Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 23
23
12. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings nr. 949/2009,
með síðari breytingum.
Breytingarnar fela í sér að við birtingu starfsreglna og ályktana kirkjuþings megi
ekkert undan fella sem þar á að standa og engar efnisbreytingar gera nema leiðrétta þurfi
auðsæjar og sannanlegar villur sem telst sjálfsögð leiðrétting. Þá er í auknum mæli er
vísað til jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar og jafnréttissjónarmiða og heimilt verður að
afgreiða mál með einni umræðu án umfjöllunar fastanefndar kirkjuþings, mæli enginn
kirkjuþingsfulltrúi gegn því. Forsætisnefnd geti nú ákveðið að störf kirkjuþings fari fram
með fjarfundabúnaði við sérstakar aðstæður og að kosningar og atkvæðagreiðsla geti
jafnframt farið fram í gegnum slíkan búnað. Kirkjuþingsfulltrúum beri að fylgja ákvæðum
II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993, með síðari breytingum, um sérstakt hæfi, eins og
við geti átt og leyft er að fresta afgreiðslu máls úr þingnefnd og seinni umræðu til næsta
reglulegs kirkjuþings.
Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið
uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
13. mál. Tillaga til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna.
Málinu var frestað til reglulegs kirkjuþings 2021-2022.
14. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir
kirkjunnar, nr. 950/2009, með síðari breytingum.
Með breytingunni er aukin ábyrgð kirkjuþings á fjármálum undirstrikuð. Áskilið er
að kirkjuþing ákveði hvaða fasteignir Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu skulu seldar og hvort
Þjóðkirkjan-Biskupsstofa skuli kaupa fasteign eða ráðast í nýbyggingu. Sé ekki ákveðið
annað framfylgi kirkjuráð ákvörðun kirkjuþings. Einnig er sett í starfsreglur að presti
beri skylda til að skila prestssetri sínu til Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu, eigi síðar en við
starfslok, nema um annað semjist.
Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið
uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
15. mál. Þingsályktun um breytingu á fasteignastefnu þjóðkirkjunnar.
Breytingin lýtur fyrst og fremst að því að áskilið er að verkáætlun sé ávallt í gildi
um umhirðu jarða á grundvelli heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna en fjárfestingar
þjóðkirkjunnar skuli byggja á verkáætluninni. Fasteignir skulu ekki leigðar lengur
en til fimm ára í senn og að þjóðkirkjan skuli almennt ekki fjárfesta í uppbyggingu
landbúnaðarstarfsemi á jörðum í eigu þjóðkirkjunnar, nema við sérstakar aðstæður.
16. mál. Þingsályktun um skipun starfshóps til að vinna að mótun heildstæðrar eignastefnu
þjóðkirkjunnar.
Kirkjuráð samþykkti að eftirtaldir aðilar yrðu skipaðir í starfshópinn: Sr. Axel Árnason
Njarðvík, kirkjuráðs- og kirkjuþingsfulltrúi, Svana Helen Björnsdóttir, kirkjuráðs- og
kirkjuþingsfulltrúi og Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem, framkvæmdastjóri kirkjuráðs