Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 13
13
er frjáls, frjór og skapandi vilji hvers atkvæðabærs einstaklings. Til þess að lýðræðið virki
þarf leikborðið að vera einfalt og skýrt.
Hið sama á við um aðrar samþykktir kirkjuþings. Starfsreglur og aðrar ákvarðanir sem
teknar eru hjá kirkjuþingi sem hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar þurfa að virka
í raun veruleikanum. Það er talað um að einfalda regluverkið í kirkjunni en oft á tíðum er
það ekki nógu lausnamiðað og skýrt þegar til á að taka. Það er brýnt að þau sem vinna
eftir reglunum og með ákvarðanirnar geti það. Það er klókt að ræða við þau sem starfa á
þeim grundvelli sem kirkjuþing ákveður. Það er meðal annarra starfsfólkið á biskupsstofu,
fólkið í sóknarnefndunum og nefndunum mörgu sem starfa á vegum þjóðkirkjunnar.
Heimurinn og jörðin
Lítil veira hefur stjórnað lífi mannkyns undanfarin nærri tvö ár. Á vef Landspítalans
má lesa eftirfarandi: „Alvarlegrar lungnasýkingar varð vart í borginni Wuhan í Kína í
lok desember 2019. Síðar var staðfest að um óþekkt afbrigði kórónuveirunnar væri að
ræða og sjúkdómurinn fékk heitið COVID-19. Veiran hefur sýkt fólk víða og leitt til
margra dauðsfalla um allan heim. Heilbrigðisyfirvöld flestra ríkja standa fyrir víðtækum
aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar og lækna og hjúkra sjúkum, þar á meðal á
Íslandi undir forystu almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Embættis landlæknis og
sóttvarnalæknis.“
Eins og aðrir stóðum við frammi fyrir mikilli áskorun í þjóðkirkjunni um það hvernig
bregðast skyldi við þessum vágesti. Starfsfólk biskupsstofu hefur verið í nánu samstarfi
við Landlæknisembættið varðandi viðbrögð okkar. Leitast var við að senda upplýsingar
til presta, sóknarnefnda og fleira kirkjufólks eins fljótt og hægt var þegar nýjar reglugerðir
tóku gildi. Samtals urðu bréfin 30.
Þar sem kirkjustarf fer mikið fram í samfélagi fólks var vandi á höndum þegar
samkomutakmarkanir voru miklar. Prestar, djáknar og starfsfólk sóknanna gerðu það
sem hægt var í stöðunni, streymdu guðsþjónustum, sunnudagaskóla og öðru því efni sem
hægt er að koma á framfæri á þann hátt. Þúsundir símtala voru tekin við fólk sem vitað
var að yrði þakklát fyrir samtalið. Ég vil nota tækifærið og þakka fólkinu í kirkjunni, í
söfnuðunum, prestaköllunum og prófastsdæmunum fyrir að standa vaktina í þessum
óvenjulegu aðstæðum sem minntu okkur svo rækilega á að við erum öll á sama báti hvar
sem við fæðumst hér á jörð og hvar sem við búum.
Annað sameiginlegt málefni allra jarðarbúa eru umhverfis- og loftslagsmálin. Næsta
föstudag verður málþing í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins hér í Reykjavík sem ber
yfirskriftina „Öll á sama báti – Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðar.“ Fyrir
málþinginu standa Stofnun Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands,
í samvinnu við samráðsvettvanginn Faith for Nature, trú fyrir jörðina Þetta er ekki eini
atburðurinn þar sem fólk kemur saman til að ræða þann mikla vanda sem mannkyn
stendur frammi fyrir.
Í fyrra var haldin í Skálholti netráðstefna sem leiðtogar um 15 trúarbragða sóttu.
Þar var fjallað um á hvaða hugmyndagrunni mætti sameinast um að kalla eftir stofnun
Heimsbandalags um trú fyrir jörðina í tengslum við Umhverfisstofnun Sameinuðu