga, slík staða kom í aðdraganda þessa bardaga. Upphaflega átti Gunnar að mæta Daniel Rodriguez, sá þurfti hins vegar að draga sig úr bardaganum og mun Gunnar þess í stað mæta Bryan Barberena. „Ég er orðinn mjög vanur því að þetta komi upp og er því ekki að stressa mig um of á þessu. Hvað þetta sérstaka tilfelli varðar þá vill nú svo vel til að skipt var úr þeim and- stæðingi sem ég átti að mæta, Daniel Rodriguez, yfir í mjög sambærilegan bardagamann að einhverju leyti í Bryan Barberena þó þetta verði nú aldrei sami andstæðingurinn þá er þetta andstæðingur sem vill láta höggin tala, svokallaður „southpaw“ bardagastíll. Þetta er bara fínt.“ Maður sem er til í að slást Hverjar eru helstu ógnirnar sem munu steðja að þér í bardaganum gegn Barberena? „Ég myndi segja að ég þyrfti að passa mig á spörkunum hans í lappir sem og aðrar leiðir hans til þess að reyna að koma á mig höggi stand- andi, til að mynda með olnbogan- um eða bara þessum hefðbundnu handarhöggum. Bryan er reyndur bardagakappi innan UFC, hann hefur verið lengi í þessu og nær oft að draga menn inn í einhverja vit- leysu í bardaganum sjálfum. Hann tórir oft lengi í búrinu, og er alveg til í að slást.“ Mikil gleðistund Eins og fyrr sagði er komandi bar- dagakvöld UFC í London stærsta bardagakvöld sambandsins í Evrópu frá upphafi. Allt frá því að orðrómur um bardagakvöldið fór á kreik var um að ræða viðburð sem Gunnar og hans teymi vildu verða hluti af. „Við vorum búnir að stefna að þessu í smá tíma, alveg frá því að við fengum veður af hugmyndum UFC um að halda þetta stærsta bar- dagakvöld Evrópu í London. Okkur langaði alveg rosalega mikið að taka þátt á þessu kvöldi og létum UFC vita af því strax. Það var alveg mikil gleðistund að fá þær fréttir að maður myndi vera hluti af þessu.“ Áður andstæðingar en nú vinir Aðalbardagi kvöldsins er titilbardagi ríkjandi meistara veltivigtardeildar- innar Leon Edwards og Kamaru Usman, fyrrverandi meistara. Þetta er þriðji bardagi þeirra. Edwards og Gunnar mættust á sínum tíma í búrinu í bardaga sem endaði með sigri Edwards á klofinni dómaraákvörðun. Edwards og Gunnar eru hins vegar mestu mátar í dag og hafa átt í góðum samskiptum í aðdraganda bar- dagans. „Hann er bara vel stemmdur,“ segir Gunnar um Edwards sem mun reyna að verja titil sinn á heima- velli. „Við áttum smá spjall í upphafi undirbúningsins hjá mér fyrir þetta bardagakvöld, þá voru uppi hug- myndir um að við myndum æfa eitt- hvað saman í aðdraganda bardaga- kvöldsins en svo hentaði það ekki. Ég held að hann hafi átt betri daga en í síðasta titilbardaga hans og Usman, þrátt fyrir að hann hafi rotað hann undir lok bardagans í síðustu lotu. Mér fannst hann ekki vera neitt sérstakur fram að því, kannski fyrir utan fyrstu lotuna. Hann virtist vera eitthvað þreytu- legur, var náttúrulega að berjast þarna í Salt Lake City, borg sem er nokkuð hátt yfir sjávarmáli í umhverfi sem hann er ekki vanur að berjast í, það spilaði svolítið á þolið hjá honum að mínu mati. Ég held að hann verði miklu öflugri núna, á heimavelli í London.“ Vill hengja menn Lokahnykkur undirbúningsins hjá Gunnari fyrir bardagakvöldið er fram undan. Hvað munu næstu dagar fram að bardaga fela í sér? „Ég mun lítið sem ekkert sparra þessa næstu daga, núna snýst þetta bara um að halda dampi. Maður skrúfar aðeins niður í æfingunum þar sem maður er að lenda í því að fá högg á sig. Á sama tíma þarf ég að halda áfram að svitna til þess að ná þyngdinni niður. Þetta snýst rosa mikið um að halda bara flæði núna.“ Hvernig sérðu bardagann gegn Barberena spilast fyrir þig? Hverju viltu ná fram? „Það er náttúrulega bara alltaf skynsamlegt fyrir mig að ná and- stæðingum mínum á bakið og níð- ast á þeim þar. Það verður plan A en hvernig ég framkvæmi það plan getur verið flóknara en að segja það. Mitt leikplan er að hengja menn.“ n Stígur inn í búrið á heimavelli Barberena býr yfir mikilli reynslu í UFC. Gunnar mætir á kunnuglegar slóðir í London. 14 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 11. mARs 2023 LAUGArDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.