Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 37

Gerðir kirkjuþings - 2021, Síða 37
37 Kirkjuþing afgreiddi skýrslu kirkjuráðs með eftirfarandi þingsályktun: Kirkjuþing þakkar öllu þjóðkirkjufólki fyrir langlundargeð, hugmyndauðgi, æðruleysi og samstöðu á tímum heimsfaraldurs. Á þessum tímum hefur kirkjan, eins og oft áður, sýnt að hún er samfélag fólks sem hefur styrk til þess að takast saman á við erfiðar aðstæður. Kirkjuþing þakkar þeim fjölmörgu einstaklingum sem komu að stefnumótun þjóðkirkjunnar sem fór fram á vormánuðum 2021. Kirkjuþing ályktar að þau sem fari með fjárvald þjóðkirkjunnar forgangsraði í samræmi við niðurstöður stefnumótunarinnar. Kirkjuþing þakkar þeim sem vinna að málefnum innflytjenda og flóttafólks og ályktar að þjóðkirkjan styðji áfram við og efli hið góða starf sem unnið er á þeim vettvangi. Kirkjuþing fagnar aðgerðum Þjóðkirkjunnar í umhverfismálum á árinu. Kirkjuþing ályktar að kirkjan stígi það skref í orkuskiptum í samgöngum sem samþykkt var að fara í á kirkjuþingi 2019 og komi upp rafmagnstenglum eða hleðslustöðvum við fasteignir kirkjunnar til að hlaða bíla gegn gjaldi. Framkvæmd þessari var frestað vegna heimsfaraldursins. Kirkjuþing unga fólksins er ein af grunnstoðum kirkjunnar og mikilvægt er að efla þátttöku og áhrif ungs fólks í kirkjunni. Kirkjuþing hvetur kirkjuþing unga fólksins til þess að koma málum sínum áfram til þingsins. Kirkjuþing ályktar að yfirstandandi aðhaldsaðgerðir komi ekki niður á grunnþjónustu kirkjunnar. Nefndarálit allsherjarnefndar um skýrslu kirkjuráðs. Allsherjarnefnd hefur fjallað um skýrslu kirkjuráðs og fylgigögn ásamt ávörpum við upphaf kirkjuþings. Nefndin þakkar biskupi Íslands og forseta kirkjuþings fyrir ávörp þeirra við þingsetningu í Bústaðakirkju. Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, hóf ræðu sína á því að minnast Miðgarðskirkju í Grímsey sem brann í september síðastliðnum. Minnti hún á samtakamátt sóknarbarna og mikilvægi styrktarsjóða Þjóðkirkjunnar á svona stundum en eyjarmenn hyggjast endurbyggja kirkju sína. Drífa minnti á þær skipulagsbreytingar sem hafa átt sér stað í umhverfi Þjóðkirkjunnar undanfarið og verða til umfjöllunar á þessu þingi. Þjóðkirkjan er að fóta sig í nýju umhverfi. Hún ræddi einnig mikilvægi stefnumótunarvinnunnar sem fram fór á árinu og birtist í nokkrum málum á þessu þingi. Einnig minnti hún á öll yrðum við að halda áfram baráttunni fyrir sóknargjöldunum sem af hálfu ríkisins hefur ekki verið skilað til fulls. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands minnti kirkjuþing á það í hvers umboði það starfar og ítrekaði það að kirkjan væri ekkert án fólksins í söfnuðum landsins. Frú Agnes vitnaði í myndlíkingar Páls postula í Efesusbréfinu þar sem hann líkir kirkjunni við líkama þar sem allir hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Hún minnti á að kirkjan væri í miðju breytingarferli þar sem hún fetaði sig áfram til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.