Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 11

Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 11
11 Ávarp biskups Íslands, Agnesar M. Sigurðardóttur Forseti kirkjuþings, kirkjuþingsfulltrúar, vígslubiskupar, tónlistarfólk, góðir gestir. Á heimasíðu þjóðkirkjunnar kirkjan.is er flokkur frétta af fólkinu í kirkjunni. Þar má lesa um fólk víðs vegar um landið sem leggur kirkjunni sinni lið. Ein þeirra er Valgerður Friðriksdóttir frá Ytri-Hlíð í Vesturárdal í Hofssókn sem hefur sungið í kirkjukórnum frá fermingu eða í um þrjá aldarfjórðunga eins og segir þar. Önnur er Marta Esther Hjaltadóttir sóknarnefndarkona í Hrunasókn sem segir skemmtilegt að vinna í sóknarnefndinni. Benedikta Waage segir: „Ég veit ekki hvers konar lukka hefur verið yfir manni að fá tækifæri til að starfa í sóknarnefndinni og öðru kirkjustarfi.“ Og svo er það hann Björn sem hefur verið í sóknarnefnd í um aldarfjórðung og daginn sem fréttaritari kirkjan.is hittir hann er aðalsafnaðarfundur og þá kemur í ljós hvort hann heldur áfram. Ég nefni hér dæmi úr þeim frásögnum sem tíðindamaður kirkjan.is hefur ritað um fólkið í kirkjunni en þær eru miklu fleiri. Allar greinarnar hans enda á þessum orðum: Kirkjan er söfnuðurinn. Fólkið. Umboðið Við værum ekki saman komin hér í dag ef fólkið í söfnuðinum hefði ekki gefið okkur umboð til að vera hér. Við værum ekki hér saman komin til að ræða málefni þjóðkirkjunnar og setja henni mark og mið ef enginn væri söfnuðurinn. Við værum ekki heldur hér í dag ef söfnuðurinn hefði ekki hirði sem hann hefði kallað til þjónustunnar og hefði sjálfur hlýtt kalli Drottins um að vera hans þjónn í kirkju hans hér á jörð. Það eru margar skilgreiningar á kirkjunni sem ég ætla ekki að fara út í hér. Vil þó benda á myndlíkingar sem Pál postuli notar um kirkjuna í Efesusbréfinu. Eins og við munum þá ofsótti Páll eða Sál eins og hann var þá nefndur, kristið fólk en snéri algjörlega við blaðinu í afstöðu sinni til hinnar nýju lífsskoðunar sem Jesús birti og boðaði þegar hann varð fyrir þeirri lífsreynslu að heyra rödd Jesú á ferð sinni til Damaskus en sú frásaga er skráð af Lúkasi lækni í 9. kaflanum í Postulasögunni. Efesusbréfið geymir margar myndrænar líkingar um kirkjuna. Hún er nefnd líkami, heimamenn Guðs, bygging, musteri, bústaður Guðs í heilögum anda og brúður Krists. Það er því ekkert einkennilegt þó við mannanna börn séum stundum eins og í lausu lofti varðandi kirkjuskipan og fyrirkomulag því kirkjan er svo sannarlegar ekki eins og hvert annað félag eða stofnun. En það sem tengir saman allar þessar myndir af kirkjunni og gefur okkur visku, kraft og þor til að takast á við viðfangsefnin er Kristur. Það er hann sem blessar og sameinar og gefur okkur kraftinn fyrir heilagan anda. Hann er því hinn eini sanni leiðtogi kirkjunnar og við erum limir á líkama hans eins og Páll orðar einnig í Efesusbréfinu. Páll notar þessa myndlíkingu um líkamann og limina líka í Rómverjabréfinu um leið og hann brýnir hinn nýstofnaða söfnuð í Róm og minnir hann á að mismunandi styrkleikar koma saman og mynda eina heild. Hann segir í 12. kaflanum: „Eins erum við, þótt mörg séum, einn líkami í Kristi en hvert um sig annars limir. Við eigum margvíslegar náðargáfur samkvæmt þeirri náð sem Guð hefur gefið.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.