Fréttablaðið - 11.03.2023, Síða 55

Fréttablaðið - 11.03.2023, Síða 55
Porsche 911 Turbo S fær sama tvinnbúnað og mun koma í 911 Carrera. Fyrstu tilraunaútgáfur verða frumsýndar í ár. Nýr ID.2 gæti jafnvel fengið Golf-nafnið. Búast má við enn öflugri bíl á næsta ári. njall@frettabladid.is BYD mun á þessu ári frumsýna nýjan og öflugan jeppa í stíl við G- línu Mercedes fyrir Kínamarkað. Von er á bílnum á aðra markaði á næsta ári en ekki er víst að hann komi til Evrópu. Um 671 hestafls tvinnútgáfu er að ræða og verður bíllinn næstum 5 metrar að lengd með 2.850 mm hjólhaf. Hann verður sjálfskiptur með fjórhjóladrifi og hægt verður að læsa bæði fram- og afturdrifi ásamt millikassa. Einnig verður hann smíðaður á stigagrind sem gerir hann að alvöru jeppa. BYD setti einnig á markað fyrir skömmu Yangwang-lúxusmerkið en U8-raf- bíl þess er stefnt til samkeppni við væntanlega rafdrifna útgáfu G-línu sem kallast einfaldlega EQG. n BYD á leiðinni með öflugan tvinnjeppa Von er á fjórðu kynslóð Mini Cooper-smábílsins á markað á næsta ári en hann verður frumsýndur á bílasýningunni í München á þessu ári. Von er á rafdrifinni útgáfu ásamt tveimur gerðum bensínvéla. njall@frettabladid.is Rafdrifin útgáfa Mini Cooper verður framleidd í Kína á undirvagni sem var hannaður í samstarfi BMW við kínverska framleiðandann Great Wall. Bensínútgáfur bílsins verða þó áfram smíðaðar í Oxford í Bretlandi en sá undirvagn er algerlega hönnun BMW. Þrátt fyrir að mismunandi undirvagn sé undir bílunum er yfir- bygging þeirra sú sama. Rafdrifin Cooper E-útgáfa verður með 40 kWst rafhlöðu en SE-útgáf- an fær 54 kWst rafhlöðu. Það mun bæta drægi bílanna en það verður á bilinu 320 til 400 kílómetrar. Jafnvel gæti verið von á öflugri JCW-útgáfu í framhaldinu. Rafdrifnar útgáfur bílsins koma á markað í apríl á næsta ári en bensínútgáfurnar í júlí. Innandyra verður nýr hringlaga margmiðlunarskjár í miðju mæla- borðsins. Í stað skjásins á stýris- túpunni fyrir framan ökumann er nú kominn framrúðuskjár. n Ný kynslóð Mini Cooper á næsta ári njall@frettabladid.is Búist er við að Volkswagen frum- sýni jepplingsútgáfu ID.2 strax í þessum mánuði, nánar tiltekið þann 15. mars. Fyrst var talið að um tilraunaútgáfu væri að ræða en nú bendir allt til þess að fram- leiðslubíllinn verði frumsýndur. Mun honum ætlað að fara á mark- að snemma árs 2025 og byrja í um 22.500 evrum sem eru um 3,4 millj- ónir á núverandi gengi krónunnar. Einnig hefur verið haft eftir innan- búðarmönnum í Wolksburg að nýi bíllinn fái Golf-nafnið. Nýr ID.2 verður fyrsti bíll Volkswagen á MEB-Plus-undirvagninum sem er uppfærð útgáfa MEB-undirvagns- ins. Sá undirvagn verður með liþí- um-járnfosfat rafhlöðu og hleðslu- hraða allt að 200 kW. n VW ID.2 frumsýndur í mánuðinum njall@frettabladid.is Volkswagen mun frumsýna fyrstu frumgerðir Scout síðar á árinu en bæði jeppi og pallbíll frá Scout Mot- ors eru væntanlegir á markað árið 2026. Merkið lét frá sér nýja mynd af bílunum í vikunni sem sýnir kassa- laga hönnunina við sólarlag. Þar er kassalaga útlit bílanna vel sýnilegt sem og mikil veghæð þeirra. Báðir bílarnir munu koma á sama raf bílaundirvagni og fá tals- verða torfærueiginleika að sögn VW. Einnig verður lögð áhersla á burðargetu þeirra en þeir munu koma í bæði atvinnu- og einstakl- ingsútgáfum. Bílarnir verða fram- leiddir fyrir Ameríkumarkað en ekkert hefur verið gefið upp enn þá um hvort von sé á þeim til Evrópu í framhaldinu. n Ný mynd af Scout-jeppunum njall@frettabladid.is Porsche er að gera breytingar á 911-bílnum sem kemur á markað á næsta ári. Um andlitslyftingu er að ræða en meiri breytingar verða á vélbúnaði því bíllinn fær tvinn- kerfið sem þegar hefur komið fram í 911 Carrera. Nýlega náðust fyrstu njósna- myndir af bílnum án nokkurs felu- búnaðar. Helstu breytingar verða á afturenda bílsins en þar koma ný afturljós í enn þynnri ljósarönd. Eini felubúnaður bílsins á mynd- inni var yfir hliðum afturljósanna svo búast má við breytingum þar. Einnig má sjá breytingar á fjögurra stúta pústkerfinu sem er innfellt í stuðarann. Eins og tilkynnt hefur verið um tvinnbúnað í Carrera 911 verður sams konar tvinnbúnaður í 911 Turbo. Ekki er um tengiltvinnbúnað að ræða en öllu heldur rafmótor sem kemur aftan við átta þrepa sjálf- skiptinguna. Rafmótorinn mun fá orku frá lítilli rafhlöðu og aðallega auka við upptak bílsins en hjálpa þó örlítið upp á eyðslutölur. Núverandi vélbúnaður Turbo S er 641 hestafls sex strokka boxer-vél með tveimur forþjöppum en búast má við að talan hækki eitthvað með tvinnbúnaði. n Njósnamynd af Porsche 911 Turbo S BYD-tvinnjeppinn er byggður á grind og með driflæsingum svo að um öfl- ugan jeppa er að ræða. MYND/BYD Útlitið er nýtt með kunnuglegum framenda en meira afturhallandi framrúðu og að aftan koma trapísulaga afturljós. MYND/MINI Búast má við að bíllinn fái rúnnaðra útlit en VW ID.Life tilraunabíllinn. MYND/VW GROUP Myndin sýnir vel að hátt er undir nýja Scout-jeppann og -pallbílinn. MYND/SCOUT MOTORS Helstu breyt- ingar á næsta ári eru nýtt tvinn- kerfi ásamt breytingum á afturenda bílsins. MYND/AUTO EXPRESS FréTTaBlaðIð bílar 3511. MarS 2023 laUGarDaGUr

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.