Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 23

Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 23
23 12. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um þingsköp kirkjuþings nr. 949/2009, með síðari breytingum. Breytingarnar fela í sér að við birtingu starfsreglna og ályktana kirkjuþings megi ekkert undan fella sem þar á að standa og engar efnisbreytingar gera nema leiðrétta þurfi auðsæjar og sannanlegar villur sem telst sjálfsögð leiðrétting. Þá er í auknum mæli er vísað til jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar og jafnréttissjónarmiða og heimilt verður að afgreiða mál með einni umræðu án umfjöllunar fastanefndar kirkjuþings, mæli enginn kirkjuþingsfulltrúi gegn því. Forsætisnefnd geti nú ákveðið að störf kirkjuþings fari fram með fjarfundabúnaði við sérstakar aðstæður og að kosningar og atkvæðagreiðsla geti jafnframt farið fram í gegnum slíkan búnað. Kirkjuþingsfulltrúum beri að fylgja ákvæðum II. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993, með síðari breytingum, um sérstakt hæfi, eins og við geti átt og leyft er að fresta afgreiðslu máls úr þingnefnd og seinni umræðu til næsta reglulegs kirkjuþings. Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is. 13. mál. Tillaga til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna. Málinu var frestað til reglulegs kirkjuþings 2021-2022. 14. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir kirkjunnar, nr. 950/2009, með síðari breytingum. Með breytingunni er aukin ábyrgð kirkjuþings á fjármálum undirstrikuð. Áskilið er að kirkjuþing ákveði hvaða fasteignir Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu skulu seldar og hvort Þjóðkirkjan-Biskupsstofa skuli kaupa fasteign eða ráðast í nýbyggingu. Sé ekki ákveðið annað framfylgi kirkjuráð ákvörðun kirkjuþings. Einnig er sett í starfsreglur að presti beri skylda til að skila prestssetri sínu til Þjóðkirkjunnar-Biskupsstofu, eigi síðar en við starfslok, nema um annað semjist. Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is. 15. mál. Þingsályktun um breytingu á fasteignastefnu þjóðkirkjunnar. Breytingin lýtur fyrst og fremst að því að áskilið er að verkáætlun sé ávallt í gildi um umhirðu jarða á grundvelli heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna en fjárfestingar þjóðkirkjunnar skuli byggja á verkáætluninni. Fasteignir skulu ekki leigðar lengur en til fimm ára í senn og að þjóðkirkjan skuli almennt ekki fjárfesta í uppbyggingu landbúnaðarstarfsemi á jörðum í eigu þjóðkirkjunnar, nema við sérstakar aðstæður. 16. mál. Þingsályktun um skipun starfshóps til að vinna að mótun heildstæðrar eignastefnu þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð samþykkti að eftirtaldir aðilar yrðu skipaðir í starfshópinn: Sr. Axel Árnason Njarðvík, kirkjuráðs- og kirkjuþingsfulltrúi, Svana Helen Björnsdóttir, kirkjuráðs- og kirkjuþingsfulltrúi og Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem, framkvæmdastjóri kirkjuráðs
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.