Gerðir kirkjuþings - 2021, Blaðsíða 25
25
Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið
uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
25. mál. Þingsályktun um mótun stefnu þjóðkirkjunnar í málum fólks á flótta og
umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Málið felur í sér samþykkt stefnu sem biskupi er ætlað að koma í framkvæmd. Stefnan
snýr meðal annars að því að þjóðkirkjan er öllum opin, íbúum sem og þeim sem á landinu
dvelja. Lögð er áhersla á hlutverk kirkjunnar sem skjólshús, þá er ekki átt við kirkjugrið
heldur viðleitni til að vera virkur þátttakandi í að efla guðsríki og koma fram við aðra
eins og við viljum láta koma fram við okkur. Biskup skipar sex manna starfshóp „Seekers
ministry“, sem starfar sérstaklega að málefnum flóttafólks. Þá eru jafnframt tilnefndir
móttökusöfnuðir til að tryggja ákveðna þjónustu.
26. mál. Þingsályktun um brottvísanir flóttafólks sem hefur fengið alþjóðlega vernd í öðru
ríki.
Kirkjuþing 2020 hvetur íslensk stjórnvöld til að vísa umsækjendum um alþjóðlega
vernd ekki úr landi án efnislegrar meðferðar hælisumsóknar. Þjóðkirkjan hefur sérstakar
áhyggjur af börnum í þessum hópi. Þessu til viðbótar hvetur kirkjuþing íslensk stjórnvöld
til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef þau
hafa dvalið hérlendis til lengri tíma og aðlagast samfélaginu óháð niðurstöðu máls þeirra.
27. mál. Þingsályktun um að skipa nefnd til að endurskoða starfsreglur um kjör til
kirkjuþings nr. 1075/2017, með síðari breytingum og starfsreglur um kosningu biskups
Íslands og vígslubiskupa nr. 333/2017, með síðari breytingum.
Kirkjuþing 2020-2021 ályktar að kjósa þriggja manna nefnd til að endurskoða
starfsreglur um kjör til kirkjuþings og starfsreglur um kosningu biskups Íslands og
vígslubiskupa og semja tillögur að nýjum starfsreglum. Tillögurnar miði einkum að því að
tryggja að kosningakerfi þjóðkirkjunnar sé lýðræðislegt og að jafnræðis sé gætt.
Nefnd um kosningareglur skipa eftirtaldir kirkjuþingsfulltrúar: Margrét Eggertsdóttir,
sr. Bryndís Malla Elídóttir og Einar Már Sigurðarson.
29. mál. Þingsályktun um hugverkaskráningu.
Kirkjuþing 2020 beinir þeim tilmælum til kirkjuráðs að það skrái merki þjóðkirkjunnar,
orðmerki og myndmerki, með formlegum hætti hjá Hugverkastofunni sem starfar
samkvæmt lögum um einkaleyfi nr. 17/1991, með síðari breytingum.
30. mál. Þingsályktun um tækifærisgjafir til embættis biskups Íslands.
Kirkjuþing 2020 beinir þeim tilmælum til biskups Íslands að allar tækifærisgjafir til
embættis biskups Íslands verði skráðar sérstaklega.
31. mál. Þingsályktun um Fréttabréf biskupsstofu og Víðförla, fréttablað kirkjunnar.
Kirkjuþing 2020 beinir þeim tilmælum til kirkjuráðs að séð verði til þess að Fréttabréf