Gerðir kirkjuþings - 2021, Qupperneq 12

Gerðir kirkjuþings - 2021, Qupperneq 12
12 13 Kirkjuþing Kirkjuþing hefur það hlutverk að setja líkamanum reglur svo limirnir geti starfað eftir þeim hlutverkum sem þeim er ætlað svo notuð sé myndlíking Páls um kirkjuna. Kirkjuþingið nú ber þess merki að þjóðkirkjan er í miðju breytingaferli, annars vegar vegna viðbótarsamkomulagsins og hins vegar vegna nýrra þjóðkirkjulaga. Það sést meðal annars á því að ráðherra kirkjumála ávarpar þingið ekki eins og venja er til og tillögur liggja fyrir er varða fjármál sem líta má á sem beinar afleiðingar viðbótarsamkomulags við ríkið sem kirkjuþing samþykkti haustið 2019. Þjóðkirkjan með kirkjuþing í broddi fylkingar fetar sig nú til nýrrar hugsunar, nýrra vinnubragða og nýs skipulags. Það er meðal annars gert í og með þeirri stefnumótunarvinnu sem farið hefur fram en afrakstur hennar birtist hér á þinginu í nokkrum málum. Viðfangsefnin eru því næg hjá kirkjunni sem er ekki af þessum heimi þó hún starfi í þessum heimi. Á næsta vori verður kosið til kirkjuþings eins og kunnugt er. Ég sé að í málaskrá þessa kirkjuþings er tillaga að starfsreglum um kjör til kirkjuþings. Ég sé líka að ein umsögn hefur verið send inn. Undanfarna daga hafa fjölmiðlar vakið athygli á kirkjuþinginu með því að fjalla um tillögur sem hér liggja fyrir. Það hefur ef til vill verið eitt af úrlausnarefnunum að koma því á framfæri við fólkið í kirkjunni hvernig skipulagi hennar er háttað og hvernig lýðræðið virkar innan hennar. Ég minntist á skipulag. Á síðasta kirkjuþingsfundi þann 4. október síðastliðinn var samþykkt í annarri umræðu tillaga um stjórnskipan kirkjustjórnarinnar. Hún fjallaði um að skipta upp miðlægri stjórnsýslu kirkjunnar í annars vegar rekstrarsvið og hins vegar biskupssvið. Tillagan tók miklum og nauðsynlegum breytingum milli umræðna sem ég þakkaði og hrósaði kirkjuþingi fyrir. Nú skiptir miklu máli við frekari útfærslu málsins, sem mér var falið ásamt forseta kirkjuþings, að okkur auðnist að nýta þann mannauð sem fyrir er á biskupsstofu. Það er að mínu viti vond niðurstaða að stofna til nýrrar skrifstofu, rekstrarskrifstofu, með tilheyrandi kostnaði. Þó svo þessi tvö svið séu komin til að vera er nauðsynlegt að þau starfi undir sama þaki, sömu skrifstofu. Sú einstaka þekking sem fyrir er á biskupsstofu nær þá að nýtast báðum sviðum og flæði milli sviðanna verði mikið og óheft – kirkjunni til dáða og blessunar. Það stendst enga skoðun, í þeim aðhaldsaðgerðum sem framundan eru, að stofna til frekari skrifstofukostnaðar. Hitt heldur þurfum við að nýta hverja krónu til að verja starf kirkjunnar úti á meðal fólksins – sérstaklega úti á landsbyggðinni. Annað er óverjandi. Ég bið og vona að þær starfsreglur sem þingfulltrúar samþykkja á þessu þingi verði kirkjunni til blessunar eins og aðrar þær samþykktir sem hér verða gerðar. Ég hef fylgst með kirkjuþingskosningum frá unga aldri og veit að skortur hefur verið á vitneskju um að hver þjóðkirkjumeðlimur getur boðið sig fram til kirkjuþings. Einnig þarf að finna leiðir til að vekja áhuga fólks á að gefa kost á sér til þingsetu. Nú er lag að láta allar samþykktir kirkjuþings um lýðræði, kynjakvóta, aldurskvóta og fleira virka í raun. Í þessu ljósi er einnig mikilvægt að brýna, einfalda og skýra starfshætti og vinnubrögð í kringum kirkjuþing. Málefnastarf kirkjuþings, verklag og vinnutækni má ekki verða svo tyrfin, flókin og sértæk að fagkunnáttu þurfi til að geta tekið virkan og skapandi þátt. Lýðræði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.