Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 6

Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 6
6 7 Setningarræða forseta kirkjuþings, Drífu Hjartardóttur Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir, fv. forsetar kirkjuþings, kirkjuþingsfulltrúar og góðir gestir. Ég vil byrja á að þakka Jónasi Þóri, organista Bústaðakirkju og Erni Árnasyni, leikara, fyrir skemmtilegan tónlistarflutning. Hugur okkar er hjá Grímseyingum en kirkjan þeirra, Miðgarðakirkja, brann til kaldra kola í septembermánuði sl. Auk kirkjuhússins sem var friðað brunnu ýmsir merkir kirkjugripir svo sem eins og altaristafla frá árinu 1879. Töluvert var af útskornum munum í kirkjunni þ.á m. skírnarfontur og einnig voru þar tvær kirkjuklukkur úr kopar. Svona tjón er aldrei hægt að bæta til fulls þar sem um merk menningarverðmæti er að ræða með mikla sögu auk þess sem um er að ræða tilfinningatengsl sóknarbarna og annarra til kirkjunnar. Aðdáunarvert er hve íbúar í Grímsey tóku þessu óláni af miklu æðruleysi og hafa þeir sýnt að þeir munu hefjast handa af bjartsýni og dug við að koma sér upp nýju guðshúsi sem er þeim svo mikilvægt. Við svona aðstæður er ómetanlegt að hafa svigrúm til styrkveitinga frá þjóðkirkjunni til að styðja við byggingu nýrrar kirkju. Heimsfaraldur Covid 19 og hvernig kirkjunnar fólk brást við á jákvæðan hátt. Það var mjög ánægjulegt að fylgjast með því hvernig prestar, starfsfólk og söfnuðir brugðust við í heimsfaraldrinum á svo fjölbreyttan hátt og nýttu tæknina til að koma til móts við safnaðarfólk. Þar sýndi kirkjan hvers hún er megnug þegar aðstæður breytast skyndilega og hugsa þarf upp á nýtt hvernig kirkjuleg þjónusta er veitt t.d. við útfarir, þegar í gildi eru samkomutakmarkanir. Ég vil lýsa, f.h. kirkjuþings þjóðkirkjunnar, yfir þakklæti til alls þess fólks, vígðra jafnt sem óvígðra, launaðra jafnt sem sjálfboðaliða, sem lagði sitt af mörkum til að halda úti þjónustu kirkjunnar við þessar erfiðu aðstæður sem við erum loksins að komast út úr. Kirkjuþing er nú háð í síðasta skipti á þessu kjörtímabili. Á þessu kjörtímabili hafa mörg stór mál verið til umfjöllunar á þinginu. Má þar einkum nefna þá mikilvægu stefnumótun sem fram hefur farið á grundvelli samþykktar þingsins frá 2019 og sem birtist okkur í nokkrum málum á þessu kirkjuþingi sem öll eru þjóðkirkjunni þýðingarmikil. Þá hafa miklar skipulagsbreytingar verið til lykta leiddar. Skipulagsbreytingar sem segja má að byrjað hafi verið að ræða á árinu 2007 þegar þáverandi kirkjuþing samþykkti að hefja endurskoðun laga um þjóðkirkjuna. Breytingaferlið hefur því staðið yfir í 17 ár og nær yfir fjögur kjörtímabil kirkjuþings. Fjölmargir einstaklingar hafa lagt af mörkum til stefnumótunarinnar og skipulagsbreytinga þeirra sem hér um ræðir. Vil ég f.h. kirkjuþings þjóðkirkjunnr færa þeim öllum alúðarþakkir fyrir þeirra mikilsverða framlag. Þetta síðasta þing kjörtímabilsins einkennist af því sem að framan er sagt um stefnumótun og skipulagsbreytingar en mörg mál sem það hvort tveggja varða eru lögð fram. Enn fremur mun þingið þurfa að fjalla um þröngan fjárhag kirkjunnar og ráðast gegn þeim rekstrarhalla sem við blasir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.