Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.03.2023, Blaðsíða 42
 Þetta var upphafið að sam- starfi okkar Elvis og ástæðan fyrir því að ég byrjaði að syngja. Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is Bjarni Arason kynntist Elvis Presley-lögum þegar hann var aðeins 14 ára og varð strax hugfanginn af kóngin- um sem hefur fylgt honum síðan. Bjarni segist ekki geta gert upp á milli laganna en alltaf sé gaman að syngja It’s Now or Never. Bjarni hefur verið að syngja Elvis- lög á Hótel Grímsborgum undan- farnar helgar við frábærar undir- tektir jafnt Íslendinga sem erlendra ferðamanna. Allir þekkja lögin og gestir taka gjarnan undir, tryllast á fætur og bregða á dans, eins og hann orðar það. „Enda kynda lögin gjarnan undir lönguninni til að hreyfa sig,“ segir hann og bætir við: „Einhverra hluta vegna hefur Elvis fylgt mér allt frá upphafi ferilsins.“ Bjarni hefur starfað hjá Íslands- hótelum frá árinu 2013 og sem hótelstjóri á Fosshótel Lind og Fosshótel Rauðará frá árinu 2016. „Þetta er sérlega skemmtilegt og lifandi starf ásamt því að vera alveg einstaklega fjölbreytt, hef aldrei áður unnið svona fjölbreyti- legt starf og hef þó víða komið við. Upp koma alls konar mál sem gaman er að leysa. Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi í annasömu starfi.“ Látúnsbarki Íslands Þrátt fyrir að Bjarni hafi nóg að gera gefur hann sér tíma til að syngja enda hefur tónlistin átt hug hans og hjarta frá barnsaldri. Þar utan er hann með tónlistarþætti á útvarpsstöðinni Retró. Það muna það kannski ekki allir að Bjarni var kosinn Látúnsbarki Íslands í Látúnsbarkakeppni Stuðmanna aðeins 15 ára en hátíðin var haldin í gamla Tívolíinu í Hveragerði. Bjarni söng hið þekkta lag Slá í gegn. Með sigrinum varð Bjarni strax landsfrægur og vann hug þjóðarinnar á svipstundu, ekki síst þar sem hann gat sungið Elvis-lög eins og engill. „Þetta var árið 1987 og mér finnst svo ótrúlega stutt síðan. Þannig líður tíminn,“ segir hann. „Það er mikil blessun að fá að starfa við það sem mér finnst skemmtilegast í allan þennan tíma, að syngja fyrir fólk. Það eru forréttindi,“ segir Bjarni sem hefur tekið þátt í óteljandi viðburðum bæði hér á landi og erlendis. Margir muna eflaust eftir því þegar hann söng lagið Karen í Söngva- keppni sjónvarpsins 1992. Lagið lifir góðu lífi enn í dag þótt ekki hafi það náð að vinna keppnina. Fundu gamla Elvis-bók Bjarni hóf nám í tónlistarskóla þegar hann var níu ára. Lærði á trompet og var í lúðrasveit. „Sem unglingar stofnuðum við nokkrir félagarnir í lúðrasveitinni gítar- hljómsveit en túbuleikarinn vildi endilega hafa hana þannig þótt við værum ekki að leika á gítar. Ég kunni ekkert á gítar og spurði hvað ég ætti að gera í bandinu. Svarið var að senda mig í Tónkvísl, kaupa rafmagnsgítar og læra á hann sjálfur. Ég fór rakleitt í það verkefni og hóf sjálfsmenntun,“ útskýrir Bjarni en á æfingasvæði lúðra- sveitarinnar var geymsla þar sem æfingar fóru fram. Bjarni segir frá því að þeir félag- arnir hafi fundið stóra og mikla bók um Elvis-lög þegar þeir voru að gramsa í gömlu dóti í geymsl- unni. Í þessari bók voru öll helstu lög Elvis með myndum af gítar- gripum. „Þetta var upphafið að samstarfi okkar Elvis og ástæðan fyrir því að ég byrjaði að syngja. Þetta voru einhvers konar örlög,“ segir hann. Bjarni og félagar byrjuðu að æfa lögin eftir bókinni og eitthvað spurðist það út því stuttu síðar var þeim boðið í unglingaþátt í sjón- varpinu sem nefndist Unglingarnir í frumskóginum. „Það er til upp- taka frá þessu augnabliki frá árinu 1986. Ég söng tvö Presley-lög í þættinum. Röddin datt bara óvænt inn eins og kveikt væri á takka,“ segir hann brosandi og neitar því að þeir Elvis séu eitthvað skyldir. „Við erum báðir baritónar,“ segir hann en enginn vafi er á líkindum þeirra raddlega. Stórmerkileg saga Bjarni hefur að sjálfsögðu séð bíó- myndina um Elvis en aðalleikari hennar, Austin Butler, er til- nefndur til Óskarsverðlauna sem verða afhent á sunnudaginn. „Ég var reyndar sendur af RÚV til að fjalla um myndina. Þetta er stór- kostlegt listaverk og stórmerkileg saga af litlum strák frá Tupelo í Mississippi sem varð nánast heimsfrægur á einni nóttu. Fyrsta lagið sem hann gaf út átti að vera afmælisgjöf til móður hans en þá var hann uppgötvaður. Elvis þótti hafa rödd eins og þekktust var á meðal svartra. Austin Butler var frábær Elvis og ekki síður Tom Hanks sem aðstoðarmaður hans,“ segir okkar eini sanni íslenski Elvis. Óvænt örlög leiddu Bjarna og Elvis saman Bjarni Arason á langan tónlistarferil að baki og er hvergi nærri hættur. Hann hefur verið að semja lög í frístundum, syngur Elvis-lög um helgar og starfar sem hótelstjóri yfir tveimur hótelum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Bjarni söng Elvis-lög öll laugar- dagskvöld í febrúar og verður út mars í Grímsborgum. „Dagskráin er á annan tíma og ég lagði mikla vinnu í að útfæra hana sem allra best. Það er ekki auðvelt að velja á milli Elvis-laga en maður reynir að blanda saman rólegum ballöðum í bland við þau fjörugustu, vin- sælustu og önnur minna þekkt. Margir gestir í Grímsborgum eru Elvis-aðdáendur sem þekkja öll þessi lög. Eftir því sem tempóið eykst með kvöldinu endar það í brjáluðu stuði. Sumir standast ekki mátið, standa upp og dilla sér. Þetta eru lög sem vekja kroppinn til hreyfingar. Síðan á fólk góðar minningar með mörgum þessara laga. Elvis er engum líkur.“ Semur lög í frístundum Bjarni er þó ekki einungis í Elvis- lögum. Hann gaf út eigið jólalag í desember, Allt er gott um jólin, sem var mikið spilað. Þá samdi hann einnig lag sem kom út síðasta sumar. „Ég hef verið að gera þó nokkuð í því að semja lög að undanförnu. Mér hefur fundist virkilega skemmtilegt að dunda við þetta og sum lögin verða nán- ast til af sjálfu sér. Kannski bara undir stýri en þá gríp ég símann og tek sjálfan mig upp að raula svo laglínan gleymist ekki,“ segir hann. „Jú, jú, það eru fleiri lög á leiðinni,“ upplýsir Bjarni þegar hann er spurður um frekari útgáfu. „Maður situr aldrei auðum höndum.“ Bjarni er mikið beðinn um að syngja við útfarir, afmæli og brúð- kaup eða önnur tilefni. „Það eru margvísleg verkefni sem koma á borð söngvarans.“ n 8 kynningarblað A L LT 11. mars 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.